Fálkinn - 03.05.1965, Qupperneq 19
á þessa lund: „Þegar ég athug-
aði hinn dauða líkama hennar,
sem sé höndurnar upp að hand-
leggjum og andlitið, þá votta
ég, að á andliti hennar sá ekk-
ert, nema varir hennar voru
svartbláar, og á hvorri hönd
Voru tveir bláir blettir, stærri
bletturinn á hendinni, en minni
bletturinn dálítið hærra upp í
áttina til handleggsins. Líkami
hennar var að mínu viti alls
staðar mjúkur og liðugur."
Framburður heimafólks Fuhr-
manns var heldur ruglingsleg-
ur og andstæðukenndur. Gunn-
hildur Hemingsdóttir vinnu-
kona, er stundaði Schwartzkopf
í veikindum hennar og þjónaði
henni, varð til dæmis tvísaga
fyrir réttinum. Hún viðurkenn-
ir ekki í fyrstu að Maren hafi
orðið veik, en síðar játar hún
það. Sama er að segja um
það, hvort Schwartzkopf hafi
minnzt á eitrið. í fyrstu segir
hún, að svo hafi ekki verið,
en fellur frá þeim framburði
og segir, að ungfrúin hafi
minnzt á það, að sér hafi verið
gefið eitur og sé hún veik af
því og hafi kerlingin gert það.
En ekki kvaðst Gunnhildur
hafa haft hugmynd um þá við
hverja hún átti.
Maren Jespersdóttir játar, að
hún hafið búið til grautinn og
vöflurnar og borið þær fram
fyrir Schwartzkopf, og hafi
enginn fjallað um þennan mat,
nema hvað hún ekki fortekur,
að ungfrú Hólm hafi ekki stráð
sykrinum á grautinn, því það
hafi hún stundum gert. Hún
kveðst hafa bragðað á grautn-
um, þótti hann svo góður, að
hún vildi gjarnan borða af hon-
um meira, og sé fjarri því, að
'sér hafi orðið meint af honum,
en hins vegar sé satt, að hún
hafi orðið veik um þetta leyti,
bæði fyrir og eftir, og hafi það
stafað af tíðateppu. Hún ber
það, að hún hafi heyrt
Schwartzkopf minnast á eitur-
byrlun, og að það hafi verið
í grautnum, en hefði þó horfið
frá því. Um hænuna ber hún,
að hafa sjálf fargað henni, og
það væri fjarri því, að hún
hefði verpt undarlegu sprekkl-
óttu eggi, heldur því fram að
það hafi verið kalkskurnar-
laust eins og ekki væri dæma-
'laust. Hvað sjúkdómi Schwartz-
kopf við kom, ber hún, að hún
hafi sagt sér, að hún væri með
óheilbrigt blóð, og vildi um
tíma láta taka sér blóð, en
hvarf frá því. Einnig hafði hún
kvartað um, að hún væri með
skyrbjúg, og hefði holdið á
fæti hennar ekki risið á ný,
þegar Maren þrýsti á það. Jafn-
framt hafði hún kvartað undan
því, að hún væri máttlaus í
vinstri hlið, eins og hún hefði
fengið slag, og stundum hefði
hún þótzt vera með höfuðverk.
Hún viðurkenndi ekki að hafa
beðið madömu Kjær að útvega
galdramann. Hún var látin
vitnað um það, hvernig tunga
Schwartzkopfs hefði verið í
banalegunni, og kvað hún hana
hafa verið hvíta og sprungna,
en líkið taldi hún, að hefði
verið mjög stirt.
Þessi ummæli Marenar um
útlit líksins, urðu til þess, að
Níels Kjær hreyfði mótmælum,
að hún vitnaði nokkuð gegn
eiðfestum vitnisburði konu
hans, og virðist þá hafa verið
hætt að spyrja hana. Sennilegt
er, að Kjær hafi í þessu notað
sér ákvæði norsku laga, og
komið með því í veg fyrir frek-
ari rannsókn væri gerð um
mikilvæg atriði málsins. Til
dæmis er líklegt, að síra Hall-
dór á Útskálum hafi komið til
Schwartzkopfs í lækniserind-
um, því hann var þekktur og
laginn læknir. Annað erindi
hefur hann trauðlega átt til
hennar, því að hann var prest-
ur langt í burtu. En úr læknis-
erindi hans hefur ekkert orð-
ið, sennilega af þrályndi ung-
frúarinnar. En af þessum sök-
um hefði framburður hans ef
til vill orðið þýðingarmikill,
hefði hann verið látinn vita
nánar um veikindi hennar.
Þess er skylt að geta, að Fuhr-
man amtmaður skipaði Jón
Þorsteinsson klausturhaldara
verjanda Katrínar Hólms, og
lagði hann margar spurningar
fyrir vitnin, sem urðu mjög
bætandi fyrir málstað hennar.
Jón var vinur Fuhrmanns amt-
manns, enda á snöpum eftir
embætti úr hendi hans. Hann
virðist hafa staðið sig vel sem
verjandi í málinu, enda lagði
Fuhrmann ráðin á, eins og síðar
varð ljóst um niðurstöðu máls-
ins í dómi.
11.
Rannsókn málsins var hvor-
tveggja í senn erfið og flókin,
og var umboðsdómurinn að
störfum þrjár vikur. En árang-
ur varð ekki sem erfiðið, því
að Hákon sýslumaður og síra
Þorleifur urðu brátt ósammála,
og lenti í deilum milli þeirra.
Um ágreiningsatriðin er ekki
fyllilega ljóst af heimildum, en
líklegt er, að þau hafi fyrst
og fremst sprottið af því, að
Hákon hafi þótt Þorleifur draga
Framh. á bls. 32.
FALKINN
19