Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 7
lækka um helming innan tíu ára, og eftir tuttugu ár yrðu þau ekki nema einn þriðji af því, sem þau eru í dag. Þá myndi vakna sú spurning hvernig unnt yrði að fylla þessar risaflugvélar. Hugsanlega yrði lausnin sú, að við- komustaðir þessara flugvéla yrðu að- eins á mjög þéttbýlum stöðum, eða sem mest miðsvæðis í hinum ýmsu löndum. Ef þessar stóru vélar yrðu teknar í notkun myndi flugferð í háloftum og á flugvöllum minnka, en það myndi jafn- framt auka flugöryggið. Þegar rætt er um ,,supersonic“-flug- vélar, er átt við vélar, sem fljúga með hraða hljóðsins, 1100 kílómetra á klst. (Mach 1) og allt að þreföldum hraða hljóðsins (Mach 3). Af slíkum flugvél- um er kunnust hin svonefnda „Con- cord“-vél, sem Bretar og Frakkar hafa undirbúið smíði á. Þá hefur Banda- ríkjastjórn nýlega ákveðið að veita 140 milljónir dollara til smíði slíkrar vél- ar þar í landi. Einnig má geta þess, að Sovétmenn hafa haldið því fram, að þeir yrðu fyrstir til að framleiða „supersonic“-flugvél. Menn hafa komist svo langt, að ræða um smíði ,,hypersonic“-farþegavéla, sem myndu þá fremur líkjast eldflaugum en flugvélum og færu með áttföldum hraða hljóðsins, eða með 8800 kílómetra hraða á klukkustund. Þeir djörfustu hafa rætt um vélar (eða eldflaugar) sem flyttu farþega með 20 földum hljóð- hraða. Vísindamenn hjá einu banda- rísku fyrirtæki hafa jafnvel rætt um flugtæki, sem bæri 170 farþega og kæmist til hvaða staða á jörðu sem er á innan við 45 mínútum. Að venju eru það peningarnir, sem vekja menn til raunveruleikans, þegar rætt er um slík farartæki. Ógjörning- ur er að gera sér nokkra grein fyrir því hvað þess háttar bylting í flug- tækni myndi kosta, en til samanburðar má geta þess, að Bandaríkjamenn reikna með því að eyða allt að 10 þús- und milljón dollurum til rannsókna á þessu sviði næstu 20 árin. Þá er ekki reiknaður með kostnaður við smíði nýrri og fullkomnari véla. Þetta er ein af hinum nýju brezku Trident-flugvélum, sem er í eigu British European Airways. Þessar vélar eru taldar einhverjar fullkomnustu farþega- þotur, sem nú eru í notkun. f Bóndinn kom í Bakkabúð til að borga gamla skuld og reikningurinn var til reiðu, skrautritaður á fallegan pappír með rauðum strikum. Bóndinn athugar hann vel og lengi. Svo segir hann: — Ég hef nú aldrei keypt neina saldó hérna, hvorki handa mér eða konunni minni, svo að hana verðið þið bara að strika út. Ungi kennarinn kemur á bernskustöðvarnar og hittir gamlan fornvin sinn og fer að segja honum frá mennta- vegi sínum. — Nú hef ég kostað yfir tuttugu þúsundum upp á að mennta mig, segir hann. — Já, það er ekki mikið sem maður fær fyrir pen- ingana á þessum síðustu og verstu tímum, svarar bónd- Maður nokkur kom inn í upplýsingastofu verzlunar- ráðsins og bað um upp- lýsingar um fjárhag og getu Ólafs Gunnarssonar í Varmalandi. Nú var rýnt í bækurnar og svarið var ekkert uppörvandi að því er þennan Ólaf snerti. — Hjá honum fæst aldrei rauður eyrir, var svarið. Spyrjandinn þakkaði fyrir og fór út að dyrunum. — Augnablik, þér skuld- ið okkur fimm krónur fyrir upplýsingarnar, sagði af- greiðslumaðurinn. — Já, einmitt. En hjá þessum Ólafi Gunnarssyni er ekki rauðan eyri að fá, sögðuð þér sjálfur. Og Ólaf- ur Gunnarsson — það er ég. Verið þér nú sælir. — Skelfing ertu daufur í dálkinn. — Já, konan mín hefur verið að heiman i sex mán- uði. — Nú, og hvað um það? — Ég skrifaði henni í hverri viku og sagðist sitja heima á hverju kvöldi. Og daginn eftir að hún kom heim kom maðurinn til að lesa á ljósamælirinn og reikningurinn var upp á fimm krónur. ★ — Æ, ég á svo bágt! Ég finn það betur og betur með hverjum deginum að mað- urinn minn hefur eingöngu gifzt mér vegna peninganna minna. — Þá getur þú að minnsta kosti huggað þig við að hann er ekki eins vitlaus og hann sýnist. ★ Gömlu konumar voru að tala saman og önnur segir: — Ég hef ekki séð þig í biðsíofunni hjá lækninum langa-lengi. Hefurðu verið veik? Metnaðargjarn unglingur spurði ríkan forstjóra hvern- ig ætti að fara að því að verða ríkur. — Þér verðið að grípa tækifærið, sagði forstjórinn. — En hvernig get ég vit- að hvenær tækifærið kem- ur? — Það er ómögulegt að vita það. En þér verðið bara að halda áfram að grípa og grípa, þangað til þér grípið rétt. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.