Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Side 9

Fálkinn - 21.12.1964, Side 9
il 1 Dagur Auðar Eir er iangur. Hún er eigiukona, móðir þriggja barna, íögreglukona og guðfræðingur að mennt. Á kvöldin starfar hún hjá Hjálpræðishernum. Lesið um einn dag í iífi þessarar ungu, dugmiklu konu. Hún rís árla úr rekkju og gengur seint til náða. Dag- urinn hennar er langur enda er í mörg horn að líta. Hún er ekki einvörðungu eiginkona, móðir og húsfreyja heldur lögreglukona að atvinnu og guðfræðingur að menntun og auk þess ein driffjöðrin í Hjálpræðishern- um. Hún heitir Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Þú hefur kannski hlýtt á predikun hjá henni í ein- hverri kirkjunni, kannski keypt af henni Herópið og merki Hjálpræðishersins niðri í Austurstræti og kannski hef- urðu rakið henni raunir þín- ar á skrifstofu kvenlögregl- unnar. Þau búa á Bárugötu 29 eins og sakir standa og þangað lögð- um við leið okkar regnvotan haustmorgun fyrir skömmu. Eiginmaður Auðar kennir lat- ínu og ensku við Menntaskól- ann og því er ekki kyn þó fjölskyldan þurfi snemma á fætur. Að vísu er vekjara- klukka á heimilinu en má sín lítils í samkeppni við dæturn- ar þrjár. Þegar við komum á Bragagötu 29 á dögunum var húsbóndinn horfinn í vinnuna, elzta dóttirin farin í barna- skóla þó hún sé ekki nema 6 ára, sú yngsta hafði fengið sér AuSur Eir talar í símann og heldur um leið á yngstu dóttur- inni, Elínu ÞöII. Hvenær sem stund er aflögu, þá situr Auður Eir með dætrum sínum þrem: Elínu Þöll, Döllu og Yrsu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.