Fálkinn - 03.05.1965, Qupperneq 42
W Veiðimannabrauð
Framh. af bls. 38.
Rækjuostabrauð.
4 hveitibrauðsneiðar
2 pakkar hraðfrystar
rækjur
3 msk. majonnes
10-15 olívur
1 eggjahvíta
3 msk. rifinn ostur.
Smyrjið brauðsneiðarnar,
olívurnar skornar í sneiðar,
blandað saman við kryddað
majonnesið ásamt rækjun-
um. Salat þetta er látið á
brauðsneiðarnar.
Eggjahvítan stífþeytt, rifna
ostinum blandað saman við,
sett ofan á rækjurnar.
Brauðið bakað við 225° í
3—4 mínútur.
CUDQ
tvöfaltCLldOeinanqrunarqler
vörumerkid sem
húsbyqqjandinn treystir
skúlaqata 26 simi 12056
• Svikinn héri
Framh. af bls. 39.
Rjómavöfflur.
4 dl rjómi
2% dl kalt vatn
160 g hveiti
Smjör í járnið.
Vöfflujárnið hitað, smurt
beggja vegna með smjöri.
Rjóminn stífþeyttur, hveiti
og vatni hrært saman við, deig-
ið hrært eins lítið og hægt er.
Setjið tæpa matskeið af deigi
í hvert hinna fjögurra vöfflu-
rúða, vöfflujárninu lokað, bak-
að í 2V2—3 mínútur. Vafflan
losuð varlega úr vöfflujárninu
með gaffli, vöfflujárnið smurt
með smjöri á ný.
Vöfflurnar bornar fram með
sykri, þeyttum rjóma og góðu
aldinmauki.
• Jórvík
Framh. af bls. 8.
f þeim tíma skrifaði sögu-
■l*- maður nokkur, að áður
hefði Jórvík verið ,fögur eins
og sjálf Rómaborg'. En þótt
gamla borgin hefði verið eyði-
lögð, reis hún aftur með mikl-
um blóma á miðöldum, og er
álitið af mörgum, að fáar borg-
ir séu til í Evrópu, er hafa
geymt svo ósvikinn miðaldar-
blæ sem hún. Gamli borgar-
múrinn stendur enn að miklu
leyti; dómkirkjan mikla, York,
er ein hin stærsta og tignar-
legasta í landinu, auk hennar
eru enn 20 aðrar gamlar kirkj-
ur eftir í borginni. Margar
götur hafa einkenni fornar
tíðar og eru mjög þröngar,
og húsunum hallar saman
yfir höfði ferðamannsins. En
borgin lifir ekki aðeins á
fornöldinni. Þar finnst einnig
blómlegt verzlunar- og við-
skiptalíf og smáiðnaður að auki
(hin fræga sælgætisverksmiðja
Bowntrees meðal annars), og
menntunarstarfsemi Jórvíkur,
sem hefur verið þýðingarmikil
allt frá dögum Alcuins, hefur
aukizt nýlega með stofnun há-
skóla. Jórvík er ekki stór borg
á enskan mælikvarða, lítið eitt
stærri en Reykjavík, íbúar um
100 þúsund, en ber samt svip
höfuðborga.
Gamall enskur spádómur um
borgina segir:
Winchester was,
London is,
and York shall be,
the finest of the three.
Winchester var,
Lundúnir eru,
og Jórvík mun verða,
hin fegursta þeirra þriggja,
— Sonur minn. Eftir fjögur
ár í Háskólanum ertu ekkert
nema andleg eyðimörk. Get-
urðu sagt nokkuð um sjálfan
Þig?
— Ja — já, ég eyði þó litl-
um peningum í mat. ___
42
FALKINN