Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 12
ÞAU óku heim úr samkvæminu í þögn, þrúgandi, kæfandi þögn, sem aðskildi þau eins og tvö andstæð skaut í segulsviðinu og þrýsti þeim, hvoru út að sinni hlið í framsætinu á bíl Johns. Þögn sem þessi, var síður en svo nein nýjung á-milli þeirra, en hafði aldrei verið jafn óheillavænleg og nú, Þegar þau komu heim í íbúðina, stóð Jane kyrr meðan John opnaði dyrnar. Varir hennar herptust saman í mjótt strik, meðan hann fálmaði eftir lyklinum og tók bakföll. Þegar hann var búinn að opna, gekk hún rakleitt inn í svefnherbergið, fór úr kjólnum og settist við snyx-tiborðið til að hreinsa farðann af andlitinu. í speglinum sá hún að John stóð að baki hennar, óstöðugur á fótun- um sem fyrr og óneitanlega meir en lítið drukkinn, sem fyrr. FJARSKA — Jæja, þá! brauzt út úr John, — segðu það! Þú segir eitt- hvað fyrr eða seinna, svo hvers vegna ekki að byrja strax? Hann settist á rúmbríkina og kveikti sér í vindlingi. — Ég hafði ekki hugsað mér að segja neitt, sagði Jane með kveljandi rósemi. — Jú, það hafðirðu. Hvenær hefur það svo sem átt sér stað, að þú hafir ekkert sagt? Komdu nú með það, svo við getum lokið 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.