Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 29
gefðu ég ekki skrifa fyrr. Ég hafði ekki peningana." í „Þetta er aðeins vinarheim- sókn,“ flýtti Chiang sér að segja. „Ég kom ekki til að rukka þig um peninga." Aika brosti. „Þakka þér fyrir Chiang. En nú hef ég pening- ana, Ég er leið ég ekki borga þér fyrr. Nú ætla ég ná í þá.“ Hún stóð á fætur en Chiang greip um hönd hennar og dró hana niður á legubekkinn aftur. „Þú getur borgað mér seinna, um leið og ég fer. Láttu mig ekki finna að ég sé einhvers konar innheimtumaður." „Fyrirgefðu," sagði Aika. Hún dró ekki til sín höndina en Chi- áng var órótt. Hann sleppti taki sínu. Aftur leið nokkur stund og þau vissu ekki hvað þau ættu að segja. Chiang braut heilann um hvers vegna honum fyndist eins og ósýnilegur veggur stæði á milli þeirra. Ef til vill voru þau bæði að reyna að gæta sín á þvi að segja ekkert rangt, ekkert sem gæti vakið óþægi- legar minningar frá San Fran- cisco. „Svo það eru tvær vikur siðan þú komst,“ sagði Chiang loksins. „Já,“ svaraði Aika. „Herra Tanaka mjög góður gefa mér vinnu aftur. Ég vinn fyrir hann á kvöldin. Frú Tanaka mjög góð gæta fyrir mig barnanna minna." „Tókstu öll börnin með þér frá Santa Cruz?“ „Já. Það er ekki gott fyrir börnin mín að búa hjá öðru fólki. Þau þekkja mig ekki. Ég var mjög óhamingjusöm af því. Nú þekkja þau mig smátt og smátt. Þau sofa núna.“ Aftur varð augnabliks þögn. Chiang skildi ekki hvers vegna honum þurfti að vefjast svo tunga um tönn, hann gæti ekki spurt hana um neitt. „Ég hef tvær vinnur núna,“ hélt Aika áfram. „Þess vegna ég get safnað nógu mikið til að borga þér. Á daginn vinn ég í fataverzlun í Lighthouse- götu. Mér þykir gaman að sauma." „Áttu við að þú vinnir sextán klukkustundir á dag?“ „Nei. Ég vinn bara fimm tíma í Tókíó-garðinum — frá fimm til tíu. Mér líkar vel. Nú vinn ég fyrir börnunum minum og sé þau á hverjum degi. Safna líka peningum." Hún virtist glaðleg og stirðleikinn var horf- inn úr röddinni. „Líkar þér enn vel vinnan þín, Chiang?“ „Já. Mér finnst hún að mörgu Ieyti skemmtilegri eftir tilbreyt- inguna." „Mér hefur aldrei áður þótt svona gaman að vinna," sagði Aika. „Þegar maður vinnur fyr- ir börnin sin finnst manni smátt og smátt erfið vinna skemmti- leg og getur unnið margar stundir án þess að verða þreytt- ur. Ég vissi það ekki áður. Það er skrítið." „Það gleður mig, að þú skulir hafa komist að því.“ „Áður ég var alltaf hrædd við byrði mína,“ sagði Aika, og rödd hennar varð lifandi. „Mér leið alltaf illa. Nú veit ég, ef maður vinnur mikið þá ekki svo mjög erfitt að sjá fyrir nokkr- um börnum og það er gaman að vinna mikið fyrir börnin sín. Nú er ég ekki lengur hrædd.“ Chiang langaði til að spyrja hana hvort það hefði verið vegna þessarar hræðslu, sem hún hefði ætlað að giftast herra Yee, en tók sig á og þagði. Ég býst við, að það sé eðlilegt," sagði hann án þess að vera vel ljóst, um hvað hann var að tala. „Áttu frí heiian dag í hverri viku?“ „Já. Þriðjudag. Þá á ég líka frí í verzluninni og get verið allan daginn með börnunum mín- um. Það er mjög mikilvægt. Ég mundi vera mjög ógæfusöm, ef ég hefði ekki þennan dag.“ „Gæti ég boðið þér út með mér eitthvert kvöldið?" heyrði Chiang sjálfan sig segja. Augnablik birti yfir Aiku, eins og þetta væri það sem hún hefði þráð heitast af öllu að heyra og vonast eftir, en einmitt þegar hún ætlaði að fara að svara hon- um dimmdi aftur yfir svip hennar og ljóminn í augunum hvarf. Umskiptin voru svo snögg og gagngjör að þau virtust varla möguleg. Chiang hefði heldur bitið úr sér tunguna en að koma með þetta boð, hefði hann vitað að viðbrögð hennar yrðu slík. En þegar hann ætlaði að fara að stama fram afsökunarbeiðni, sagði Aika: „Þú munt fyrirlíta mig, Chiang." „Hvað áttu við?“ spurði Chi- ang. „Þú hlýtur að fyrirlíta mig. Ég veit það. Ég var ómerkileg.“ Chiang horfði á hana og hleypti brúnum. Minningarnar þyrluðust um hann og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja. Aika hafði snúið andlit- inu undan og starði niður i gólf ið. Það voru þjáningardrættir í svipnum. „Ég eignaðist aftur barn,“ sagði hún. „Ég sagði þér aldrei að John Larson væri faðir þess.“ „Herra Yee sagði mér það,“ sagðfi Chiang. „Er þér alveg sama?“ Aftur varð löng þögn. Allt í einu stóð Aika upp af legubekkn- um og þaut til dyra. „Ég ætla að ná í peningana fyrir þig,“ sagði hún og í rödd hennar var niðurbældur ekki. Chiang leið illa. Hann sá eftir að hafa komið. Þau voru bæði orðin of viðkvæm og hörundsár til að eðlilegt vináttusamband gæti tekist milli þeirra. Það væri líklega betra að hann færi áður en Aika kæmi aftur: Hann stóð upp úr sæti sínu og gekk til dyra. Þegar hann var í þann veginn að opna þær, kom Aika aftur. „Ertu að fara?“ spurði hún. „Já,“ svaraði Chiang. „Hérna eru peningarnir," sagði hún og flýtti sér að fá honum Framh. á næstu bls. LÁTIÐ OKKUR ÞVO ÞVOTTINN OG HREINSA FÖTIN. SÆKJUM — SENDUM. »ORGAIII>VOTTAIlfsill II.I. Borgartúni 3. Sími 10135. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.