Fálkinn - 03.05.1965, Qupperneq 6
Horn Úlfs, sem minnzt er á í greininni, er geymt í dóm-
kirkjunni. Talið er, að skreyting hornsins sé af persneskum
uppruna.
í JÓRVÍK KOM EGILL
SKALLAGRÍMSSON A
FUND ÞEIRRA EIRÍKS
BLÓÐAXAR OG GUNN-
HILDAR DROTTNINGAR
OG ORTI „HÖFUÐLAUSN
Gömul gata f Jórvík, Peter Gate. Það er einkenni á borg-
inni að dómkirkjan, sem er helguð sánkti Pétri, sést hvaðan-
aeva að.
jtltm Smehetí '
HÖFUÐ
HVERT mannsbarn á íslandi
hefur sennilega einhvern
tíma lesið um borgina York,
eða Jórvík, þar sem Egill
Skallagrímsson kom á fund
þeirra Eiríks blóðaxar og Gunn-
hildar drottningar og orti
Höfuðlausn. Auk þess hafa
margir íslenzkir sjómenn lagt
leið sína inn Humrafljótið eins
og Egill, annað hvort til
hafnarbörgarinnar Hull (sem
heitir Kingston-upon-Hull réttu
nafni) eða þá til Grímsbæjar
hinum megin við fljótið. Þaðan
er ekki langt til hinnar gömlu
höfuðborgar og erkibiskups-
stóls Norður-Englendinganna,
en þar eð Jórvík liggur svo-
lítinn spöl frá þjóðveginum, er
hún ekki eins vel kunn íslend-
ingum eins og hún á skilið,
bæði sjálfrar sín vegna og sök-
um þess, hvað hún hefur náin
tengsl við norræna kynstofn-
inn.
Þegar Rómverjar komu til
Bretlands fyrir um það bil 20
öldum, stofnuðu þeir nýlendu
á suðurhluta eyjarinnar. Hún
var undir stjórn borgaralegra
embættismanna, er höfðu aðal-
setur sitt þar sem vegurinn frá
meginlandinu fór yfir ána
Temps, en þar hét Londinium.
Til lands þess, sem heitir nú
Skotland, náðu þeir aldrei að
ráði, en byggðu mikinn múr
þvert yfir landið milli stranda,
til þess að halda Skotum i
skefjum, en um allt Norður-
England var stríðsástand milli
þeirra og fjölda keltneskra ætt-
bálka, er vildu ekki lúta Róma-
veldi, og var þetta lengi hern-
aðarsvæði undir stjórn hers-
höfðingja.
T RIÐ 70 sendi keisarinn Ves-
pasianus vin sinn, Quin-
tus Petillius Cerealis, norð-
ur á bóginn til þess að bæla
niður hinn herskáa Brigantes-
ættbálk. Quintus þessi var hers-
höfðingi yfir hinni frægu 9.
(spænsku) herdeild, sem hafði
sigrað Búdiccu, drottningu ceni-
ættbálksins, er hún skar upp
herör gegn Rómverjum. Hann
fór norður með herdeild sína
og valdi sér vígi gott og aðal-
bækistöðvar þar sem tvær ár
renna saman. Hann kallaði stað
þennan Eboracum og lét reisa
þar tjaldbúðir og virki.
Eftir nokkur ár varð tjald- t
búðin að kastala, umkringd-
um steinmúr og með turni við
hvert horn. Hér bjuggu keisar-
arnir Hadrianus og Severus um v
skeið, auk Constantiusar, er dó
í Eboracum, og þá var sonur
hans Constantinus — sá, sem
byggði Miklagarð og sneri
Rómverska heimsveldinu til
kristinnar trúar — nefndur
keisari þar fyrir hernum. Hluti
af múr Rómverjanna og einn
turn ferkantaður standa enn í
dag.
EN þegar fjórar aldir voru
liðnar frá komu Rómverj-
anna til Bretlands, urðu her-
deildirnar að hverfa aftur til
Rómaborgar, sem var í hættu
stödd, og eyjan varð herskáum
víkingum handan Norðursjáv-
ar að bráð. Meginhluti lands-
ins var numinn af germönsku
þjóðflokkunum, Englum, Söx-
um og Jótum frá Danmörku
og Norður-Þýzkalandi, er stofn-
uðu hver sitt konungdæmi. *
Varð þá Eboracum að forn-
enskri Eoforwic og höfuðborg
ríkis Englanna á Norðhumra-
landi.
Englarnir voru heiðingjar og
blótuðu Þór og Óðin. En til
er saga um Gregorius páfa
mikla í Rómaborg, að hann
gengur einn dag á torg nokkurt
og sér, þar sem verið er að
selja útlenzka þræla á mark-
aðnum, og meðal þeirra drengi
nokkra ljóshærða og bláeygða
frá Norðhumralandi. Þá spyr
páfi, hverrar þjóðar drengirnir
séu, og honum er sagt, að þeir
séu Englar frá Bretlandi. Svo
segir hann, ,Non Angli sed
angeli1 — Ekki Englar frá Bret-
landi, heldur Englar frá himna-
ríki, ættu þeir að kallast1, —
og þegar hann fréttir að þetta
fólk sé heiðið, ákveður hann
strax að senda trúboða til Bret-
lands.
Fyrsti trúboðinn var Águst-
inus, er stofnaði kirkju í Kant-
araborg, höfuðstað Jótanna í
Kent á Suður-Englandi. Engl-
arnir í Norðhumralandi voru
heiðingjar enn. Konungur