Fálkinn - 03.05.1965, Page 28
Herra AUworthy ávítaði hana
harðlega fyrir framhleypni henn-
ar, en sneri sér síðan að Blifil
unga og spurði hann hvers vegna
hann hikaði við að svara spurn-
ingu sinni. Svaraði Blifil loks
og heldur seinlega, að vist væri
hann sekur um þetta, ef sekt
skyldi kalla og kvaðst biðja
frænda sinn fyrirgefningar, þar
eð hann vissi sig eiga reiði hans
yfirvofandi, svo vel þekkti hann
réttlæti hans. Og þegar herra
Allworthy krafði hann frekari
skýringa og heldur reiðilega,
kvaðst hann hafa sent lögfræð-
inginn á vettvang til að tala
máli Tom Jones við umrædda
náunga og reyna að fá þá til
að draga mesta broddinn úr
vitnisburði sínum, og hefði hann
goldið lögfræðingnum nokkurt
fé fyrir. „En þar sem ég þekki
svo vel réttlætisást þína, frændi,
að ég veit að þú kýst að glæpa-
maður fái þá refsingu, sem hann
hefur til unnið, gerði ég þetta
á bak við þig og bið þess nú
að þú látir reiði þína ekki bitna
á mér, en fyrirgefir mér þenn-
an mannlega veikleika."
Heimsmaðurinn Nightingale
kvað þennan framburð unga
mannsins koma vel heim við
það, sem sér hefði virzt.
Herra Allworthy varð það þá
fyrst fyrir að hann sneri sér að
ekkjunni; kvað henni ekki mak-
legt þó að hún fengi sannað að
þarna hefði hún í fljótfærni
sinni lagt illan grun á saklausan
mann.
Og nú fór eins og oft vill
verða, að reiði herra Allworthy
til Blifils unga snerist upp í enn
meiri ást á honum. Eftir þetta
kom honum ekki til hugar, að
orð heimspekingsins, þaú er
hann reit við dauðans dyr, gætu
á nokkurn hátt átt við Blifil
unga heldur væri þeim eingöngu
beint til meistara Thwackum.
Lýsti hann yfir því, að hann
fyrirgæfi Blifil unga heilshugar,
og væri það ekki í fyrsta skiptið,
sem göfgi hans segði til sín gagn-
vart þessum ógæfumanni.
Þegar hér var komið sögu,
stakk herra Allworthy upp á þvi,
að fenginn væri leiguvagn og
þau færu öll þrjú, hann Blifii
ungi og frú Miller að heimsækja
Tom Jones í dyflissunni. En þar
eð frú Miller vissi, að þar var
illa ástatt; gamli skólameistar-
inn sagði henni, að móðir Tom
Jones væri þar stödd og hörm-
uðu þau bæði hina óheyrilegu
synd, sem þau höfðu óafvitandi
drýgt, svo sáran að þau fengju
varla afborið — þá taldi hún
Öll tormerki á þeirri heimsókn
eins og á stæði. Bæði væri Tóm
Jones vart með sjálfum sér eftir
allt, sem hann hefði orðið að
reyna, og loks væri gamli mað-
urinn, þjónn hans, eitthvað las-
inn. Þegar herra Allworthy
heyrði, að þjónn Tom Jones væri
staddur í húsinu, lét hann þegar
kalla hann fyrir sig. Hlaut gamli
skólameistarinn að hlýða þvi
kalli þó að honum væri það
óljúft, þar sem hann taldi víst
að herra Allworthy mundi bera
kennsl á sig, hvað og varð, og
lét þó hvorugur á þvi bera
meðan aðrir voru viðstaddir. En
þegar þeir voru orðnir tveir
einir, var leiknum lokið og herra
Allworthy lét svo ummælt, að
sauðþrárri maður en skólastjór-
inn gamli mundi varla fyrirfinn-
ast; fyrr léti hann svipta sig
stöðu heldur en játa á sig það
brot, sem allir vissu hann sekan
um, siðan vildi hann telja heim-
inum trú um, að hann hefði
gerzt þjónn síns eigin sonar.
Kvaðst herra Allworthy ekki
skilja hvað honum gengi til með
slíku athæfi.
„Ég þykist heyra það, herra
minn,“ svaraði gamli skólastjór-
inn, „að þér séuð fyrirfram stað-
ráðinn í að hafa að engu orð
mín — og hvaða þýðingu hefur
það þá þó að ég hreyfi andmæl-
um? En einn er sá, okkur öllum
ofar, sem veit, að ég er ekki
faðir þessa unga manns."
„Hvernig má það vera,“ spurði
herra Allworthy, „að þú skulir
enn vilja neita þeirri sök, sem
var óvefengjanlega á þig sönnuð
— eða þarf frekari vitnisburðar
við en það, að þú ert hér í fylgd
með þessum unga manni, tutt-
ugu og átta árum eftir að um-
ræddir atburðir gerðust? Ég hélt
að þú værir farin úr landi, kann-
ski löngu dauður. Hvernig stend-
ur á því að þú vissir hvar þennan
unga mann var að finna?"
„Ef þér hafið þolinmæði til
að hlusta á mig, herra minn,
skal ekki standa á mér að segja
yður upp alla söguna," mælti
gamli maðurinn. Og þegar herra
Allworthy hreyfði ekki neinum
andmælum, hóf hann máls.
„Þegar yðar göfgi gerðist mér
andsnúinn og svipti mig skóla-
stjórastöðunni, og aðrir, sem ég
hafði átt einhver skipti við, sneru
einnig við mér bakinu — I von
um að þóknast þar með yðar
göfgi, geri ég ráð fyrir — og
eiginkona mín lézt, var ekkert
lengur sem batt mig við þann
stað, þar sem ég hafði áður átt
heima, svo að ég hélt á brott.
Um hrið dvaldist ég í Salisbury
hjá lögfræðingi nokkrum, ein-
hverjum þeim göfugasta manni,
sem ég hef fyrir hitt. Þaðan
hélt ég að nokkrum árum liðn-
um til annarrar borgar, þar sem
ég var einnig í þjónustu lögfræð-
ings í þrjú ár, og var hann ekki
hinum síðri að allri göfgi, en
um leið einhver sá glaðværasti
maður, sem ég hef fyrir hitt,,
Efftir llE\lff\ FðELDING
28
FALKINN