Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Page 19

Fálkinn - 21.12.1964, Page 19
Jnga, en elnnig skýra frá hug- lækningum, og er ekki efamál, að marga mun langa til að fræðast um þessi mál...“ Bókin er 168 bls., prentuð í ísafoldarprentsmiðju, en út- gáfuréttur er höfundarins. Bók- in kostar kr. 200,00. Lm ársins hring. tJr stól. Frá altari. Yfir moldum. Nýlega er komin út á vegum Setbergs Um ársins hring eftir herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Eins og undirtitill bók- Sigurbjörn Einarsson, biskup. arinnar ber með sér, er hún safn prédikana frá ýmsum tímum og af ýmsum tilefni Bókin skiptist í þrjá höfuð- kafla: Um ársins hring, Rastir í daganna rás og Minningarorð, en í þeim kafla eru eftirmæli um Stein Steinarr, séra Friðrik Friðriksson, John F. Kennedy og Davíð Stefánsson. Ekki er að efa, að þessi bók verður mörgum kærkomið lestrarefni því höfundur er mikill kennimaður og skrifar fallegt. þróttmikið mál. Bnkin er 227 bls. Atli Már gerði káputeikningu. Verðið er kr. 296.00. 3. bindi merkra * Islendinga Bókfellsútgáfan gefur út 3. bindi Merkra íslendinga í hin- um nýja flokki þriðja árið i röð. Jón Guðnason fyrrverandi skjalavörður annast útgáfu þessa bindis eins og hinna fyrri. Að þessu sdnni birtast í Merkum íslendingum tólf ævi- söguþættir, sem skipað er í tímaröð, hinn fyrsti um kirkju- höfðingja á Sturlungaöld, en hinn síðasti fjallar um afkasta- mikinn sagnfræðing á fyrri hluta þessarar aldar. Þættirnir fjalla um þessa menn: Magnús Gissurarson biskup í Skálholti eftir Björn Þórðarson, Ari Magnússon sýslumaður í Ögri eftir Jón Þorkelsson, Páll Björnsson í Selárdal eftir Hann- es Þorsteinsson, Gunnlaugur Briem sýslumaður eftir Jón Jónsson, Hallgrímur Scheving eftir Jón Þorkelsson, Konráð Gíslason eftir Björn M. Olsen, Sigurður Vigfússon eftir Valdi- mar Ásmundsson, Eiríkur Briem eftir Guðmund G. Bárð- arson, Klemenz Jónsson ráð- herra eftir Hallgrím Hallgríms- son, Bjarni Sæmundsson eftir Árna Friðriksson og Páll Eggert Ólason eftir Jón Guðnason. Aftast í bókinni er ýtarleg nafnaskrá, og nokkrar myndir eru til prýði. Merkir íslending- ar eru 348 blaðsíður og kosta kr. 448.00. Sól dauftans Sigurður A. Magnússon hef- ur sent frá sér þýðingu á grískri skáldsögu, Sól dauðans, eftir Pandelis Prevelakis, einn fremsta nútímahöfund Grikkja. Hann er fæddur á Krít 1909, lauk doktorsprófi við háskól- ann í Salóníkí, en settist síðan að í Aþenu, var um skeið ráðu- neytisstjóri í gríska mennta- málaráðuneytinu, en var skip- aður prófessor í listasögu við Listaháskólann í Aþenu 1939. Um söguna segir þýðandinn í formála: „Fáum þjóðum ætti að vera auðveldara að skilja grunntón- inn í „Sól dauðans" en einmitt íslendingum — svo mjög sem honum svipar til viðhorfanna í íslendingasögum, einkanlega með tilliti til örlagatrúar, ætt- artengsla og hefndarskyldu. Umhverfið kann að vera fram- andi og ýmar siðvenjur fólks- ins skrýtilegar í okkar augum, en rauði þráðurinn í sögunni er hin mikla spurning um hlutfall- ið milli lífs og dauða, spurn- ingin um mennskar skyldur eia- staklingsins við lífið og með- bræður sína. Af þeim sökum á þessi rammgríska saga erindi hingað norðurá hjara verald- ar.