Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 10
með hann niðureftir núna. Ég ætla að hringja til Noddys. Vita, hvort hann getur þekkt hann." „Kannski get ég þekkt hann," sagði ég. „Á röddinni." „Það verður sannarlega ein- hver að vera mjög viss í sinni sök," sagði Koleski. „Báðir for- eldrar hans sverja þess eið, að hann hafi verið heima þetta kvöld." „Þau voru vís til þess," sagði ég, en von min tók að blikna. Og Kolseki horfði beint á mig og sagði hægt og rólega: „Áður en þér farið þarna niðureftir, Sherris, þá langar mig til að minna yður á skyldur yðar. Imyndið yður ekki, að þér þekk- ið drenginn aðeins vegna þess, að þér viljið koma þessu á ein- hvern. Og munið, að við unglings- pilt er að eiga, en ekki stroku- fanga frá Sing-Sing. Má ég nota simann?" „Sjálfsagt." Hann hringdi til Noddys, á meðan ég fór I frakkann. Síðan læsti ég húsinu, og við fórum út saman. Ég sagðist ætla að aka í mínum eigin bíl og bað þá að fara á undan. Eftir að þeir voru farnir, sat ég um stund í bílnum og reyndi að ná valdi á mér. Þetta var auðvitað rétt hjá Kolesk'i. Ég mátti ekki reyna að flækja í þetta barni, sem gæti svo verið algjörlega saklaust. Ég reyndi að rifja upp fyrir mér aftur raddir drengjanna fimm. Ég hafði haldið, að ég gæti aldrei gleymt þeim framar. Nú var ég ekki eins viss um það. Rödd Chucks mundi ég þekkja, en hann hafði líka talað mest. Fábjánahlátur lágvaxna drengs- ins mundi ég einnig þekkja. En hinir — stuna, örfá orð á stangli i myrkrinu yfir dunandi höfði mínu; og nú voru fjórir mánuð- ir siðan. Ég var alls ekki viss. Ég ræsti bilinn og ók út á veginn. Þetta gerði aðeins illt verra. Betra var að komast niður- eftir og ljúka þessu af. Þeir höfðu farið með dreng- inn inn í eitt hinna ömur- legu yfirheyrzluherbergja með skrámuðum eikarstólum, slitnum borðum og moldarlitum dúk á gólfinu. Foreldrar hans voru með honum. Þau voru af þeirri tegund, sem finna má á hverju laugardagskvöldi á hvaða ódýrri krá sem er, maðurinn sviradig- ur og rauður í andliti, á yfir- borðinu glaðhlakkalegur, en und- ir niðri helmingi ilkvitnari; og hávær, Ijóshærður kvenmaður. Herra Bush var nú ekkert glað- klakkalegur þessa stundina, og frú Bush sat við hlið drengsins síns, tottaði sígarettu og horfði grimmdaraugum á Koleski og Davenport. Drengurinn sjálfur sat róleg- ur og virtist ósnortinn af þessu öllu. Hann leit á mig, þegar ég kom inn, og á andliti hans var 7. HLUTI tómleika- og sakleysissvipur, blandaður mildri forvitni og engu öðru. Frú Bush horfði einnig á mig. „Eruð það þér, sem ákærið drenginn minn? Jæja, ég get sagt yður það, herra minn, mér er sama hvað þér segið, Everett var heima hjá okkur ..." „1 öllum bænum, frú Bush," sagði Koleski. „Enginn hefur ákært hann um neitt enn." „Já," sagði herra Bush. „Þeg- iðu, Martha. Láttu þá sjálfa eiga í þessu. Við höfum engu að leyna. Hann gaut á mig augun- um, eins og hann væri að skora á mig að kalla sig lygara. Koleski sneri sér að mér. „Jæ.ia?" „Ég veit ekki," sagði ég. „Gefið mér ofurlítinn tima ..." Hann var ekki ófríður dreng- ur. Meðalhár, vöðvarnir enn litt þroskaðir, en vel vaxinn og sterk- ur. Burstaklippt, Ijósbrúnt hár, kringluleitt, sólbrennt andlit, andlitsdrættirnir óskýrir, munn- svipurinn