Fálkinn - 03.05.1965, Síða 23
•o
AÐ l»ESSU SINNI brugðum við okkur I tízkuverzlun-
ina Fix, Laugavegi 20* a, til að sjá hvað þar væri á
boðstólum. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum,
er það ýmislegt, allt frá sportlegum heimafatnaði
upp í glitrandi samkvæmiskjóla. Sumt kemur tilbúið
frá útlöndum. en annað er saumað á saumastofu
verzlunarinnar undir umsjá Halldóru Stefánsdóttur
kjólameistara er sér um teikningar og snið. Mest
mun keypt af liinum vinsælu ensku Biford peysum
sem hæfa vel íslenzku loftslagi allan ársins hring,
og sjáið þið hér tvö sýnishorn. Myndirnar eru teknar
á heimili Einars Eyfells verkfræðings, en módelin eru
Kristín Sigurðsson og Edda Stefánsson.
1 KRISTÍN SIGURÐSSON í tvílitri Biford peysi lambsuli, grárri og svartri með rúllukraga ( kr. 972.00) og gráu tweedpilsi (kr. 790.00). ► i úr verð
*
KRISTÍN
SIGURÐSSON
í síðum samkvæmis-
kjól eftir allra nýj-
ustu tízkú. Blússan er
úr gullkögri og pils-
ið úr svörtu silkiflau-
eli (verð kr. 5.700.00).
Kjóllinn er saumaður
hér.
i
KRISTÍN
SIGURÐSSON
I glæsilegum eirrauð-
um pallíettukjól. Efnið
er eins konar pallíettu-
hekl, og kjóllinn er
saumaður hér. (Verð
kr. 7.400.00).