Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 32
7 dagar i maí Framh. af bis. 29. ræði, ég heí týnt miðanum sem ég skrifaði nafnið á." „Ja, það er víst nýleg stöð hér einhvers staðar, en það á víst að fara lágt. Satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar hún er. Þaðan fær niaður engin viðskipti." Mótelhúsin stóðu i hálfhring umhverfis skrifstofubygginguna, þar sem Clark fór úr bílnum. Hann skráði sig í gestabókina án þess að geta starfs síns! Ung- ur Mexíkani fylgdi honum til herbergis. Hann rakaði sig, skipti um skyrtu og settist svo á rúm- stokkinn með miðann frá Casey í hendinni. Loks tók hann ákvörð- un og bað símastúlkuna um númerið sem á miðanum stóð. Kona kom í símann. „Frú Henderson?" „Já." „Frú, ég heiti Rey Clark. Ég er vinur Mutts og Jiggs Casey. Jiggs lét mig hafa símanúmerið yðar og bað mig að hringja þegar ég kæmi hingað. Ég rétt missti af Mutt í Washington." „Æ, hvaða óheppni," sagði hún. „Mutt kom seint á mánudag og varð að fara beint út í stöð. Ég er hrædd um að hann verði þar fram yfir helgi." „Er nokkur leið til að ná I hann?" Hún hló. „Ef þér finnið hann, "látið mig fyrir alla muni vita. Ég vert eiíki eii u slnni nvar þetta er." „Pér eigið við að þér naiið ekki emu sinni séð þangað?" Clark gerði sér upp eins mikla undrun og hann gat. „Ja, hann sýndi mér áttina einu sinni, þegar við vorum á leiðinni til White Sands." „'Þetta er erfitt iíf hjá ykkur hermannakonunum." „Eruð þér ekki í hernum?" Varúðar gætti i rödd frú Hender- son. „Jú, auðvitað," iaug Clark. „Þess vegna veit ég hvernig þetta er. Eða konan mín réttara sagt. Ég er á sífelldu ferðalagi að at- huga tækin." „Nú, jæja." Henni virtist létta. „Látið mig vita hvar þér gistið, og ég bið hann að hringja ef hann skyldi koma heim." „Því miður." Hann laug aftur, „Ég verð að fljúga áfram til Los Angeles í kvöld. Skilið bara til hans að Ray hafi hringt. Verið þér sælar." Clark skundaði til skrifstof- unnar og bað skrifstofumann- inn að útvega sér bíl til leigu. Meðan hann beið hallaði hann sér fram á afgreiðsluborðið og spjallaði við manninn. „Hvaða veg á ég að fara til White Sands?" „Þann sem liggur hérna fram- hjá. Þjóðveg 54. Beygið til vinstri hérna fyrir framan og svo beint áfram. Þetta eru sextíu mílur." „En hvaða leið á ég að fara til nýju herstöðvarinnar þarna útfrá? Kunningi minn er þar í merkjadeildinni." „Hef ekki hugmynd um það." Ungi maðurinn yppti öxium. ,,Ég hef heyrt um einhverja herstöð í þessari átt, en mér skilst hún eigi að vera leynileg." „Hvað er á leiðinni héðan til White Sands?" Ungi maðurinn brosti. „Eyði- mörk." Clark var ekki búinn að aka langt í norðaustur, þegar hann varð að samsinna þessari lýs- ingu. Á hægri hönd lá grábrún sléttan eins langt og augað eygði, til vinstri risu Franklínfjöll, líka gróðurlaus að undanskild- um kjarrflákum neðst í hlíðun- um. Skammt handan við fylkja- mörk Texas og New Mexieo nam hann staðar við benzin- afgreiðslu. Eftir veginum að dæma gat verið langt í þá næstu. Maður í olíublettaðri nær- skyrtu stóð i dyrunum. „Er kók þarna inni?" spurði Clark. Maðurinn kinkaði kolli í áttina til rauðs kassa. Clark lét pening í raufina og beið eftir að sjálfsalinn skilaði flöskunni. „Hvað er langt til White Sands?" spurði hann. „Fimmtíu mílur." „Þið hafið hitann hér um slóð- ir," sagði Clark. „Ég þarf að heimsækja þrjár herstöðvaverzl- anir þarna útfrá í dag." „Sölumaður?" „Já, þvottaefni. En ég hef ekki haft þetta svæði áður." Þessu var ekki svarað. Clark hélt áfram: „Hvað er langt til nýju herstöðvarinnar, þessarar sem lokið var við fyrir rúmum mán- uði?" „Mér datt í hug að þér vilduð byrja á þessu svæði, og ætla a*3 reyna að selja þeim í nýju stöð- inni." „Hvers konar