“ Sól dauðans er 241 bls. að stærð, gefin út af ísafoldar- prentsmiðju og kostar krón- ur 274.00. * Ferftabók Olavíusar Ólafur Ólavíus var merkur athafnamaður á sinni tíð. Árið 1772 gaf hann út í Kaup- mannahöfn fyrstu útgáfu Njáls- sögu og um sömu mundir brauzt hann í að stofna prent- smiðju á íslandi, en Hólaprent- smiðja var þá eina prentsmiðja landsins, stjórnað af biskups- stólnum og gaf mestmegnis út guðsorðabækur. Fékk Ólafur leyfi til prentsmiðjustofnunar með því skilyrði, að hann gæfi ekki út guðsorðabækur. Stofn- aði hann síðan hina frægu Hrappseyjarprentsmiðju ásamt Boga Benediktssyni 1773, en hvarf þaðan árið eftir vegna misklíðar þeirra Boga. Ólafur fór rannsóknarferð til íslands á vegum stjórnaiinnar, og stóð hún yfir full þrjú sumur 1775—77, en á vetrum sat hann í Höfn og vann úr gögnum, sem hann hafði aflað um sumarið. Ferðabók sinni lauk Ólavius 1779, og var hún gefin út í Kaupmannahöfn árið eftir. Nú kemur Ferðabók Ólavíus- ar í fyrsta skipti út á íslenzku, fyrra bindið, sem fjallar um landshagi í ísafjarðarsýslu, Strandasýslu, Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Steindór Steindórsson menntaskólakenn- ari þýddi bókina og segir m. a. í formála: „Bók Ólavíusar er fjarri því að vera ferðasaga, og hún er ekki vísindarit í orðsins venjulegu merkingu. Ferðir hans eru raktar svo stuttaralega sem auðið er í upp- hafi bókar, og síðan vitum við ekkert um þær, né hvernig hann fór um landið. Bókin er skýrsla til stjórnarvaldanna um athuganir höfundar. Ferðabók Ólavíusar er 330 blaðsíður að stærð, gefin út af Bókfellsútgáfunni og kostar kr. 448.00. Kúrdistan ... Framhald af bls. 15. Þeir sem fróðastir eru taldir um þessi mál, skýra svo frá, að Arif hinn írakski forseti hafi sótt fast að ná fullri ein- ingu íraks og Egyptalands strax, en Nasser, sem ætíð hef- ur sýnt orð sín og hugsun standa nærri veruleikanum en leiðtogar íraks lífs og liðnir, hafi fremur kosið að sameining þessi gerðist stig af stigi. Áður en hún geti orðið alger verði írakar að leysa innanlandsmál sín, en þar er deilan við Kúrda efst á blaði. Og að því er Mustafa Karadagi aðalráðu- nautur Barzanis í utanríkis- málum sagði mér, hafði Nasser skýrt honum svo frá, er hann var í Kaíró fyrir nokkrum vik- um erinda Barzanis, að Arif hafi fullyrt við sig, að nú væri kominn á friður í Kúrdistan og þetta erfiðasta vandamál íraks því leyst. En vopnahlé er annað en friðarsamningar og Kúrdum og líklega Nasser líka, sem kúr- dískir sendimenn sögðu mér allt aðrar og betri sögur af en ráðamönnunum í Bagdad, er vel Ijóst, að lausn kúrdíska vandamálsins í írak hefur að- eins verið skotið á frest. Hlé þetta hefur þó komið Kúrdum vel, þótt Barzani hafi sætt nokkurri gagnrýni meðal landa sinna fyrir að ganga að því án fullrar tryggingar fyrir því, að raunverulega yrði geng- ið að kröfum þeirra. í fyrsta sinn í þrjú ár hefur verið hægt að ná inn heilli uppskeru, og byggður hefur verið upp tölu- verður hluti þeirra þorpa og bæja, sem lagður hafði verið í rúst í nær þriggja ára borg- arastyrjöld. Bagdaðstjórn hafði raunar lofað miklum fjárstyrk til uppbyggingarinnar, og bændur fengu eyðublöð að fylla út, en ekki hefur fjárstyrkur- inn komið enn, og býst enginn lengur við honum. „Þúsund loforð og annað ekki“, sagði Barzani við mig, er ég innti hann eftir viðbrögð- um stjórnarinnar við kröf- um og málaleitunum Kúrda. Kenndi biturleika í rödd þessa fyrirmannlega leiðtoga Kúrda, sem þekktur er fyrir spartversk og hnyttin svör ekki siður en fyrir herkænsku sína og þrek, sem gert hefur honum kleift að berjast fyrir sjálfstæði og réttindum Kúrda í 33 ár og lifa enn, þótt reyndar hafi hann verið 11 ár af þeim tíma í fangelsi og önnur 11 ár i út- legð. Ríki í ríkinu. Þingið við Ranya var svar Kúrda við hinum þúsund inni- haldslausu loforðum. Til eins- kis var að biða eftir svörum frá Bagdad, auk þess sem loforð og svör úr þeirri átt, jafnvel Framhald 4 bls. 26. 19 FALKiNN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.