Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Page 44

Fálkinn - 14.12.1964, Page 44
FILMUR OC VELAR S.F. Margar gerðir af sýningartjöldum Sýningarlampar Flestar gerðir af litfilmum 35 mm—8 mm svart-hvítar allar stærðir 8 mm filmuskoðarar, límarar — lím Margar gerðir af ljósmyndavélum 8 mm tökuvélum 8 mm — 16 mm — 35 mm 70 mm sýningarvélum fyrir heimili, skóla, félagsheimili og kvikmyndahús. Transistor ferðatæki og viðgerðaþjónusta jLeiðbeinum meðhöndlun á sýninga- og tökuvélum 8—16 mm filmuleiga Viðgerðir- og varahlutaþjónusta Fullkomnasta litskuggamynda- sýningavélin með innbyggðu bendiljósi. ÁRS ÁBYRGÐ EINKA UMBOÐ FILMUI? QG VELAR S.F. Á....................... Skólavöröustig 41. Sími 20235. • VINNUFATABÚÐIN • LAUGAVEG 76 LEE..........LEE VINNUSKYRTUR •VINNUFATABÚÐIN• LAUGAVEG 76 SÍMI 154 25 44 FÁLKINN Þannig eru „gjafa“-umbúðir nýju koparílátanna, sem KRON flytur inn. Koparílát. Eg á eftir að fá svo margt enn, en ég gæti trúað að helzta jólagjöfin yrðu þýzkir blómavasar og blóma- pottar úr kopar. Það er einna ný- tízkulegast af jólavörunum í ár. Þá erum við einnig með japönsk postu- línsstell, 6 manna kaffistell á 980 krónur og 8 manna matarstell á 1798 kr. og er það gott verð miðað við gæði. Það er alltaf að aukast innflutningur frá austurlöndum og eru leikföngin mestmegnis þaðan. Við verðum einnig með ódýr og falleg ávaxtasett úr gleri, sem KRON flytur beint inn frá Þýzkalandi. KRON leggur nú meiri áherzlu á að flytja inn beint og bjóða vöruna á lægra verði. Hér höfum við líka öll leikföngin frá Reykjalundi. góð vara og ódýr miðað við innflutt leikföng. KRON tók Liverpoolverzlunina á leigu til næstu 10 ára. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu og hér er allt á einum stað: búsáhöld, skrautmunir, leikföng, rafmagns- vörur og ferðavörur. Við erum bjartsýnir og vonumst til að standa vel um áramót, þrátt fyrir mikinn kostnað. Örn Ingólfsson, verzl- unarstjóri í Liverpool. I Fótóhúsinu. f Fótóhúsinu í Garðastræti stendur Trausti Thorberg við afgreiðslu. Hann er all ánægður með viðskiptin á árinu, en þau byggjast fyrst og fremst á því að þarna fást Ijósmynda- vörur frá öllum aðilum, sem flytja inn ljósmyndavörur. Trausti er auk þess einn af mörgum áhugaljósmyndurum þessa bæjar og á því gott með að setja sig inn í vandamál byrjandans. Trausti nefnir Agfa-RAPID, Kodak Instamatic og Zeiss Ikon sýningarvél með 24 volta peru, sem helztu nýjungar fyrir þessi jól. Það færist mjög í vöxt að fólk taki litmyndir, enda er það sport ekki svo dýrt, þegar allt kemur til alls, — hægt að fá góða mynda- og sýningarvél fyrir 6—8 þúsund krónur. Þá hefur kvikmyndataka aukizt mikið, 8 mm Bell & Howell og sýningarvél kosta um 12 þúsund krón- ur og meðalverð á filmu (25 fet X2) um 250 krónur með framköllun — þannig að maður getur tekið hálftíma mynd fyrir einar 1000 krónur. Trausti sýnir ungum áhugaljósmyndara 35 mm Photax-stækk- ara, sem kostar um 2.500 krónur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.