Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 31
• Ljós í fjarska Framh. af bls. 13. Ef þú vilt fá einhvern fram- færslueyri... — Nei, þakka þér fyrir. Orð- in komu eldsnöggt. — Ég sá fyrir mér sjálf áður en við giftum okkur og nú hef ég jafnvel enn hærri laun. Það kann að vera að ég flytji i minni íbúð, ég veit það ekki með vissu. En þú getur gert nákvæmlega það, sem þú vilt. Alveg nákvæmlega það, sem þú vilt. — Gott og vel. Þá tek ég eitthvað af fötum með mér í tösku. Þú gætir ef til vill séð um, að senda mér það sem eftir verður, að nokkrum tíma liðn- um. Hann fór út úr eldhúsinu og hún heyrði að hann dró fram tösku úr hillu í klæðaskápn- um. Hún saup á kaffinu og fannst það beiskt og vont á bragðið. Höfuðverkurinn hafði heldur ekki batnað við þetta afdrifaríka samtal. Ég ætti kannski að vera heima í dag, hugsaði hún, kveikja upp í arn- inum, útbúa hitapoka og reyna að ráða niðurlögum þessarar inflúenzu með heitum drykk. í rauninni get ég alls ekki leyft mér að verða alvarlega veik. Hluti af heila hennar velti fyrir sér þessu vandamáli og þeirri staðreynd, að John væri að yfirgefa hana, en það vakti engar tilfinningar hjá henni. Það var eins og hún væri orð- in tilfinningalaus. Það eina, sem hún varð vör við, var eins konar léttir yfir því, að upp frá þessu yrði lífið ef til vill ekki jafn flókið og áður og hún myndi losna við hin daglegu þrætumál og óþægindin. Ég ætti þó að finna til einhvers, hugsaði hún. Það er ómögulegt að hægt sé að leysa upp þriggja ára hjónaband með nokkrum orðum og finna ekki til minnsta saknaðar. En hún fann ekkert nema dynjandi verkinn í höfðinu og eymsli um allan líkamann. Það ríkti algjör kyrrð í íbúðinni. Eins og í fjarska heyrði hún útidyrahurðinni skellt og skynjaði allt í einu, að John hafði farið án þess að kveðja. Hún hellti köldu kaffinu nið- ur, kveikti aftur undir katlin- um og fékk sér heitt kaffi í bollann. Hún kveikti í vindl- ingi og kömst að því, að hann var allt að því bragðverri en kaffið. Um síðir gat hún náð svo valdi yfir heilanum, að hún gæti leitt hugann að skyldustörfum sínum, reynt að muna, hve aðkallandi störfin voru og hversu áhættusamt það væri, að taka sér eins dags veikindafrí án þess að þurfa að skilja við einhver mikils hátt- ar atriði í höndum annara, en slíkt er dauðasynd meðal þeirra, sem starfa hjá auglýs- ingafyrirtækjum. Gröm í bragði slökkti hún í vindlingnum. Hún gat ekki — Nei, það vil ég ekki. Og síminn er hérna við hliðina á rúminu, svo ég get hringt sjálf ef það reynist nauðsynlegt. Hún lá kyrr og hugsaði um, að ef til vill væri líkami henn- ar að leika á hana, að ef til vill væri þetta eins konar aftur- kippur vegna þess að John hefði farið frá henni. En þessi tilhugsun var blátt áfram hlægileg. Henni stóð vissulega á sama um John. Þetta myndi allt snúast til betri vegar. Það gátu allir fengið snert af inflúenzu af og til. verið heima. Það átti að vera viðskiptafundur með skófram- leiðendunum síðdegis og þar varð hún að vera viðstödd, hvað sem það kostaði. Nei, sennilega gat hún ekki gert sér vonir um að fá að liggja einn dag í rúminu. Hún yrði að sitja þennan fund. Hún gekk þreytulega inn í svefnherberg- ið og byrjaði að klæða sig. Hún komst ekki á fundinn. Um hádegið var hún orðin svo veik, að jafnvel herra Sarley veitti því athygli og skiþaði henni að fara heim. Hann bað meira að segja einkaritara sinn um að ná í leigubíl og fylgja henni. Einkaritarinn, sem hét