Fálkinn - 03.05.1965, Qupperneq 40
& Stúlkan í guiu
kápunni
i vtt, iva
D
YASHICA
minister
:Mest selda japanska myndavélin!
Hún er með innbyggðum cadium ljósmæli, fjarlægðarmæli, ljósopi f 2,8
og hraðastilli frá 1 sek. til 1/500.
YASHICA minester D er myndavél, sem hægt er að treysta. Yið höfum
margra ára reynslu af vélinni og tökum fulla ábyrgð á henni.
Kostar aðelns kr. 3665,- með leðurtösku.
Biðjið um skýringarblað.
^ETiM?
SíMi 2 0313 BANKASTRÆTI 4
Framh. af bls. 37.
„Frændi yðar var rekinn í
gegn með pappírshníf," sagði
Simmons. „Hvar lá pappírshníf-
urinn venjulega?"
„Á skrifborðinu. En ég held
ekki, að frændi hafi nokkurn
tíma notað hann, þvi að ég opn-
aði öll bréf fyrir hann.“
„Þegar þér og hr. Sayers kom-
uð hingað í dag, var hurðin þá
læst?“
„Já, það er smekklás á henni,
sem lokast á eftir manni.“
„Segið mér eitt, ungfrú Hart-
ley — er alltaf svona kalt á
skrifstofunni hjá frænda yðar?
Kælitækið var í fullum gangi.“
„Ég setti það af stað, áður en
ég fór heim. Hann bað mig um
það. Kannski hef ég stillt það
aðeins hærra en ég ætlaði.“
„Já, þannig hefur það verið,"
rumdi í Simmons.
Hann leit á Stein, lögreglu-
mann, og lyfti brúnum.
„Eftir að læknisskoðun hefur
farið fram, þarf að ganga frá
ýmsu, ungfrú Hartley. Á frændi
yðar nokkra náskyldarl ættingja
en yður, sem við gætum haft
samband við?“
„Nei, ég er nánasti ættingi
hans.“
„Jæja, þér heyrið þá frá okk-
ur.“
Loren stóð á fætur. Um leið
rak hún hendina í veskið sitt, og
það datt á gólfið.
Þar sem læsingin á því var
opin, féll mestallt innihaldið út.
Varalitur, greiða og spegill,
sömuleiðis peningaveski, allt
þetta valt út um teppið.
Og einnig miðinn frá efna-
lauginni.
Loren, Peter og Stein, lögreglu-
maður, beygðu sig öll niður í
einu. Loren tíndi upp varalit,
greiðu og spegil. Peter rétti
henni peningaveskið.
Stein tók upp miðann frá efna-
lauginni og fékk henni.
„Þakka yður fyrir,“ sagði
Loren.
—v—
„Hr. Hartley lætur eftir sig
heilmikið af peningum," sagði
Stein, lögreglumaður, eftir að
Loren og Peter voru farin. „Hef-
urðu heyrt hans getið íyrr?“
„Það er eins og mig minni það.
Og þessi ungfrú Hartley er nán-
asti ættingi hans ...“
„Að því er virðist, hefur hún
komið á skrifstofuna á hverjum
degi eins og aðrar stúlkur, sem
vinna úti,“ mælti Stein. „Hér
eftir þarf hún sennilega ekki á
þvi að halda."
Simmons kinkaði kolli. „Sú
hefur haft það náðugt að þurfa
ekki að vinna eftir hádegi á
föstudögum. Þó er auðvitað enn
betra að þurfa hreint ekki að
mæta í vinnunni framar ...“
„Það er ekkert á pappírshnifn-
um að græða, hr. Stein,“ sagði
einn lögreglumannanna. „Það
eru skorur í handfanginu, svo að
það koma aðeins fram brot af
fingraförum. Ekkert, sem við
getum notað.“
„Það datt mér í hug,“ anzaði
Stein. „Þegar öllu er á botninn
hvolft getum við ekki búizt við
að fá allt upp í hendurnar."
„Hún lítur út fyrir að vera
æfður golfleikari," sagði Simm-
ons. „Reyndar gæti það lika ver-
ið tennis. Að minnsta kosti hef-
ur hún þroskaða Vöðva.“
Stein brosti. „Eg sá ekki betur
en vöðvarnir á henni væru ákaf-
lega hrífandi."
Simmons brosti líka, en með
efasemdarsvip.
Stein gekk út að glugganum
og leit niður á götuna. Hann
opnaði gluggann og hallaði sér
út. Framh. í næsta blaði.
40 FÁLKINN