Fálkinn - 03.05.1965, Síða 31
öllu gengiö, að ég skyldi gildna
undir beiti eins og lög gerðu ráð
fyrir; sjálf mundi hún gœta þess
að láta ekki sjá sig utan dyra
og segja upp þjónustustúlku
sinni, en móðir mín og ég ann-
ast hússtörfin eftir því sem nauð-
syn krefði. Þegar svo að því
kæmi að hún yrði léttari, áttum
við að taka á móti barninu,
móðir min og ég, því að hún
treysti yfirsetukonunni ekki til
að þegja við yður yfir leyndar-
málinu. Þegar barnið væri fætt
áttum við að fara með það heim
til okkar á laun, en ég að verða
„léttari" skömmu síðar og skyldi
þvi borið við, er yfirsetukonan
var ekki sótt, að fæðinguna hefði
borið svo brátt að, að ekki hefði
unnizt tími til þess. Síðar átti
ég svo að koma barninu inn á
heimili yðar, og var það allt
vandiega ráðgert, enda fór svo,
að allt gekk þetta eins og í
sögu segir, þegar til kom. Og
systir yðar var nógu kæn og
naut svo mikils álits í þorpinu,
að henni veittist auðvelt að
kveða niður allan grun, enda get
ég ekki sagt að um hann væri
að ræða. Og nú hef ég sagt yður
leyndarmálið, herra Allworthy."
Tók konan síðan öll himnesk
máttarvöld og alla dýrðlinga til
vitnis um að húii segði satt, „og
megi ég aldrei sáluhjálpar njóta,
en eilífa útskúfun hljóta, ef ég
hef sagt eitt orð ósatt hvað þá
meir.“
Herra Allworthy lét í ljósi
undrun sína, en lét þess um leið
getið, að hann efaðist ekki um
sannleiksgiidi sögunnar þó að
ótrúleg væri, .því að aldrei mundi
konan hafa getað borið fram
svo gild rök, þannig að ekkert
stangaðist á, ef hún hefði spunn-
ið þetta upp. Kvaðst hann og
minnast þess nú, að systir ,sín
hefði virzt hrifin af hinum unga
manni og það svo mjög, að
ég færði það einu sinni í tal
við hana, að ég mæti bæði föður
hans og sjálfan hann svo mikils,
að ég hefði ekkert á móti þeim
ráðahag — en hún lézt þá við
ekkert kannast og tók þannig í
það mál, að ég hreyfði því ekki
eftir það, enda lézt hinn ungi
maður ekki iöngu síðar. En
þannig fer það ævinlega; guð
afhjúpar ailt óviðurkvæmilegt
ráðabrugg manna fyrr eða siðar,
hversu kænlega sem þeir þykj-
ast hafa frá öllu gengið. En al-
rangt var það af systur minni
að biekkja mig þannig, og mikla
mæðu hefur hinn ungi systurson-
ur minn af því hlotið.“
„Svo vel þykist ég þekkja
hann,“ varð konunni að orði og
var ekki iaust við að hún roðn-
áði eiiítið í vöngum, „að hann
eigi eftir að verða yður til hins
mesta sóma, en sammála er ég
yður um það, að ef systir yðar
hefði iifað það að vita hvað son-
ur hennar hefur orðið að þjást
vegna stolts hennar og undir-
íerils, hlyti samvizka hennar að
hafa vaknað. En það verð ég að
segja henni til málsbóta, að hún
hafði oft orð á þvi að svo mikla
tryggð hefðuð þér tekið við
drenginn, að þér væruð honum
á allan hátt sem góður og göfug-
ur faðir, og mundi þvi engu
breyta þó að hún gengist við
móðerninu."
„Vist gerði hún rangt,“ mælti
herra Allworthy enn og verður
henni þó ekki um allt kennt.
Ekki á hún nema þá óbeinu sök
á þeirri ógæfu, sem hann hefur
ratað í og má hann sjálfum sér
um kenna, að hann situr nú i
dyflissu," maldaði hann í móinn.
