Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 30
 una á nýjan leik. Hún sat og las í blaði, þegar hún sá tilkynningu um að á næstunni mundi verða háð keppni í heimabæ hennar um titilinn „Fegursta ítalska konan í Túnis“. CLAUjJIA CARDINALE — Bardot Ítalíu eins og hún hefur stundum verið nefnd — er stærsta tromp ítalskra kvikmynda síðan Loren og Lollobrigida börð- ust um fyrsta sætið á vinsældalista almennings. Sagan um „La Cardinale" er Öskubuskuævin^ýri ítalskra kvikmynda. Sagan gæti hafizt á orðunum Einu sinni var ... Einu sinni var ung stúlka, 17 ára gömul, elzt af sex systkinum sem bjó hjá foreldrum sínum í Túnis. For- eldrarnir voru ítalskir útflytjendur, sem bjuggu við mikla fátækt. Claudia var búin að gera framtíðar- áætlanir sínar. Hún sagðist vilja verða kennslukona. Það var skortur á kennslukonum og Claudia hafði mikla möguleika til að láta þennan draum verða að veruleika því að hún var í senn duglegur og gáfað- ur nemandi, sem hafði verið svo lánsöm að fá inni í stúlknaskóla í Túnis. Hún skar sig úr hópnum þegar á fyrstu skólaárunum — ekki í klæðaburði því hann var jafn einfaldur og óbrotinn og hann gat verið, lág- hælaðir skór, sléttur kjóll. — En hún var frábrugðin öðrum í útliti. Yndisþokki hennar leyndi sér ekki: stór dökkbrún augu sem gáfu andlitinu sérstæðan svip, svart mjúkliðað hár sem stakk í stúf við næst- um glæra húðina. Hún gerði ekkert til að vekja at- hygli á útliti sínu. Þvert á móti. Hún var í eðli sínu feimin og hlédræg. Jafnvel systkinum hennar fannst nóg um þetta, og ásökuðu hana fyrir að setja ljós sitt undir mæiiker. Að skólagöngu lokinni sótti hún um kennslustarf og var skipuð kennslukona í litlu þorpi í einni af vinjum Suður-Túnis. Hún var á réttri hillu, að eigin dómi. Framtíðin virtist liggja ljós fyrir henni, skýrt afmörkuð. En stundum fer allt öðruvísi en ætlað er. Hún var í fríi, á heimili foreldra sinna, árið 1957, ánægð að hafa fengið tækifæri til að hitta fjölskyld- Yerðlaunin voru lystireisa til Feneyja í sambandi við kvikmyndahátíðina þar í borg. Claudia gerði sér ekki háar hugmyndir um útlit sitt og það hvarflaði ekki að henni að gefa kost á sér í fegurðarsamkeppn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.