Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Page 33

Fálkinn - 03.05.1965, Page 33
henni og vissu um framkomu Katrínar við hana. En hins veg- ar gat hún ekki um eiturbyrl- un við þá, sem hún þekkti ekki og gat ekki treyst fullkomlega. Leiðir þetta grun að, að hún hafi reynt að koma þessari sögu á kreik til þess, að not- færa sér hana síðar gegn Hólmsmæðgum, því hún var alis ekki úrkula vonar að ná giftingu með Fuhrmanni amt- manni, ef konungur skipaði honum að giftast henni. Leiðinlegt atvik varð á Bessa- stöðum um jólaleyti 1723. Fuhr- mann amtmaður hafði tekið sér fósturdóttur og hugðist ala hana upp sem sitt barn. Hét hún Guðrún Björnsdóttir. Svo vildi til að Guðrún hvarf, og fannst hún skömmu síðar látin í Bessastaðatjörn. Hjá því get- ur ekki farið, að Schwartzkopf hafi verið kunnugt um dauða stúlkunnar, og einmitt um svip- að leyti eða upp úr því hófust ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIDUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. veikindi hennar sjálfrar og hugarvíl. Ekki er ósennilegt að þessir atburðir hafi einmitt aukið á raunir hennar og ótta gagnvart Katrínu Hólm, sér- staklega þegar á það er litið, að haustið 1723 versnaði stór- um allt atlæti í hennar garð. Eitt af því fáa, er Cornelíus Wulf vitnar um frá eigin brjósti, er að honum hafi sýnzt að maturinn, er Schwartzkopf var gefin eftir að hún var nær því orðin einangruð, hafi að mestu verið ruður og úrgang- ur. Ekki er ósennilegt, að Katrín Hólm hafi ætlað sér að flæma Schwartzkopf frá Bessa- stöðum með því að gefa henni hálfóætan mat, og sýna henni í öllu sem verst atlæti. En þessi aðferð hefur sennilega leitt til annars, sem varð ör- lagaríkara. Allt bendir til þess, að Schwartzkopf hafi bilazt á geði eftir að hún varð þess áskynja að Fuhrmann amtmaður vildi ekki uppfyila dóm hæstarétt- ar og ganga að eiga hana. Þessi veiki hefur stóraukizt eftir að hún varð þess vís ofan á fyrri raunir sínar, að amtmaður var búinn að fá sér fylgikonu, þar sem var Karen Hólm. Fram- koma Schwartzkopfs við amt- mann sýnir þetta að nokkru eftir vitnisburði Wulfs land- fógeta, því hann greinir að ung- frúin hafi ásótt hann svo mjög, að hann hafi jafnvel neyðzt að slá hana. Jafnframt segir hann, að Fuhrmann hafi lokað hana inni og borið lykilinn á sér. Bendir þetta ákveðið til þess, að Schwartzkopf hafi verið í nokkurs konar stofufangelsi síðasta misserið, er hún lifði. Af ofangreindum rökum er líklegt, að Schwartzkopf hafi dáið eðlilegum dauðdaga af illu atlæti, illu fæði, aðbúð og ónógri hjúkrun í veikindum sínum. Ofan á það má álykta, að í verelsi hennar hafi verið kuldi eins og títt var í flestum húsum á íslandi í þennan mund, þar sem upphitun öll var ófullkomin. Þurfti því ekki mikið út af að bera, að útlend- ingur, er ef til vill var vanur góðu atlæti, fæði og umhyggju, veiktist, svo að banvæn yrði sóttin. En hin óvenjulega koma og erindi Schwartzkopfs til Bessastaða og furðulegur orð- rómur, er hún hafði að nokkru vakið sjálf, urðu til þess, að koma á stað orðræðum milli manna um að hér hefði verið framinn glæpur. Svo virðist að almenningur á Suðurnesjum á þessum tíma, eins og reyndar alltaf, tryði öllu illu á hina dönsku, er þjónuðu konungs- valdinu á Bessastöðum. Að lokum er vert að athuga aðstöðu Fuhrmanns svolítið nánar í sambandi við Schwartz- kopfsmál. Fuhrmann var norsk- ur að uppruna, eins og fyrr var greint. Hann hófst af sjálfum sér, vegna menntunar sinnar og námshæfileika og styrks húsbónda síns, er valdamikill var og hafði drjúg áhrif í kon- ungsgarði. En leið til frama fyrir slíka menn opnaðist í Dan- mörku eins og í fleiri löndum með tilkomu einræðisins. Ein- veldisstjórnin leyfði hæfileika- mönnum að spreyta sig i störf- um í þágu ríkisins, er aðals- menn voru einir kjörnir til áður. Þetta vakti afbrýði hjá aðlinum, og reyndi hann að setja gildru fyrir þessa menn á margvíslegan hátt og tókst það mjög oft. Þetta virðist einnig hafa ver- ið gert við Fuhrmann. Appol- lonía Schwartzkopf kærir mál sitt fyrst fyrir háskólaráðinu og fær umsögn þess eða dóm um heitrofið. Síðan er því vísað til hæstaréttar, og dómurinn fellur Fuhrmanni í óhag. Sýni- legt er að hinir aðalsbornu dóm- arar hafa ekki grátið, að Fuhr- mann fengi kárínur nokkrar, svo að fr'ami hans yrði stöðv- Framh. á bls. 35. w FÁLK.I NN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.