Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 5
 „En sá lubbi” gæti maður haldið, að Paul MacCartney væri að segja við Brian Jones, meðlim Rolling Stones, en sá síðarnefndi bros- ir aðeins góðlátlega. Það er ekki oft, sem næst mynd af þessum piltum saman, en það er fróðlegt að bera saman hársnyrtinguna og klæðnaðinn á þessum tveim fulltrúum vinsælustu „pop“-hljómsveita í Bretlandi, Rolling Stones og Beatles. GLÆSILEG SKRIJGGIJKERRA Það væri ekki afleitt að reyna þennan, að maður tali nú ekki um að vera fær um að eigna sér hann. En því er nú ver, hér er aðeins um sýningarbifreið að ræða. Þessi ögrandi farkostur er framleiddur af Chevrolet og sá kraft- mesti, sem verksmiðjan hefur framleitt — þeir vita ekki einu sinni, hvað hann kemst hratt, því að .. . Góði vertu ekki að þessu pípi. Eins og það skipti einhverju máli. Það er olræt, ef tækið kemst á 80 á rúntinum. Þá myndi maður sko sópa niður nokkrum löggum í leiðinni. Það er bara verst, hvað tryllitækið er lítið. Það er sko eiginlega ekki hægt að halda partí í honum. IVIEIRA SVIIMG Kæri Fálki! Ævinlega er gott að eiga þig að. Ég þekki satt að segja ekki heppilegri vettvang, til þess að koma á framfæri, því sem manni liggur á hjarta. Sannleikurinn er nefnilega sá, að vettvangurinn til að koma sorgum sínum á framfæri er ákaflega þröngur. Sem sagt: Guði sé lof fyrir Fálkann. Ég er fæddur skömmu fyrir stríð og er af þeirri kynslóð, sem foreldrarnir gáfust upp á að ala upp, og á táningsárum mínum þurfti ég og mínir jafn- aldrar vissulega að glíma við tröllaukin vandamál. Þá eins og nú, var ein tegund tónlist- ar vinsælust, nú er það Bítið, þá var það svingið, eða sveifl- an. Einhvern veginn hefur sveiflunni verið svo gott sem útrýmt úr Ríkisútvarpinu. Það er mikið talað um sérstaka þætti fyrir gamalt fólk og aðra fyrir ungt fólk, gamla fólkið vill harmóniku og unga fólkið bítlamúsík, en við hin höfum einhvern veginn dottið niður á milli í lagavali útvarpsins. Eini Ijósi punkturinn er morgunútvarpið þegar Jón Múli situr við stjórnvölinn, en það er því miður ekki alltaf og harla sjaldan í seinni tíð. Sem dæmi um þá lágkúru, sem út- varpið er dottið niður í í laga- vali, mætti nefna sunnudags- danslögin. Annað eins dóma- dagsmoð í músíkformi þekkist áreiðanlega hvergi á byggðu bóli. Ég hef enn engan hitt, sem mælir þeim ósköpum bót. Mætti ég nú í fyllstu einlægni koma því á framfæri við þessa ágætu stofnun að hún endur- skoði afstöðu sina til sveifl- unnar þannig að við „gömlu“ mennirnir getum af og til látið hugann reika til liðinna ham- ingjudaga, þá er við vorum ungir. Sveifluunnandi. Svar: Ja, livort viö viljum eklci lcoma þessu á framfæri. Það var á mjög fínum heimavistarskóla fyrir stúlk- ur. Einu sinni spurði ein kennslukonan forstöðukon- una, hvort það væri satt að faðir hennar hefði setið yfir rollum. — Já, það er alveg satt. Og ég erfði starfið eftir hann. IJRSLIT í MYNDAÞRAIJT ÚRSLIT í MYNDAÞRAUTINNI í jólablaði Fálkans urðu þau að eftirtalin börn hlutu vinning, talin í þeirri röð er kom þegar lausnirnar voru dregnar út: Margrét Sigurðardóttir, Ásgeirshúsi, Blönduósi, 11 ára. Kýs bókina: Anna Lísa 13 ára. Helgi Friðjónsson, Steðja, Glæsibæjarhreppi, Eyja- fjarðarsýslu, 10 ára. Kýs bókina: Á flótta með bangsa. Guðrún Lilja Harðardóttir, Suðurgötu 6, Seyðisfirði. 8 ára. Kýs bókina: Stína. Guðmunda Reynisdóttir, Álfheimum 56, Reykjavík. 13 ára. Kýs bókina: Anna Lísa 13 ára. Magnús Þórarinsson, Brennu, Eyrarbakka, 15 ára. Kýs bókina: Davíð Copperfield. Særún Helgadóttir, Borgarbraut 35, Borgarnesi. Kýs bókina: Anna Lísa 13 ára. Axel Steindórsson, Nautabúi, Lýtingstaðahreppi, Skagafirði. Kýs bókina: Leitin að loftsteininum. Sigurður Jakobsson, Varmalæk, Borgarfirði, Kýs bók- ina: Á flótta með bangsa. Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Goffheimum 16, Reykjavík. Kýs bókina: Á flótta með bangsa. Brynja Jóna Hafsteinsdóttir, Eyrarvegi 3, Grafarnesi, Grundarfirði. 12 ára. Kýs bókina: Anna Lísa 13 ára. Það barst mikill fjöldi af lausnum. Fálkinn þakkar öllum þátttakendum, og óskar þeim til hamingju sem unnu. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.