Fálkinn - 03.05.1965, Síða 25
CONSUl CORTINA
bílaleiga
magniisar
skipholii 21
súnar: 21190-21185
tfaukur (juiw*4AAQH
HEIMASÍMI 21037
MARTIN hleypti brúnum. „Veiztu, að ég hef alltaf verið
brjáláður í bláeygar stúlkur með dökkt hár? Synd, að
ég skuli aldrei hitta á þig óástfangna.“
Ég hló. „Það gæti aldrei gengið. Ég er ekki nógu tælandi
í sundbol."
Hann gaut til mín hornauga. „Láttu mig dæma um það.“
„Og ég gæti aldrei bundizt flugmanni. Flugmannskonur
verða að vera glaðar og óttalausar og kveðja menn sína með
geislandi dirfskubrosum."
„Þú hefur séð mikið af kvikmyndum?"
„Já, en þetta er alveg satt,“ sagði ég áköf. „Flugmenn verða
að eiga hugprúðar konur. Og ég er aumasta raggeit sem hægt
er að ímynda sér. Ég myndi gráta úr mér augun í hvert sinn
sem þú yfirgæfir mig og gera þig svo taugaóstyrkan, að þú
færir til Timbuktu í misgripum þegar þú ætlaðir til Parísar
og misstir atvinnuna fyrir vikið. Nei, nei, það gæti aldrei
gengið. Og svo held ég, að Joseph sé sá rétti. Hann hefur
yndislegt skarð í hökunni.“
Martin andvarpaði. „Jæja, hvað annað segirðu mér í frétt-
um?“
„Ég hef heklað einhver kynstur. Geraldine frænka kemur
á þriðjudaginn, og ég verð að hekla nýja armhlíf í stað þeirr-
ar sem fór í vaskinn. Ég hef auðvitað ekki tíma til að sitja
yfir því á kvöldin, svo að ég fer með handavinnuna á skrif-
stofuna og hekla allan matartímann. Ég hef ekki 'borðað heitan
hádegisverð vikum saman. Hérna er listaverkabúðin.“
Við skiluðum Næturljóði nr. 3, en ég fann enga galeiðu.
„Má ég bjóða þér í heitan hádegisverð?“ spurði Martin
þegar við komum út aftur. „Þú þarft samt ekki að gráta þegar
við kveðjumst."
Ég hugsaði mig um. „Ég skal borða með þér, ef ég fæ að
borga fyrir mig,“ sagði ég. „En viltu gera mér greiða fyrst —
fara heim til yfirmannsins míns og gefa hundinum hans? Hann
biður mig alltaf um það þegar hann þarf að fara eitthvað.“
„Er hundurinn hrifinn af mannakjöti?“
„Þetta er pínulítil tík,“ flýtti ég mér að segja. „En ég er
hrædd við hunda, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, og
hún hefur tvisvar bitið mig. Ekki mjög illa, en. .“
„Veit yfirboðari þinn, að þú ert hrædd við hunda?“
„Hamingjan góða, veiztu ekki, að einkaritarar verða að
vera máttarstólpar skrifstofunnar, óhræddir við alla hluti og
færir um að ráða fram úr hverju vandamáli?"
„Ja, þú ræður vel fram úr þessu,“ sagði hann. „Lætur bíta
mig í staðinn.“
It/I’ARTIN gaf tíkinni sem beit hann alls ekki neitt, og síðan
fór hann með mig í indælt veitingahús. Þegar við vorum
búin að panta matinn, hallaði hann sér aftur á bak og sagði:
„Jæja, segðu mér nú allt um sjálfa þig.“
„Um mig?“ Ég var hér um bil mállaus af undrun. Allir
vita, að stúlkur eiga ekki að tala við karlmenn um sjálfar
sig — það er grundvallaratriði. Ja. reyndar skipti það engu
máli þegar Martin var annars vegar, því að ég var ekki að
►
'am&Zs £hifrWcrur
stjornurnar
Kæri Astró,
Mig langar, eins og svo marga aðra að fá vitneskju um
framtið mína. Heilsufarið, fjármálin og ástamálin. Hvað eign-
ast ég mörg börn? Ég á einn lítinn dreng og langar til að
vita, hvernig maður hann verður?
