Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 54

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 54
1 þessu blctSi kynnum við nokkrar þœr myndir, sem kvikmynda- húsin munu taka til sýningar um jólin. Sum þeirra haía þann háttinn á að sýna mynd, sem gengur rétt milli hátíðanna, og skipta síSan um á nýja árinu. Áramótamyndirnar verSa svo kynntar í síðasta blaSinu, sem kemur út á þessu ári. Nokkur húsanna höfðúT ekki ákveðiS hvaSa myndir yrSu sýndar um jólin, þegar þetta er skrifaS. F.íns og í fyrra eru þama nokkrar myndir, sem líklegar eru til þess aS verða vinsœlar, þótt þœr kunni ef til vill aS vera nokkuð mis- jafnar að gœSum. — Hvað líklegust til að verða fjölsótt er mynd Háskólabíós, Arabíu-Lawrence, og mynd Tónabíós, Taraz Bulba, mun áreiðanlega laSa marga til sín. JÓLA- MYNDIR WHmm BMBMW • ■ • wm \ ■ i jr HASKOLABIO ARABÍU- LAWRENCE SÝNIR Thomas Edward Lawrence, venjulega kallaður Arabíu-Lawrence, annars þekktur undir fjölda nafna, er einn merkilegasti maður sem lifað hefur á þessari öld. Ævi hans var með slíkum ævintýrabrag, að fáir munu þola þar samjöfnuð. Áhrif hans á þróun málanna fyrir botni Miðjarðarhafsins, á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar, var slík, að þeirra gætir enn í dag. Hér verður ekki gerð ýtarleg grein fyrir þessum merkilega manni og ævi hans, þar sem hvorki er til þess tími eða rúm. Hins vegar skal lesendum, sem kynnu að hafa áhuga fyrir Lawrence, á það bent að fyrir nokkuð mörgum árum gaf Bókaútgáfa Menningarsjóðs út bók um hann. Var sú bók skrifuð af amerísk- um manni, sem var nákunnugur Lawrence. En því er á þetta minnzt hér, að jólamynd Háskólabíós verður að þessu sinni myndin um Arabíu-Lawrence, sem gerð var fyrir nokkrum árum og vakið hefur mikla athygli og umtal. Ekkert hefur verið sparað við gerð myndarinnar, hvorki varðandi hina tæknilegu hlið né val leikara í aðalhlutverkin. Enda er það mál manna, að myndin hafi heppnazt vel, bæði frá tæknilegu og leikrænu sjónarmiði. Mynd- in þykir mjög vel gerð og er á margan hátt ólík þeim stórmyndum sem fram- leiddar hafa verið á seinni árum. Þeir, sem gera listrænar kröfur til kvik- mynda, hafa einnig gefið henni góða dóma, en slíkt þykir nokkuð óvenjulegt, þegar um svokallaðar stórmyndir er að ræða. Framleiðandi myndarinnar er Sam Spiegel, einn af þekktustu kvik- myndaframleiðendum vestanhafs. Hann hefur framleitt fjölmargar myndir sem sumar hverjar hafa verið sýndar hér og má þar nefna Brúin yfir Kwai og Afríkudrottningin. Leikstjóri myndarinnar, David Lean, er einnig vel þekktur. Hann hefur stjórnað mörgum myndum, sem sumar hverjar hafa hlotið margháttuð verð- laun, m. a. Oscarsverðlaun, og nægir þar að nefna Brúin yfir Kwai. Sá sem leikur Arabíu-Lawrence í myndinni heitir Peter O’Toole. Hann gerði lítið af því að leika í kvikmyndum, en var þekktur sviðsleikari. Um þær mundir, sem honum var falið þetta hlutverk, var hann leikari við Shake- speare Theatre í Stratford on Avon. Hann hefur mjög verið rómaður fyrir leik sinn í þessari mynd. Aðrir leikarar í myndinni eru vel þekktir. Þar ber fyrst að nefna Alec Guinness, sem leikur prins Feisal. Anthony Quinn fer með hlutverk Auda Abu Tayi og Jack Hawkins sem leikur Allenby hershöfðingja. 54 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.