Ela- ine, hjálpaði henni í rúmið, hitaði handa henni mjólk og gaf henni nokkrar aspirín-töfl- ur. Hún virti hana fyrir sér með kvíðasvip. — Ertu viss um, að þú get- ir séð um þig sjálf, þangað til maðurinn þinn kemur heim? — Alveg viss. (Ég verð að læra að sjá um mig sjálf, það sem eftir er ævinnar, hugsaði hún dauflega, því nú get ég ekki reitt mig á neinn annan.) — Heldurðu ekki, að það væri hyggilegra að hringja eftir lækni? En um kvöldið var ekki leng- ur neinum blöðum um það að fletta, að hún var alvarlega sjúk. Hún gat ekki leynt því lengur fyrir sjálfri sér. í ein- hvers konar óráðsdvala verkj- andi lima og hitasóttar, tókst henni að hringja í númer lækn- isins og gefa honum upp nafn sitt og heimilisfang áður en símaáhaldið rann úr greipum hennar og sveiflaðist fram og aftur á þræðinum. Hvellt suð- ið í honum blandaðist á kyn- legan hátt drununum í höfði hennar sjálfrar. Læknirinn kom, en hún skynjaði aðeins til hálfs, hvern- ig hún fór að því að opna fyr- ir honum og hana verkjaði undan svölum höndunum, sem rannsökuðu handleggi hennar, fætur og háls. Hitamæli var stungið upp í hana, síðan fann hún hendur aftur — fleiri en tvær í þetta skipti — sem lyftu henni úr hlýju rúminu upp á eitthvað hart. Þetta varð síðasta, skýra hugsun hennar um lengri tíma. Hve lengi gat hún ekki gert sér grein fyrir, því fíminn virt- ist teygjast og dragast saman á víxl. Einstöku sinnum varð hún vör Við tilviljanakennd viðbrögð, volgt vatn, sem hún var þvegin úr, snögg nálar- stunga, andlit, sem hún sá bregða fyrir brot úr sekúndu, — og í þessi lífsmörk greip hún dauðahaldi. Kvalirnar voru hræðilegar og oftar en einu sinni heyrði hún sjálfa stg hrópa hástöfum, John, John! Þegar hún komst aftur til fullrar meðvitundar, lá hún i stállunga gat sig hvergi hreyft og átti erfitt um mál. John sat við hlið hennar. Hann sat þarna allan daginn, dag eftir dag, talaði við hana, mataði hana með skeið á ein- hverju, gulleitu glundri. Að nokkrum tíma liðnum hafði henni batnað svo, að hægt var að taka hana úr stállunganu. Hún gat setið uppi í rúminu, studd af svæflinum og hjúkr- unarkonurnar höfðu bundið grænt band um hár hennar og roðið ofurlitlum varalit á var- irnar. En hendur hennar og fætur voru lömuð og hlýddu ekki vilja hennar. — Símaþræðirnir eru úr sambandi, sagði hún við JoHn og reyndi að brosa, en brosið varð að óstyrkri grettu. — Ég veit það, sagði John, en viðgerðarmennirnir eru komnir á staðinn. Hún gat nú hugsað skýrar en áður. — Þú hefur ekki tek- ið starfið fyrir norðan? spurði hún. — Ég fæ eflaust annað tæki- færi seinna. — Hvernig geturðu verið hér allan daginn? Hvers vegna ertu ekki að vinna? — Ég vinn á nóttunni. Ég hef fengið vinnu sem nætur- vörður. Þetta er engin viðunandi lausn á málinu, hugsaði hún. Ég verð að flýta mér að ná heilsu aftur. Henni fór ört fram undir handleiðslu læknanna, og brátt gat hún ekið í hjóla- stól. Annar fótur hennar var enn alveg lamaður, en hún hafði fengið nokkurn mátt í hinn og hendurnar voru aftur orðnar hennar hendur enda þótt þær væru enn nokkuð stirðar og ankannalegar. John hvatti hana óspart og dag nokkurn færði hann henni ferðaritvél. Hún horfði undr- andi á hann. — Hvað á ég að gera við þetta? — Þú átt að skrifa á hana. Hann leit á hana frá hlið, snöggt, næstum glettnislega. — Það er kominn timi til að þú farir að rifja upp eitthvað af þínum gömlu kúnstum. Framh. á bls 35. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.