Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 34
þeim. Hvort atburðurinn gerð- ist á miðvikudegi eða íimmtu- degi verður þrætuefni þangað til enginn man lengur frá hverju átti að segja. Þau verða bergmál hvort af öðru og alltaf sammála, kannski til að halda hvort annað út. ’Já, já, Jón minn, það er alveg rétt sem þú segir1, jarmar konan um leið og maðurinn lýkur upp munni sínum. Þetta finnst mér hræði- legt, og ég held, að ég hefði átt bágt með að lifa í slíku hjónabandi." „Ef fólk á vel saman og hjónabandið er gott er auðvit- að æskilegra, að konan gifti sig,“ segir Fjóla, „en það sem maður sér og heyrir í kringum sig er ekki alltaf uppörvandi — mörg hjónaböndin eru þannig, að maður er feginn að vera frjáls þegar maður hugsar til þeirra. Ég myndi ekki öfunda neina konu bara af því að vera gift.“ MÉR finnst konan fórna miklu þegar hún giftir sig,“ segir Rósa hugsi. „Ég veit að það eru ýmsar hliðar á þessu máli, og vel má vera, að það veiti konunni meiri þroska og víðsýni að giftast, en alltof margar konur verða hálfgerð- ar ambáttir manna sinna og glata sjálfstæði sínu. Ég hef aldrei orðið nógu hrifin af manni til að geta hugsað mér að fórna honum þeim persónu- leika sem ég hef barizt við að halda — ég er ekki að segja, að hann sé svo merkilegur, en hann er mín séreign sem ég vil samt ekki missa. Kannski er ég of ráðrík eða kannski er það af því að ég hef aldrei hitt rétta manninn. Það má ekki vera fórn sem konan færir þegar hún gengur í hjónaband, og ef hún elskar manninn nógu mikið býst ég við, að hana langi til að gleyma sjálfri sér algerlega." „En það er ótrúlega erfitt að koma fólki í skilning um, að maður hafi ekki löngun til að gifta sig,“ segir Lilja. „Um leið og stúlka er gift, hvort sem hún er hamingjusöm eða ekki, vill hún óð troða öllum vin- konum sínum inn í hjónaband- ið líka. Ógift kona kemst ósjálf- rátt i varnarstöðu gagnvart þjóðfélaginu. Það er sífellt verið að spyrja hvort hún ætli nú ekki að fara að gifta sig, hvernig standi á því, að svona falleg eða indæl eða myndar- leg stúlka sé ekki löngu gift, og þegar hún segir hreinskilnis- lega, að hún vilji ekki giftast, eru það álitin súr vínber. Mað- 34 ur þarf að hafa skratti mikið sjálfstraust til að fá ekki minni máttarkennd og jafnvel sektar- tilfinningu út af þessari eilífu pressu. Og ef maður segir: ’Það er ekki af því að ég geti ekki náð mér í mann, heldur vegna þess að ég kæri mig ekkert um hjónaband1, þá er maður kominn í vörn.“ „Vinkona mín ein sagði: ’Það er andskoti hart að fá ekki frið til að pipra' “, segir Fjóla. „Og þetta er alveg rétt. Maður verður blátt áfram fyrir árás- um ef maður ekki giftir sig. ’Ekkert skil ég í þér að hafa ekki vit á að ná þér í mann,‘ segir fólk. ’Hefurðu bara ekk- ert vit á karlmönnum?1 “ „Ég gæti trúað, að margar stúlkur giftu sig fyrst og fremst til að losna við þessa pressu,“ segir Rósa. „Það þyk- ir á einhvern hátt fínna að bera frúartitilinn. Hvers vegna í ósköpunum er líka verið að merkja fólk eins og pakka og skilgreina hvort konur séu gift- ar eða ógiftar? Þessi titill fröken finnst mér alveg hroða- legur og auk þess óíslenzku- legur, og þá er ungfrú sízt betra — hvað þætti níræðum piparkarli um að vera kallaður yngissveinn eða ungherra fram til dauðadags, bara af því að hann gifti sig ekki?“ EN hvað um einlífið? Er það ekki stundum erfitt? „Það hefur sín vandamál alveg eins og hjónabandið hef- ur sín,“ segir Fjóla. „Hver ein- stök kona verður að gera upp við sig hvaða götu hún gengur í þeim efnum, en mér finnst það algert einkamál hverrar fyrir sig og ekki til að rök- ræða við aðra.“ „Ég hef aldrei hugleitt þetta neitt sérstaklega — ég meina með að vera ógift eða pipar- mey og lífið án karlmanns,“ segir Rósa. „Tíminn hefur lið- ið án þess að ég tæki mikið eftir því, ég hef haft nóg fyrir stafni og eiginlega þótt mjög gaman að lifa, einkum síðari hluta ævinnar. Maður er ekki alltaf að velta fyrir sér hvort maður sé nú svona eða hins- egin, allt í einu er maður orðinn roskinn án þess að hafa breytzt nein ósköp innan í sér, og maður heyrir talað í kring- um sig um aumingja kerling- una eða karlinn eða gamla fólkið sem er oft nokkrum ár- um yngra en maður sjálfur. ’Aha, þá er ég sem sagt orðin gömul?1 dettur mér í hug, og svo gleymi ég því aftur. Ein- lífið hefur ekki verið mér neitt HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 COIVSIIL (OIill\A bílaleiga inagnúsar skipliolii 21 síniar: 2IIÍI0-2IIÖ5 Haukur (juiwndAAo* HEIMASÍMI 21037. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.