Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 33

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 33
Feitella Framh. af bls. 18. áður en ég hafði tíma til að átta mig. „Ef mér tekst að koma Fenellu á réttan kjöl," sagði hann, „viltu þá giftast mér?" Mér varð svo um, að ég hróp- aði: „Já!" án þess að hugleiða f m'álið. Hann brosti ánægjulega. „Ég skal gera eins og ég get. Ég ætla að hugsa mig um nokkra , daga." t HANN kom í óvænta heim- sókn næsta laugardags- eftirmiðdag. Fenella roðnaði uþp í hársrætur og ætlaði að flýja fram á bað, en ég hélt aftur af henni. „Vertu alveg óhrædd," sagði Owen alúðlega. „Þú horfir á mig eins og ég væri alræmdur kvennamorðingi." Hann klappaði henni létt á öxlina. „Komdu nú og rabbaðu svolítið við mig meðan Deborah býr til teið." Ég skildi hálfkveðna vísu, en þegar ég kom inn tuttugu mín- útum seinna brá mér í brún að heyra, að þau voru alls ekki að ræða auðveldustu leiðina að hjarta karlmannsins, heldur garðrækt og pottajurtir. Hvaða hjálp var nú í því! Ég var um það bil að benda þeim á það þegar Owen sneri sér að mér og sagði snöggt: „Fenella segir, að þú sért að fara út í kvöld — er það satt?" • „Já, auðvitað. Það er laugar- dagskvöld, og Bobby Drew ætl- ar, með mig í boð til vina sinna. Ajf hverju spyrðu?" M1 [ÉR til undrunar sá ég, að þessi mildi hægláti mað- ur roðnaði af reiði. ;„Ég skil," sagði hann hægt. „Ég skil." Svo sneri hann sér aftur að Fenellu: „Hvernig á ég að fá hana til að giftast mér? Ég er búinn að biðja hennar níu sinnum, veiztu það? Níu sinnum! Og alltaf hryggbrýtur hún mig." Hann sendi mér gremjulegt hornauga. „Ég ætlaði að biðja hennar enn einu sinni í kvöld," hélt hann áfram, og í fyrsta skipti heyrði ég beiskju bregða fyrir í rödd hans. „Kampavín. Kerta- ljós. Allt sem tilheyrir. En hún veit ekki einu sinni hvaða dag- ur þetta er." Hann leit á mig. „Eða hvað?" Ég horfði rugluð á hann. „í dag er eitt ár síðan við hitt- umst fyrst," sagði hann. ÐUNNARSKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA /c/i^f-v*--^/ „Ó, Owen!" hrópaði ég. Það var ekki að undra þótt hann væri sár. „Af hverju minntirðu mig ekki á það fyrr?" „Ég vonaði, að þess þyrfti ekki." HONUM rann reiðin skjótt. Hann klappaði mér á höndina. „Ég hefði átt að vita betur," sagði hann. „En hvað á ég að gera viS allt gumsiS? Kampavín og kjúklinga, jarðar- ber — það átti að vera heil veizla." Hann leit spyrjandi á mig, en ég varð niðurlút. Það var of seint að skerast úr leik. Og ég hafði verið að reyna að ná í Bobby vikum saman. Hann leit af mér á Fenellu. Hann sagði hægt: „Ég veit, að það er ekki sérlega freistandi — en myndir þú hafa tíma? Myndirðu vilja koma með mér? Aðeins af greiðasemi. Ef ég ekki hef neinn með mér..." Ég hélt niðri í mér andan- um. Ég hafði svo mikið sam- vizkubit, að ég óskaði þess af öllu hjarta, að hún tæki boð- inu. Hún brosti. „Já. Ef Deborah hefur ekkert á móti því. Ég vil mjög gjarnan fara." Enn einu sinni langaði mig að faðma hana, og nú lét ég verða af því. Þau voru farin þegar Bobby sótti mig, og þegar ég kom svo forvitin. MORGUNINN eftir fór ég eldsnemma inn til henn- ar með te og ristað brauð á bakka. Hún talaði dreymandi um Owen. „Þótt ótrúlegt megi virð- ast, gerði ég enga vitleysu í þetta sinn," sagði hún. „Veiztu það, að Owen er fyrsti maður- inn sem ég hef getað slappað af með — verið ég sjálf. Það hlýtur að vera vegna þess að hann hefur ekki snefil af áhuga á mér." „Jú, jú, hann ... „Aðeins sem vinur," greip fXlkinn 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.