Fálkinn - 03.05.1965, Page 9
HUGLEIÐINGAR UM HJÓNABANDID
HAMINGJUSÖM BRÚDHJÖN - SVÖ BYRJA IIIDINDIN
Félagsfræðirann-
SÓK.NIR eru enn á algeru
frumstigi hér á landi, og ís-
, lenzkar hagskýrslur æði þög-
Ular um marga þá þætti mann-
lífsins, sem ekki eru síður
mikilvægir en að draga fisk úr
sjó eða stunda búskap. Þannig
ef ákaflega erfitt að átta sig á,
hve tíðir hjónaskilnaðir eru á
íslandi. Þeir koma að vísu all-
ir til skila í skýrslum, en gall-
inn er sá að hérlendis er það
svo algengt, að fólk setji upp
bú „gangi í hjónaband", án
þess að leita staðfestingar á
hjúskapnum, að þær tölur, sem
hagskýrslur birta, geta gefið
mjög villandi upplýsingar. Það
mun þó vera rétt, að sambúð
og hjúskapur endist hér betur
en í þeim nágrannalöndum, þar
sem aðstæðum og viðhorfum
svipar mest til þess, sem við
eigum að venjast. En þróunin
er þó sú sama hér og annars
staðar, að hjónaskilnuðum
fjölgar tiltölulega og á sjálf-
sagt eftir að fjölga enn eftir
því, sem meiri stórborgarbrag-
ur verður á lífi þess rúma helm-
ings þjóðarinnar, sem búsettur
er í Reykjavík og næsta ná-
grenni.
Og sú staðreynd ætti að
verða mönnum aðvörun um að
hugsa sig vel um áður en í
hjónabandið er gengið. Félags-
fræðingar hafa skýringar á
reiðum höndum á því, hvað
það er, sem eykur líkur á því,
að upp úr hjúskap slitn-i:
Sé menntun makanna og al-
menn áhugamál mjög mismun-
andi, hafi þeir að baki sér
mjög ólíka reynslu, séu kröf-
ur þeirra til lífsins í veiga-
miklum atriðum frábrugðin,
þá aukast líkur á hjónaskiln-
aði.
Erlendar rannsóknir benda
einnig til þess, að því yngri
sem konan er þegar til hjú-
skaparins er stofnað, því lík-
legra sé, að hann endi með
skilnaði. Allvíðtæk rannsókn,
sem gerð var í Kaupmanna-
höfn, benti til þess, þótt sum-
um kunni að virðast það ein-
kennilegt, að húsmæður, sem
ekki vinna utan heimilis, geta
fremur búizt við því en hinar,
að hjónaband þeirra endi með
skilnaði.
FLESTU nýgiftu fólki finnst
mikið spunnið í maka sinn.
Aðdráttarafl holdsins er þá
oftast meira en það verður
nokkru sinni síðar, og hverjum
finnst það ekki óblandin
ánægja að kynnast náið ann-
arri manneskju, sem maður
hefur þegar laðazt að?
En það er gömul saga, að
1. GREIM
ástarvíman varir sjaldnast
lengi, þótt ef til vill sé full
mikið sagt í þessari sögu: ,,Fá-
ir þú þér flösku á brúðkaups-
daginn og leggir í hana baun
í hvert sinn, sem þú og konan
þín njótist fyrsta hjúskaparár-
ið, en takir úr henni baun í
hvert sinn, sem það gerist árin
sem á eftir koma, verður flask-
an aldrei tóm.“
En ekkert hjónaband endist
til frambúðar á kynlífinu einu
saman. Og sá leiði makanna
hvors á öðrum, sem að lokum
veldur skilnaðinum á sér ekki
eingöngu, og jafnvel ekki aðal-
lega, kynferðislegar orsakir.
Hver eru upptök þessa leiða?
FLEST hjón ræða saman um
alla heima og geima í byrj-
un hjúskaparins (það er ástæða
til að taka þetta fram, því að
svona er þessu alls ekki varið
alltaf þegar fram í sækir). Þau
skiptast á daglegri reynslu
sinni, fitja upp á ýmsum efnum
til að kanna viðbrögðin. Smám-
saman kemur á daginn, hvað
þau eru sammála um og hvað
skilur á milli. Hvort um sig
finnur viðkvæma bletti á hinu,
og oft er það svo, að vissum
umræðuefnum er bægt frá,
verða eins konar tabú, bann-
helg, vegna þess að annað hvort
hjónanna vill ekki um þau tala.
Þessi forboðnu umræðuefni
geta haft mjög neikvæð áhrif
síðar meir, því að þau eru eins
konar sprengiefni, sem gripið
er til þegar síðarmeir fer að
kastast í kekki. Við skulum til
dæmis segja að eiginkonan hafi
áður átt einn eða fleiri elsk-
huga og hún finnur á sér, að
aðeins tilhugsunin um þá gerir
manninn afbrýðisaman, þá kýs
hún náttúrlega helzt, að liðið
sé gleymt og grafið.
En ef einn góðan veðurdag
fýkur nógu mikið í hana, þá
getur hún átt það til að hrópa
til hans fullum hálsi: — Já, ég
hef kynnzt mörgum karlmönn-
um og þeir voru allir miklu
skemmtilegri en þú!
En við höfum farið of hratt
yfir sögu. Smám saman kemur
að því, að umræðuefnin eru
á þrotum. Þeir eru margir, sem
ekki nenna að ganga í endur-
nýjun lífdaganna. Það þarf tals-
vert að leggja á sig til að kynn-
ast nýjum viðhorfum, og eiga
það á hættu að þurfa jafnvel
að horfa á hlutina frá öðru
sjónarmiði en menn voru van-
ir.
Maðurinn kemur heim úr
vinnunni eftir langan erfiðis-
dag (og er það ekki svo um
flesta nú orðið?) Það kann vel
að vera, að hann hafi um dag-
inn kynnzt ýmsu nýstárlegu,
sem honum finnst sjálfum æði
merkilegt, en hann nennir ekki
að fara að lýsa því öllu fyrir
konu sinni.
En ekki er ýkjalangt frá
þeirri stundu, að hjón hætta
að leggja það á sig að segja
hvort öðru skemmtilega frá því,
sem þeim býr í brjósti, til þess
tíma, að þau leggja niður al-
menna kurteisi í daglegri um-
gengni sinni.
AÐ er gömul reynsla, að
þegar hjón eru farin að
fá leiða hvort á öðru standandi
eða sitjandi, þá taka þau leið-
ann með sér í rúmið (ef hann
var þá ekki þar fyrir).
Menn skyldu kannski halda,
að kynmök, sem ekki gera í
sjálfum sér miklar kröfur til
eiginlegra orðaskipta væru ein-
mitt vel til þess fallin að bæta
það upp, sem á skortir á öðrum
sviðum. Það halda líka margir.
En þessu er þó ekki þannig
varið yfirleitt. Það eru helzt
karlmennirnir, sem hafa trölla-
trú á, að í bólinu sé að finna
lausn á öllu vandamáli hjóna-
bandsins: „Ef ég get bara kom-
ið henni i bólið, þá hættir hún
líklega þessu nöldri.“
Framh. á bls. 35.