Fyrirfram þökk. Rós.
Svar til Rósar:
Þú ættir að fara dálítið gæti-
legar í ástamálunum heldur en
þú hefur gert. Þú hefur plánet-
una Úranus í fimmta húsi ásta-
málanna, og eykur hann löng-
unina eftir rómantík og bendir
þar af leiðandi til að um fleiri
en eitt ástasamband verði að
ræða, sem þó geta orðið fyrir
skyndilegum truflunum. Úra-
nus hér bendir tíl' nokkuð
mikillar löngunar ■ til daðurs.
Satúrnus er einnig í fimmta
húsi og hefur nokkuð leiðinleg
áhrif á gang ástamálanna. Hins
vegar hefur þú bæði Júpíter og
Venus í sjöunda húsi hjóna-
bandsins, og bendir það til
gæfuríks hjónabands, en Plúto
er einnig í sjöunda húsi, svo
það er ávallt hætta á að upp
úr slitni skyndilega. Þetta á
sérstaklega við um, að þegar
þú hefur stofnað til hjúskapar,
þá mátt þú ekki fyrir nokkurn
mun láta eftir löngun þinni í
smá ástarævintýri utan hjóna-
bands. Það má búast við, að
eitthvað muni gerast í þessum
málum hjá þér á næstu tveim
árum. Þú minnist ekki á, hvort
maðurinn, sem þú talar um í
bréfi þínu, sé faðir drengsins
þíns. Þið eigið að vissu leyti
nokkuð vel saman, en það mun
alltaf verða nokkur hætta á
alvarlegum árekstrum milli
ykkar. Nú í sumar er að mörgu
leyti góðar afstöður fyrir þig
til myndunar ástarsambands,
sem gæti átt sér framtíð, en þú
ættir að athuga vel allar hliðar
málanna, því það gæti bara orð-
ið um að ræða annað barn og
ekki meira. Drengurinn þinn er
að mörgu leyti sterkur persónu-
leiki, og ég held, að ef þú býrð
nógu vel að honum, þá eigi
hann góða framtíð fyrir sér.
Þú skalt samt sem áður ávallt
tileinka þér fullkominn heiðar-
leika gagnvart honum og aldrei
reyna að blekkja hann á nokk-
urn hátt. Hann mun verða mjög
stoltur og má á engan hátt
blygðast sín fyrir uppruna sinn,
móður sína eða heimili. Þú get-
ur með hegðun þinni og breytni
við hann og aðra haft mikil
áhrif á hamingju hans. Hann
mun að öllum líkindum giftast
fremur seint, því honum mun
ekki verða sérstaklega létt að
mynda sambönd við hitt kynið.
Þú getur haft mikil áhrif á
líf þessa drengs bæði til góðs
og ills. Ég vona, að þér finnist
þetta ekki allt virka sem
skammir á þig, því það var nú
ekki tilgangurinn, en maður
hugsar stundum ekki nóg út
í það, hvað maður getur haft
mikil áhrif á líf barnanna með
eigin breytni. Þú munt að öll-
um líkindum hafa gaman af að
ferðast, og munu ferðalög verða
þér til ánægju. Um fjármálin
er það að segja, að þau munu
verða nokkuð breytileg, og er
dálítið undir hagsýni þinni
í meðferð fjármuna komið. Þú
hefur mjög sterkan Júpíter og
mun hann ávallt verða þér góð-
ur verndari, og gerir að mörgu
leyti líf þitt hamingjusamt. í
júlí 1966 færðu kannski tæki-
færi til að kynnast þeim manni,
sem yrði þér til mestrar gæfu.
FÁLKINN 25