Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 56
Að þessu sinni mun Kópavogsbíó
sýna sem jólamynd amerísku mynd-:
ina Stolnar stundir. Efnið er líklegt
til að verða vinsælt hjá kvenfólkinu,
myndin fjallar um ástir og alls kyns
vandræði þar að lútandi.
Kvikmyndafélagið sem stóð að
töku þessarar myndar, hefur fram-
leitt nokkrar gamanmyndir, sem
hlotið hafa miklar vinsældir hér. Má
þar nefna Some Like It Hot og Lyk-
illinn undir mottunni. Hér er hins
vegar ekki um gamanmynd að ræða.
Þeir, sem að myndinni standa, leik-
stjóri og framleiðandi, eru fremur
lítið þekktir, en handritshöfundur-
inn er öllu betur þekktur. Það er
skáldkonan Jessamyn West, sem hef-
ur skrifað nokkrar skáldsögur og
hafa sumar þeirra náð töluverðum
vinsældum. Þá hefur hún áður unn-
ið að kvikmyndahandritum m. a. að
handritinu í The Big Country.
Það er hin þekkta leikkona Susan
Hayward, sem fer með aðalhlutverk-
ið í þessari mynd. Susan er löngu
þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum
hér, m. a. fyrir myndirnar Ég græt
að morgni og I Want to Live. Þá má
einnig minnast á myndina Fannir
Kilimanjaro, sem byggð er á sam-
nefndri skáldsögu Hemingway, og
var sýnd hér fyrir nokkrum árum.
Ef þér viljið veita
y&ur og gestum yðar
urvats máltföir,
fuflkomita þjónustu
og hlýlegt umhverfi
þá veljið þér
örugglega NAUSTIÐ
56 FÁLKINN