e. t. v. nokkuð slap- andi og fýlulegur, en ekkert, sem hægt var að benda á sem grimmdarlegt. Bara drengur, lík- ur milljón öðrum drengjum í menntaskólum um allt landið, góðum drengjum, íþróttamönn- um, námshestum, sem eiga að erfa landið. Augu hans voru blá. Þau horfðu dræmt í áttina til min, en ekki beint í augu mér. Þau voru tóm. Eins og blátt gler, hreinþvegið af samvizku- samri ráðskonu. Ég hafði ákafan hjartslátt og óbragði í munninum. Ég sagði við Koleski: „Fáðu hann til að segja eitthvað." Koleski vék sér að drengnum. „Hvað heitirðu?" „Everett Bush." „Hvar áttu heima?" „Shenango vegi 10710." „1 hvaða skóla gengurðu?" „Northside menntaskólann." „Manstu, hvar þú varst milli klukkan hálfellefu og ellefu, þann 17. april?" „Já, herra. Ég var heima." Koleski leit á mig. Mér leið einkennilega. Það var eins og gat hafði verið opn- að á höfði mér og einhverju sjóðheitu hellt niður í það, brennandi um allar æðar mínar. Ég tók eitt skref í áttina til Everett Bush. „Þú varst ekki heima," sagði ég. „Þú varst í Williamsgötu ásamt fjórum öðrum drengjum, að berja mig til óbóta." Everett svaraði mjúklega: „Það var ekki ég, herra." Frú Bush stóð á fætur. Hún var stærðar kvenmaður, mjög reið, mjög ógnvekjandi. Henni virtist raunverulega brugðið. „Þér getið ekki sakað drenginn minn um annað eins og þetta," sagði hún. Everett brosti! „Það getur ekki hafa verið ég. Ég var heima." „Hugsið þér yður vel um, herra Sherris," sagði Koleski og kenndi aðvörunar í rómnum. Ég leit á herra og frú Bush. Tvö andlit andspænis mér, hörð sem granít. Ég horfði á Everett. Fjórir mánuðir liðnir sem maður geng- ur með þetta í sér. Fáein snubb- ótt orð í næturmyrkrinu og sárs- aukanum, óttanum og undrun- inni. „Mér finnst þetta vera einn þeirra," sagði ég. „En eruð þér alveg sannfærð- ur? Gætuð þér unnið eið að því fyrir rétti?" „Ég býst ekki við þvi, sagði ég „í alvöru. Ekki svo mark yrði tekið á þvi." Koleski stóð upp úr sæti sínu og kinkaði kolli til Bush-hjón- anna. „Gott og vel," sagði hann. „Þér getið farið núna. Þakka ykkur fyrir samvinnuna." „Samvinnu," sagði frú Bush. „Það kallið þið það. En ég kalla það ofsóknir á börnum, það geri ég. Einn smá blettur, og barn- inu er kennt um allt, sem ger- ist." „Komið þið," sagði herra Bush og kippti drengnum á fætur. „Það er helvíti hart að þurfa að eyða frídeginum sínum hérna." Everett lagði af stað til dyra og gekk þétt framhjá mér. „Everett," sagði ég. „Hver er Chuck?" Hann nam staðar, er hann var kominn spölkorn framhjá mér, og leit um öxl. „Chuck? Það eru fjórir eða fimm i skólanum með þvi nafni. Við hvern þeirra eigið þér?" „Þú veizt, við hvern ég á. Þann stóra. Og þann, sem þið kallið „glópinn". Og Bill." Hann hristi höfuðið. „Ég veit ekki um hverja þér eruð að tala herra — sögðust þér heita Sherris?" Koleski sagði fljótmæltur, áður en mér gafst tóm til að svara: „Nokkurn tíma heyrt það nafn áður?" „Já herra," sagði Everett. „Hvar?" „Eg las það í blaðinu um þegar hann elti bílinn, sem svo var rangur bill." Koleski andvarpaði „Jæja þá," sagði hann. „Þá var það ekki fleira." Herra Bush nam staðar fyrir framan mig og virti mig fyrir sér. „Svo það varst þú," sagði 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.