Fálkinn - 03.05.1965, Qupperneq 27
J
ANN tók um úlnliðinn á mér og dró mig að sér. „Hér
hefur einhver verið að verki. Þetta er marijuana. Ég
hef. flogið nógu oft til Austurlanda til að þekkja plöntuna
þegar ég sé hana.“
Ég varð dauðskelkuð. „Hjálpaðu mér að losa mig við þetta.
Við skulum rífa það allt upp.“
„Góð stúlka,“ sagði hann og byrjaði að rífa upp úr öðru
keraldinu og ég úr hinu.
Ég var með fullar hendur af upprifnum plöntum þegar ég
fór að skoða ræturnar — ljósgular, mjóar og hálfvaxnar, en
^óumdeilanlega gulrætur. Ég æpti upp yfir mig, og þegar ég
eá framan í Martin, vissi ég, að hann hafði verið að gabba
jmig.
„Af hverju?“ grenjaði ég og barði hann af öllum kröftum
í brjóstið með gulrótaknippunum, og frjósamri moldinni rigndi
yfir okkur bæði. „Af hverju gerðirðu þetta?“
Ég ætlaði að berja hann aftur, en hann þreif um úlnliðina
á mér og hélt þeim báðum föstum með annarri hendi. „Af
því að ég þjáist af brjálæðiskenndum hvötum sem ég ræð ekk-
.ert við,“ sagði hann. Hann tók undir hökuna á mér með hinni
liendinni og kyssti mig á munninn.
Loks sleppti hann mér. „Þú ert andstyggilegt fyrirlitlegt
kvikindi, og ég hata þig!“ sagði ég, sneri mér við og hljóp
að stiganum.
„Ég skal senda þér kort frá Tokyo,“ kallaði hann á eftir
mér.
Ég stóð tuttugu mínútur undir steypibaðinu til að róa mig.
Þegar komið var að kvöldmatnum, hafði ég enga lyst. Ég tók
tvær aspiríntöflur og eitt glas af mjólk og skreið upp í rúm.
Klukkan þrjú glaðvaknaði ég og gat ekki sofnað aftur. Ég
kveikti ljós. Eina bókin á náttborðinu mínu var Mygla í laufi
og sveppagróður.
„Verst að eiga ekki eintak af Hundi læknis Lincolns,“ hugs-
aði ég.
Þá datt mér skyndilega í hug, að sjálf væri ég ekki annað
en hundur læknis Lincolns. Ég eyddi öllum mínum kröftum
í að umbreyta mér, svo að ég félli öðrum í geð — ég var
máttarstólpi fyrir yfirmann minn, heiðarleg piparmey fyrir
Geraldine frænku og garðyrkjustúlka fyrir Ben.
Ég leyfði engum manni að sjá nema eina hlið á mér, og
þá hlið fágaði ég og slípaði honum til þægðar, til þess að hann
sæi, að ég væri rétta stúlkan handa honum.
KANNSKI hafði ég aldrei hitt rétta manninn. Kannski hefði
einhver þeirra getað verið sá rétti, ef ég hefði leyft ást-
inni að þróast í friði. Vissi Martin þetta? Var hann að reyna
að segja mér það uppi á þakinu?
Það liðu tvær vikur áður en hann kom frá Tokyo. Ég
horfði á hann ganga yfir götuna. Hann var mjög karlmann-
legur í einkennisbúningnum sínum.
Ég beið hálftíma og fór síðan í nýja hvíta kjólnum mínum
og barði að dyrum hjá honum. Hann var kominn í gráar bux
ur og ljósa skyrtu. Hann leit stóreygur á mig.
„Sæll,“ sagði ég. „Ég kom til að vita hvort þú vildir fá
lánaða hjá mér bókina sem allir eru að tala um þessa dagana
— Daginn sem hundur læknis Lincolns beit póstinn.“
HANN bauð mér inn. „Ég hefði mjög gaman af að lesa þá
bók,“ sagð:. hann og settist á sófann. Hann sagði ekki
fleira, og ég sá fram á, að ég fengi enga hjálp frá honum í
þetta sinn.
Ég dró andann djúpt og byrjaði: „Ég missi stjórn á mér
ef hættu ber að höndum, ég þekki ekki rauðrófu frá rósakáli,
og ég hata flugvélar. Ég veit ekkert um stjórnmál, og ég
græt þegar ég þarf að kveðja fólk á járnbrautarpöllum. Ég
er kjáni, ég er bleyða, og ég er óheiðarleikinn uppmálaður."
Hann ákvað að koma mér til aðstoðar. „Ég ætlaði til Tokyo,
en villtist og fór til Timbuktu í misgripum,“ sagði hann. Þetta
var það stærsta sem við mig hafði verið sagt.
„Ef þú ert ekki þegar bundinn,“ sagði ég og settist í sófann
Framh. á bls. 35.
Síswsr enviK
eci fök i rsrE/NN
A LKOÓNfí, niin-
OtAyVAR é&SETT-*
OR I NN, FVRire.
AevfiKrt LTÓS-
LAUS- l'viy(?Kíili
IU If
FÁLKINN 27