Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Page 29

Fálkinn - 03.05.1965, Page 29
v „Nóg um þaðgreip herra (^llworthy fram í fyrir honum. „Það sem ég vil vita er það hvernig á því stóð að fundum þínum og sonar þins bar saman aítur." „Það liðu mörg ár, áður en ég sá aftur þennan unga mann, sem yðar göfgi þóknast að kalla son minn, og munuð þér sjálfur vita það, þar sem hann dvaldist á heimili yðar allan þann tima. Eins og þér vissuð, stundaði ég rakaraiðn í hjáverkum með skólastjórastarfinu forðum, og svo að ég hiaupi yfir allt, sem ' gerðist í millitíðinni, er skemmst frá því að segja, að ég hafði fréttir af því fyrir rúmu misseri, að rakarinn í Gloucester hefði látizt, svo að ég fluttist þangað, keypti rakarastofuna af ekkju hans og greip aftur til míns gamla handverks. Þar hafði ég svo starfað í um það bil tvo mánuði, þegar unga manninn, Tom Jones, bar þar að garði." Gamli maðurinn lýsti því siðan nákvæmlega fyrir herra AU- worthy hvernig á því stóð, að saman bar fundum hans og Tom Jones, en þar sem áður er frá því öllu sagt, verður það ekki endurtekið hér. Bar hann hinum unga manni hið bezta orð í hví- vetna, og lét ekki hjá líða að geta þess hvílíka ást og virðingu hann bæri til herra Allworthy, og minntist hinn ungi maður hans jafnan, þegar hann heyrði góðs manns getið. Lauk hann . máli sinu á þessum orðum: „Nú hef ég sagt yður allan sannleik- ann, yðar göfgi.“ Endurtóik hann síðan að hann væri ekki faðir hins unga manns, frekar en hann væri „faðir páfans í Rómaborg" og kvað himnesk máttarvöld mega á sig það strangasta straff leggja, sem þau hefðu meinsæris- mönnum búið, ef hann segði þar i ekki satt. Bætti hann því við, að mikið vildi hann til þess gefa, að herra Allworthy færi eins villt um móðerni hins unga manns og faðernið. Þegar herra Allworthy innti hann nánar eftir hvað hann meinti með því, kom skelfingar- i svipur á andlit gamla mannsins, þvi að hann gerði sér ljóst, að hann hefði sagt of mikið og , kæmist nú ekki hjá að segja upp aila söguna um þá blóð- i skömm, sem þau mæðgin höfðu , drýgt óafvitandi. Það gerði hann í sem fæstum orðum, og varð herra Allworthy ekki síður skelf- ingu lostinn, þegar hann heyrði þá frásögn og kvað það furðu gegna, hvílíkar raunir máttar- völdin legðu á sumt fólk. Hafði hann vart sleppt orðinu, þegar hin umrædda, ógæfusama kona kom inn í stofuna, þar sem þeir sátu og ræddust við, en ekki bar herra Allworthy samt kennsl á hana, fyrr en hún vék sér að honum og sagði til sin, svo mjög hafði hún breytzt, þó að enn væri hún hin glæsilegasta kona. Kvaðst hún eiga sérstakt erindi við herra Allworthy, en því væri þó þann veg farið, að hún yrði að ræða við hann einslega, og væri þetta erindi hið mikilvæg- asta. Herra Allworthy bað gamla skólastjórann þá að ganga brott. Reis hann þegar úr sæti sínu, en bað konuna þess um leið og hann gekk til dyra, að sannfæra herra Allworthy um það, að ekki væri Tom Jones sonur sinn. „Það þarftu ekki að efast um að ég muni gera,“ svaraði konan, „og uggir mig, að hann sannfærist um fleira, sem honum mun koma á óvart, áður en samtali okkar lýkur,“ bætti hún við. Konan stóð þögul nokkra stund eftir að gamli maðurinn var farinn út. Og þegar herra Allworthy þótti þögnin helzt til löng orðin, gerðist hann sjálfur til að rjúfa hana, og hafði orð á að það hryggði sig að heyra ... en lengra komst hann ekki, þvl að þá greip konan fram I fyrir honum, og kvað hann mundi hryggjast meira yfir sínum eigin mistökum en hennar, þegar hún hefði sagt honum allt það, sem sér lægi á hjarta. „Viltu þar með gefa í skyn, að ég hafi haft gamla manninn, sem var að ganga út, fyrir rangri sök?“ spurði herra Allworthy. „Vissulega," svaraði konan. „Þér munuð ef til vill minnast þess, að ég lét þau orð falla við yður í þann tíð, að þér mynduð iðrast gerða yðar áður lyki. Ég hlýt að vísu að viðurkenna, að sjálf gerðist ég sek um freklega yfirsjón í því sambandi, en bæði hef ég þá afsökun, að ég var heit- bundin og að mig uggði ekki þá h.vílíkar afleiðingar það mundi hafa...“ „Haltu áfram máli þínu," svar- aði herra Allworthy, er konan gerði stundarþögn. „Þér munið eflaust eftir ung- um manni, Summer að nafni,“ mælti konan. „Hvort ég man,“ svaraði herra Allworthy. „Hann var sonur prests nokkurs, hins lærðasta og dyggðugasta manns, sem ég mat einkar mikils. En hvað kemur hann við þessa sögu?“ Konan svaraði ekki spurningu hans beinlínis. „Hann sótti lika flest til föður síns, því að göf- ugri manni hef ég ekki kynnzt, auk þess sem hann var allra ungra manna fríðastur og glæsi- legastur, þegar hann dvaldist hjá yður um nokkurt skeið, eftir að hann hafði lokið háskólanámi. Og er sárt til þess að vita, að hann skyldi deyja I blóma lífs- ins." „Þú ætlar þó ekki að gefa I skyn, að hann hafi verið faðir að barni þinu?“ spurði herra Allworthy, harla undrandi. „Ekki var hann það,“ svaraði konan. ,Nú?“ varð herra Allworthy að orði. „Hvað á þá allur þessi formáii að þýða?“ „Hann heyrir sögunni til, eigi ► Vex handsápan þrennskonar ilmur þrennskonar litur fálkinn 21

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.