Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Page 24

Fálkinn - 03.05.1965, Page 24
(£J © CoJ CoJ X) (jJJ (§) Jj? V W* inort Walker • Stúlkan sem reyndi Framh. af bls. 21. vöskum, finnst yður þá ekki jaðra við óheiðarleik að láta eins og þér séuð hjúkrunarkona á heilsuhæli?“ „Nei, stúlkum finnst slíkt ekkert óheiðarlegt," sagði ég. „Þær kalla það að setja upp spariandlitið. Og verið þér nú sælir, hr. Dean.“ Hann smeygði sér í jakkann. „Það væri kannski meira ró- andi fyrir Christopher að horfa á yður,“ sagði hann um leið og hann gekk út, „ef þér væruð í eins litlum skóm á báðum fótum.“ Klukkan sjö þegar dyrabjallan hringdi, var kvöldverður- inn tilbúinn, kampavínsflaskan ísköld í silfurskálinni með ís- molunum, og ég komin í mosagrænan kjól og mosagræna skó — báða með sama lit „Komdu inn, elsku Christopher,“ sagði ég með hljóðlátri blíðu, „komdu inn...“ E" G sá Martin Dean ekki aftur fyrr en þrem mánuðum seinna. Það var á laugardagsmorgni þegar ég var að baksa við að koma Næturljóði nr. 3 inn í lyftuna. Einhver tók það úr höndunum á mér. Ég leit upp, og þarna var hann kominn. Hann horfði um stund á myndina og lyfti síðan brúnum spyrjandi. „Það gekk ekki með Christopher?“ „Nei,“ svaraði ég og þrýsti á jarðhæðarhnappinn. „Stíflaðist vaskurinn aftur?“ „Nei, nei, ekkert svoleiðis," svaraði ég hægt, því að ég var eiginlega ekki búin að gera mér grein fyrir ástæðunni. „Kannski var ég fullróandi. Þessi neisti mill okkar — það getur verið, að ég hafi svæft hann svefninum langa með allri kyrrðinni.“ 24 FÁLKINN Martin fór að hlæja. Hann hafði viðfelldinn hlátur, mjúkan og dillandi, svo að ég hélt áfram: „Við rifumst ekki neitt. Hann virtist ósköp ánægður að sitja þarna og totta pípuna sína meðan ég læddist á tánum í kringum hann — en mér datt allt í einu í hug, að það yrði ekki skemmtilegt í hjónabandinu ef hann sæti alltaf eins og drumbur og léti mig snúast við sig.“ „Ég er viss um, að þú hefur rétt fyrir þér þar,“ sagði Martin. VIÐ skildum sem vinir. Ég veit, að Þér finnst ég óheiðar- leg, en ég myndi aldrei giftast manni nema ég væri ástfangin af honum.“ „Það léttir steini af hjarta mínu,“ sagði hann. „Hvar er listaverkabúðin?“. „Sjötta þvergata héðan, en þú þarft ekki að hjálpa mér. Þér veitir ekki af að spara kraftana til að glíma við þetta mælaborð þitt.“ „Ég er í frii núna. Vísaðu mér til vegar. Ertu búin að hengja djöflagrímurnar á sinn stað?“ „Nei, almáttugur. Ég ætla að reyna að fá leigt málverk af galeiðu næst. Ég kynntist dásamlegum manni frá Hampshire nýlega — af gömlum sjófaraættum. Hann heitir Joseph Armi- tage, og ættin hefur búið í sama húsinu frá 1742. Ég er svo hrifin af fólki með langa hefð á bak við sig. Hvað finnst þér?“ Martin anzaði engu. Ég hélt áfram: „Ég hef verið að skoða mína eigin ættar- tölu, og ég held, að ég sé fjarskyldur ættingi Nelsons. Fyndist þér það bera vott um snobbhátt ef ég minntist á það við Joseph?“ Hann leit á mig. „Nei, alls ekki. Vertu stolt af forfeðrum þínum.“ „En það er dálítið erfitt að koma því að í venjulegum sam- ræðum. Talið hefur aldrei borizt að Nelson.“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.