viðskipti?" Clark lagði tuttugu doliara seðil á glerplötuna við hliðina á peningakassanum. Maðurinn sýndi þess engin merki að hann ætlaði að taka við honum. „Hvernig get ég vitað að þér séuð ekki einhvers konar njósn- ari?" spurði hann. Clark tók aftur upp veski sitt og leitaði í spjaldabunka að varaliðsskirteini sínu. Hann rétti það fram, á því voru mynd hans og fingraför. „Frá Georgiu? Hvar þá ?" ; „Macon, en nú starfa ég d Dallas," sagði Clark. „Heyrið nú til, ég þarf bara að komast á sporið. Segið mér hvar afieggj- arinn til nýju stöðvarinnar er, og þér eigið tuttugu dollara. Og svo skal ég kaupa benzínið hér í hvert skipti sem ég á leið um." Maðurinn opnaði peningakass- ann og iagði tuttugu dollara seðilinn í eitt hólfið. i Framh. i næsta blaðí. SPAIR Kæri Astró, Ég hef verið að lesa þættina þína og langar nú til að vita hvort þú getur nokkuð sagt mér um framtíðina. Nútíðin finnst mér nú vera hálf vonlaus, verður framtíðin eitthvað betri? Ég er mjög slæm á taugum og er yfirleitt mjög leið á lífinu. Eg er gift manni sem er nokkuð mikið eldri en ég og er hjóna- bandið vægast sagt hörmulegt. Okkur kemur mjög illa saman og liggur stundum við að við berjumst. Við erum bæði skap- mikil og ég á stundum erfitt að þola tillitsleysi hans og missi þá alveg stjórn á mér. Við eigum 4 börn og þeirra vegna vil ég ekki skilja við manninn. Þóra. Svar til Þóru: Börnum er stundum ekki mikill greiði gerður með því að foreldrarnir hangi saman í hjónabandi sem ekkert er ann- að en rifrildi og slagsmál. Persónulega er ég mikið á móti hjónaskilnuðum nema all- ar aðrar tiltækar leiðir hafi verið þrautreyndar. En stund- um er það eina leiðin sem fólki finnst það geta farið og víst er hjónaband oft þannig að betra er fyrir alla aðila að því sé slitið, en þar sem um mörg börn er að ræða verður að reyna allt áður en heimili er slitið sundur. Það er því miður alltof oft svo að fólk sér ekki gallana í sinni eigin skapgerð en þeim mun betur í fari hins aðilans og það sé aðeins nauð- synlegt fyrir hann að bæta sig, en sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ef um mikinn aldurs- mun er að ræða hjá hjónum geta ólík sjónarmið valdið deil- um og þar sem hvorugur aðil- inn vill láta undan eða mæta hinum á miðri leið er ekki við góðu að búast. Þar sem þú gef- ur ekki upp fæðingardag mannsins get ég ekki gert mér grein fyrir skaplyndi hans og hvað það er sem á milli ber. Þú nefnir heldur ekki hvenær börnin eru fædd svo það er ekki gott að segja hvernig hjónaskilnaður verkaði á sálar- líf þeirra , en því miður koma öll átök í heimilislífinu mjög við börnin. Eins og er átt þú nokkuð erfitt og má búast við að taugarnar séu í slæmu ástandi. Þú virðist vera ákaf- lega næm fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þér hættir mjóg til þunglyndis sem leiðir af sér sinnuleysi. Það sem er þó verst af öllu er hið ofsalega 'skaþ þitt. Ef þú ætlar að geta kom- izt slysalítið í gegnum lífið er þér alveg bráðnauðsynlegt að reyna að stilla skap þitt. Allur þessi æsingur slítur þér mjög mikið. Þér finnst þú ekkd njóta þín nærri nóg og það getur vel átt sér stað. Ég get þó glatt þig með því að þegar þetta ár er liðið fer að birta til hjá þér og vona ég að þú látir allar ákvarðanir varðandi hjóna- bandið bíða um sinn og þú skalt endilega reyna að komast að einhverri niðurstöðu við mann þinn, og reynið þið endi- lega að ræða málin í rólegheit- um og reyndu að skýra þitt sjónarmið og hafðu stillingu til að hlusta á hans sjónarmið líka. Þú ættir svo að reyna að fá einhverja bót á taugatrublun- inni, þó það sé kannski ekki auðvelt en það borgar sig að reyna. Reyndu svo að hressa þig upp eins og hægt er. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.