„Að vísu,“ svaraði konan, „en
þar koma þó líka til vélráð
vondra manna, og ekki er mér
grunlaust um að þér eigið
skemmra til þeirra, en yður grun-
ar. Þar sem ég hef búið um
skeið með Fitzpatrick, manni
þeim, sem veittist að Tom Jones
og neyddi hann til að verjast
vopnum, er ekki nema eðlilegt,
að álitið sé að ég sé kona þessa
náunga og fyrir bragðið hef ég
orðið þess arna vísari. En svo
er mál með vexti, að til mín
kom lögfræðingur einn og bauð
mér aðstoð sina til að fá Tom
Jones dæmdan sekan um árás
og morðtilræði við mann minn,
eins og hann komst að orði, og
kvaðst hafa nóg fé handa á milli
frá vissum aðilum, til þess að
bera á dómara ef með þyrfti.
Það var fyrir heimsókn þessa
náunga, sem ég mundi ekki vilja
kalla dánumann, að ég komst að
raun um hver Tom Jones var,
en seinna hef ég svo fengið að
vita, að lögfræðingur sá, sem
hér um ræðir, heitir Dowling, og
er að því er ég bezt veit, lög-
fræðingur yðar.“
„Hann hefur þó ekki gefið i
skyn, að það væri ég, sem legði
fram féð?“ spurði herra All-
worthy.
„Nei, ökki vil ég gera honum
rangt til, þrátt fyrir allt,“ svar-
aði konan. „Hann nefndi engin
nöfn, en hins vegar gaf hann
ýmislegt i skyn.“
„Dásamlegt er það," varð
herra Allworthy að orði," „hvaða
vegi sá almáttugi velur til þess
að upp komist um svik og glæpi
manna. Ég á von á þessum um-
rædda lögfræðingi hingað innan
skamms; kannski er hann þegar
staddur hér í húsinu, og væri
mér þökk á því að þú staldraðir
hér við og yrðir viðstödd sam-
tal okkar.“
Hann hafði og varla sleppt
orðinu, þegar dyr voru knúðar,
og heldur óvægilega, en ekki var
lögfræðingurinn þar á ferð, held-
ur var það Western landeigandi
og ekki ódrukknari en hann átti
vanda til. Tilkynnti hann herra
Allworthy, að það væri komið á
daginn, að dóttir sin — sem
hann gaf auknefni úr dýrarík-
inu í því sambandi — hefði stað-
ið i bréfaskriftum við það óskil-
getna afkvæmi, sem herra All-
worthy hefði alið sem einn herj-
ans snák sér við barm, en sæti
nú i dýflissu fyrir morðtilraun
og yrði vonandi hengdur áður
en lyki. Kvaðst hann hafa kom-
izt að raun um þetta fyrir at-
beina systur sinnar, sem hann
kallaði þessa stundina hina göf-
ugustu konu, og að ráðum henn-
ar fyrirskipað, að rannsakaðir
yrðu vasar á klæðum dóttur sinn-
ar að henni sofandi — og þar
hefði hann svo fundið sönnunar-
gagnið, sem allt væri hið svívirði-
legasta. Kvaðst hann hafa dæmt
dóttur sina í stofufangelsi fyrir
framferði hennar, og innan
skamms mundi hann herða refs-
inguna þannig, að hún fengi þar
ekkert nema vatn og brauð,
þangað til hann hefði fengið
brotið þrákelkni hennar á bak
aftur, og fengið hana til að gift-
ast einhverjum heiðarlegum
sveitamanni. Bað herra All-
worthy landeigandann, þegar
hann fékk komið orði að fyrir
ofsa hans og mælgi, að stilla
sig um skeið og fela sér að tala
við ungfrú Soffíu. Tók Western
landeigandi því boði fegins hendi,
og kvað ástkæran nágranna sinn
manna líklegastan til að koma
viti fyrir kvensniftina.
Herra Allworthy endurtók lof-
orð sitt, en setti þó það skilyrði,
að landeigandinn leysti ungfrúna
tafarlaust úr fangelsinu. Komu
þá nokkrar vöflur á landeigand-
ann; kvað hann það varla þor-
andi, því að nú hefði Dowling
lögfræðingur tjáð sér, að ekki
væri einungis útilokað að fá
þrjótinn Tom Jones dæmdan til
Framh. á bls. 35.
ELOHÚS RÚLLAN
Húsmæður!
1001 eldhúsrúllan er
framleidd sérstak-
lega fyrir notkun i
eldhúsum ykkar og
hjálpar ykkur við
dagleg störf.
rJELAGSPRENTSWUNNAR
SPÍTALASTÍG 10 - (VIÐ OÐINSTORG)
ERU AFGREIDDIR MEÐ
DAGS FYRIRVARA
VANDAÐ EFIVIi
FALKINN
31