Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 13
JAKVÆTT KVIKMYNDAEFTIRLIT Þegar ég skrifaði lítillega um kvikmyndaeftirlit í vor, var ég svo barnslega fullur af trúnaðartrausti til okkar virðulega þings, að ég lét mér vart detta í hug þann möguleika, að lögin um barnavernd á íslandi gæti dagað uppi. Það er þó komið á daginn, að íslenzk börn lentu í rusla- körfunni enn einu sinni og væri hæfilegt, að áður en lýkur yrði þeim manni reist minnismerki úr ALUMÍNI, sem stærstan hlut hefur átt að þeim málalokum. Hafi þar að unnið einn maður helzt, en ekki samlit hjörð villu- ráfandi stóriðjuspekúlanta. Það er reyndar farið með það eins og mannsmorð, hvers vegna barnaverndar- lögin náðu ekki fram að ganga á þessu þingi, heyrt hef ég þvi þó fleygt, að af- staðan til sjónvarpsins, mis- vitur og misfögur, hafi riðið baggamuninn. „Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma", var eitt sinn kveðið. Skyldi ekki mega kveða það enn. Smánarblettirnir á ís- lenzkri menningu eru marg- ir, en ef til vill er sá dekkst- ur, sem kenndur er við Keflavíkurflugvöll og sjón- varp. Ræðum annars enn um kvikmyndaeftirlit, því ein- hvern tíma rausnast Alþingi okkar væntanlega til þess að setja ný og merkileg lög um barnavernd. Kvikmyndaeftirlit er tvenns konar, jákvætt og nei- kvætt. Hingað til hefur allt kvikmyndaeftirlit á Islandi verið neikvætt, þ. e. myndir hafa verið bannaðar ákveðn- um aldursflokkum. Vart þarf um það að ræða, hverjar hættur fylgja slíku banni. Ljóst er, að bann sem þetta hvetur á- kveðna hópa unglinga mjög til þess að sniðganga það. Ljóst er að þetta bann, sem önnur sama eðlis hvetur í raun réttri til afbrota. Ljóst er, að slíkt bann er, eins og dæmin sanna nokkuð vís vegur til þess að flýta niður- rifi á siðgæðisþroska barna og fullorðinna. Ljóst er að börn sem þessi verða um of orðin tóm og vinna þá gegn tilgangi sínum. En það er til annars kon- ar kvikmyndaeftirlit og það er sannarlega kominn tími til þess, að við tökum það í okkar þjónustu. Á síðastliðnum vetri gafst mér kærkomið tækifæri til þess að vinna dálítið með kvikmynd í samvinnu við nokkra nemendur í Kennara- skóla íslands. Við eyddum alllöngum tíma til þess að gera okkur grein fyrir kost- um og löstum, unnum skipu- lega að því að skilja kvik- myndina að og leita sameig- 1. HLUTI inlegra niðurstaða af athug- unum okkar. Vissulega gafst þarna enginn kostur þess að gera kvikmyndinni hlutlæg skil svo verulegu næmi, en árangur viðræðna okkar var meiri en ég hafði þorað að gera mér vonir um. Mikill meiri hluti nemendanna lét oð loknu verki þá skoðun í ljós, að kennsla um kvik- myndir ætti að verða fastur liður í starfi framhaldsskól- anna og einnig töluðu þeir flestir um breytt viðhorf til ferða í kvikmyndahús og ljósari grein fyrir uppbygg- ingu þess, sem þau sæju og heyrðu þar. Það er vissulega orðinn slitinn frasi að ræða fjálg- lega um hið margbrotna þjóðfélag, sem við lifum í, en það eru víst allir sam- mála um, að allt hefur breytzt — allt. Og það ef til vill mest, hvern hlut við eigum í okkur sjálfum. Öll höfum við heyrt talað um fjölmiðlunartækin; blöð, útvarp, kvikmyndir, sjón- varp. Öll notum við þessi tæki að meira eða minna leyti. Fæst okkar gefa sér þó tima til að hugleiða, hversu mjög þessi tæki eru orðin hluti af okkur sjálfum — og við hluti af þeim. Móta þessi tæki skoðanir okkar? JÁ. Móta þessi tæki lifnaðarhætti okkar? JÁ. Er- um við orðin háð þeim? JÁ. Nokkur mótmæli? Víkjum þá að kvikmynd- unum. Englendingar hafa þjóða gerzt rannsakað áhrif kvik- mynda á skoðanir manna og gildingshugmyndir. Aftur og aftur hafa þeir sett nefndir vísra manna á laggirnar til þess að vinna að vísinda- legri skýrslugerð um á- hrínsmátt f jölmiðlunarinnar. Eir. slik nefnd var Wheare nefndin, sem starfaði kring um 1950 og sendi frá sér að lokum merkilega skýrslu, sem jafnan síðan er vitnað til. Þar segir og meðal ann- ars: „Mjóg margar kvik- myndir halda því ótæpt að börnum að það sem mestu máli skipti í lífinu sé ríki- dæmi, völd, munaður og að- dáun fjöldans og ekki skipti mjög miklu máli, hvernig þessu er náð eða það notað ... Þú getir notið gæfunnar án þess að hafa mikið fyrir því eða með því að leggja hart að þér, eigir þú heilla- stjörnu til að fylgja, sértu í áhrifastöðu, eða hafir þú ytri glæsimennsku, sem þú sért reiðubúinn að koma í verð án mikilla samvizku- þanka. Þessi heimspeki hægind- anna og sjálfselskunnar ber með sér aðrar draumsýnir, meðal annars afskræmingu sögu og ævisagna, vilhallar skoðanir á öðrum þjóðum og þeirra þjóðhetjum. Við erum reiðubúin til að trúa því að þessi gagnrýni eigi rétt á sér, og við erum\ sannfærð um það, að þessi stöðuga framsetning falskra gildishugmynda er áhrifa- meiri og hættulegri en sýn- ingar glæpa og ósiðsemi." Hérna á borðinu fyrir framan mig hef ég samsafn skýslna um svipað efni. Flestum ber þeim saman um það, að erfitt sé að gera sér fulla grein fyrir því að hve miklu leyti og hvernig áhrif kvikmynda séu á unga aldri. Um víðtæk áhrif er þó vart deilt, og heldur ekki um það, að nauðsyn sé á jákvæðu kvikmyndaeftirliti — eða eins og segir í einni nýjustu skýrsluhni: ,,Það sem hér hefur verið skrifað gerir það ljóst, að tvö mikilvægustu atriðin eru hin áleitnu, lang- varandi áhrif á skoðanaf jöld- ann og svo hitt, að jákvæð menntun áhorfendanna, gagnstæð tilraunum til nei- kvæðra hafta, er æskileg sem hluti af hinu almenna mennt- unarkerfi. Leyfist mér að biðja ykk- ur að bíða nánari skýringa til næstu viku. H. E. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.