Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Page 32

Fálkinn - 03.05.1965, Page 32
• Jón Gíslason Pramh. af bls 19 um of taum Hólmgarðsmæðgna og Fuhrmanns amtmanns. Enn- í. emur er sennilegt, að Hákon hafi viljað halda sig við arf- teknar réttarvenjur og forna málsmeðferð og hafi viljað dæma í málinu eftir lögum landsins, en ekki norskum lög- um. En þegar hann kom ekki fram ætlun sinni né neinu sam- komulagi við síra Þorleif, þá yfirgaf hann dóminn. Þegar Hákon sýslumaður var hættur dómsstörfum, var auð vitað eðlilegast að beðið yrði SKARTGRIPIR trúlofunarhrlngar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 eftir því, að konungur skipaði að nýju mann í umboðsdóm- inn. En valdsmenn á þessum tímum og oft bæði fyrr og síð- ar létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Svo varð einnig í þessu máli. Fuhrmann amt- maður lét síra Þorleif dæma einan í málinu og sendi dóm hans ásamt málskjölum til Kaupmannahafnar. Jafnframt ritaði hann stjórnarvöldunum þar og bar Hákoni sýslumanni afarilla söguna, og greinir að hann og síra Þorleifur hafi lítt sinnt rannsókn málsins og dómsstörfum, sakir drykkju- skapar og slórað og stundað slark, meðan þeir áttu að vinna störf sín, er þeir voru skip- aðir tiL Athyglisverðast í dómi sira Þorleifs er, hvað hann dæmir Pál Kinch hart og er auðséð, að framburður hans er mestur þyrnir í augum Fuhrmanns. Hann dæmir Kinch frá lífi og eignum. Þetta varð til þess, að Kinch stefndi þeím Fuhrmann og síra Þorleifi, sem síðar verð- ur sagt. Þegar málsskjölin og dóm- ur síra Þorleifs Arasonar kom til Kaupmannahafnar árið 1726, þótti allt heldur ófullkomið og lítt nægjandi, og var gefið í skyn, að framkoma síra Þor- leifs og málsmeðferð hefði bein- línis hindrað réttan framgang málsins, þar sem hann aug- ljóslega dró svo mjög taum Hólmsmæðgna. Var því skipað að taka málið upp á ný, og skipaður maður í umboðsdóm- inn. Óvildarmenn Fuhrmanns amt manns í Kaupmannahöfn sáu sér nú leik á borði, og fengu Jón biskup Árnason skipaðan í umboðsdóminn, því nokkuð hafði skorizt í odda milli þeirra og þeir orðnir harðvítugir and- stæðingar. En þeim brást boga- listin í þessu. Þó Jón biskup væri harðlyndur og ákveðinn maður, var hann réttsýnn og sanngjarn, þegar á átti að herða. Umboðsdómurinn dæmdi Fuhrmann sýknan og grunlaust um að hann hefði gefið, látið gefa eða vitað til, að Schwartzkopf hefði nokkuð banvænt verið gefið fyrir and- látið, þrátt fyrir það, að vitnis- burðir sumra virtust ófagrir í garð Katrínar Hólms. Þessi dómur var staðfestur af hæsta- rétti. Þess skal getið, að ekk- ert vitnanna í Kópavogi hreyfði nokkurri grunsemd í garð Fuhrmanns amtmanns í mál- inu, en eflaust þótti mörgum nóg um, hve hann lagði sig í framkróka til varnar Hólms- mæðgum. En Fuhrmann amtmaður var ekki laus við Schwartzkopfs- mál, þó aðalmálinu lyki svo. Árið 1727 kom til landsins Páll Kinch, er þá var orðinn kaup- maður á Vestfjörðum. Hafði hann meðferðis hæstaréttar- stefnu á hendur Fuhrmann og síra Þorleifi Arasyni fyrir HANDBÓK 1965 HUSBYGGJENDA Vfir 200 síðna bók í stóru broti. Sniðin fyrir húsbyggj- endur og þá sem vinna að húsbyggingum. Skrifuð af sérfróðum mönnum um húsagerð. Kynning á byggingarefnum og skrá yfir seljendur vöru og þjón- ustu fyrir byggingariðnaðinn Seld í bókabúðum og gegn póstkröfu. — Verð kr. 198,50 (söluskattur innifalinn). HANDBÆKUR H.F. Póstbox 268 —Reykjavík. TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER GULLSM LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ dóm þann, er prófastur hafið dæmt hann. Síra Þorleifur var þá látinn. Hann drukknaði í Markarfljóti í ársbyrjun 1727. Varð þá amtmaður að fara utan, bæði sjálfs sín vegna og erfingja síra Þorleifs. Beið hann fullkominn ósigur í þessu máli, og var dæmdur til að láta úti við Pál Kinch 300 ríkis- dali, auk annarra bóta. 12. Erfitt er að ráða hið sanna í þessu máli, hvað raunveru- lega varð Schwartzkopf að aldurtila. Sjáanlegt er, að sam- tíðarmenn hér á landi hafa álitið, að hún hafi verið myrt, þó heimildir séu fáorðar um það, það er annálar. Síðar hef- ur sú skoðun komið fram, að hún hafi stytt sér aldur sjálf, til þess að hefna sín á Bessa- staðafólki. En sennilegt er, að hvorug þessara skoðana sé rétt. Og skal það rökfært nánar. Mjög er það ósennilegt, að Schwartzkopf hafi verið byrlað eitur í mat af Hólmsmæðgum. Þær voru báðar af lágum stig- um, ómenntaðar og virðast hafa verið illa upplýstar, og því lítt kunnað með slíkt að fara, þó að þær hafi getað aflað sér eiturs, sem fremur er ósenni- legt að þær hafi haft föng til. En hins vegar, er líklegt, að Schwartzkopf hafi sjálf álykt- að, að hún mætti búast við öllu hinu versta af Katrínu, enda sýna ummælin um orða- skiptin á milli þeirra, að Katrín var hinn versti orðhákur, eins og títt er um fólk, er lítt hef- ur umgengizt siðgáfað fólk. Nú er það víst, að Schwartzkopf hélt því að vinum sínum, eftir að hún var orðin veik, að sér væri byrlað eitur í mat. Tor- tryggilegt er, að hún sagði þetta aðeins þeim, er hún vissi fyrir- fram að hefðu samúð með 32 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.