Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 20
1 orðum Keos. „Ég hef á tilfinningunni að upplausn kommúnistablakkarinnar byrji árið 1970“ — sama árið og Keo heldur því fram að erfið- leikar Indverja í sambúðinni við Kínverja muni leysast. Bretland: Ingrid Lind er á sínum heimavígstöðvum. Hún heldur að Harold Wilson verði enn við yöld í árslok, en spáir að Verka- mannaflokkurinn muni klofna í desember, í sama mánuði og JSdward Heath nær „hátindi persónulegra áhrifa.“ Waldner gér eins og ungfrú Lind „merki pm erfiðleika og áhyggjur“ á fyrstu mánuðum ársins, en frá ví í maí munu ferðalög Elísa- etar drottningar og góður érangur af utanríkisstefnu Wil- íons forsætisráðherra styrkja ítórlega áhrif þjóðarinnar og Étöðu hennar innan samveld- Jsins, spenna í innanríkismál- lun mun slakna og efnahags- tnálin þróast í rétta átt. Ojha er hinsvegar svartsýnn, svo Svartsýnn að við ætlum ekki að hafa spár hans eftir, en Shastri Épáir hins vegar að Bretar Jnuni að lokum sigra í Rho- desíu-deilunni. Frakkland: „Sérkort de Gaulle forseta er undir sterkum áhrifum frá hinum óþægilegu stjörnuafstöð- pm fyrir árið 1966,“ segir Ing- rid Lind. André Barbault held- Ur að de Gaulle sjálfur „eigi þess kost að sækja fram, eða hörfa undan að öðrum kosti,“ en bætir við að líkur virðist meiri fyrir því að hann verði ekki við völd í árslok 1966. Og Ebertin segir að hann geti André Barbault, er Parísarbúi og varaforseti Alþjóðasam- bands stjörnuspámanna. Hann spáir með því að kynna sér rúnir hinna háu sala. þurft að fela fulltrúa sínum völdin. Vestur-Þýzkaland: Ebertin heldur að Ludwig Erhard kanzlari verði að mæta alvarlegu áfalli í febrúar og marz og öðru í sumar og einnig að hann muni eiga við heilsu- farslega örðugleika að stríða, en verði samt sem áður styrk- ari í stöðu sinni í árslok, en hann er nú. Gerhard Schröder utanríkisráðherra fær erfið- leikatímabil við að glíma í vor, hugsanlega í sambandi við al- þjóðlegt hættuástand, en hon- um mun vegna vel á síðari helmingi ársins. Franz Josef Strauss getur búist við von- brigðum í vor og sumar, en staða hans mun styrkjast svo upp úr því að hann mun þrýsta mjög á um að fá stöðu í stjórn- inni seint á árinu 1966, eða snemma á árinu 1967. Ebertin spáir örum frama kristilegu demókratanna Rainer Barzel og Josef — Hermann Dufhue og einnig jafnaðarmannsins Helmuth Schmidt, þó að hann muni verða fyrir ofsafengnum árásum. Fyrir Erich Mende, leiðtoga frjálsra demókrata, spáir Ebertin stjórnmálalegum erfiðleikum í maí og júní og heilsufarslegum í vor og í árs- lok. Ebertin neitar að segja nokkuð um framtíð Walter Ulbricht leiðtoga austur þýzkra kommúnista. Stjörnukort hans fyrir árið 1965 var svo slæmt, að Ebertin álítur það krafta- verk að hann skyldi komast heill á húfi út úr því. Hug- hreystandi tíðindi hverjum þeim, sem að ástæðulausu ganga með áhyggjur vegna spádóma. En Ebertin skýrir þetta svo, að persónulegur styrkleiki geti ævinlega sigr- ast á forlögunum! En hvað sem einstaklingn- um líður, spáir Waldner hag- stæðu ári fyrir Sambandslýð- veldið Þýzkaland. Hann segir að efnahagurinn muni halda sínu striki. Vestur Þýzkaland rriun sýna „meiri sveigjan- leika“ gagnvart A-Þýzkalandi og stefna að friðsamlegri lausn á þeirra málum. Það mun einn- ig friðmælast við þjóðir Aust- ur-Evrópu, en styrkja um leið stöðu sína í NATO og hjá Sam- einuðu þjóðunum. Þá mun Þýzkaland marka nýja stefnu í málum Efnahagsbandalagsins, til að losa það úr sjálfheldunni. (Barbult heldur að vandræði sexveldanna muni leysast á fyrsta fjórðungi ársins, en að hagur þeirra hækki með batn- andi veðurfari). ftalía: Waldner segir að Ítalía hafi enn ekki komist yfir örðugleika sína, „en efnahagsmálin munu taka eftirtektarverðum breyt- ingum til batnaðar seint í sumar og mun það hjálpa stjórninni að komast yfir póli- tíska erfiðleika í september — október." Ítalía mun taka mikilvægt skref með áhrifa- miklum uppástungum viðvíkj- andi Bretlandi og Efnahags- bandalaginu og hún mun taka að sér hlutverk málamiðlar- ans innan NATO. Japan: Efnahagur Japans mun fara stöðugt batnandi frá aprílmán- uði til ársloka, segir Sakai. Loforð um skattalækkanir verður efnt, en lækkunin mun nema sem svarar 800 milljón- um dollara í stað 1,4 þúsundum milljóna, sem efnahagsmála- ráðuneytið áætlaði. Stjórn Satos heldur völdum þrátt fyr- ir umfangsmiklar' mótmælaað- gerðir stúdenta og verkamanna í febrúar og nóvember og inn- byrðis andstöðu gegn Sato í flokki Frjálslyndra demókrata. Andstaðan gegn fullgildingu sáttmálans milli Japans og Suður-Kóreu mun ekki hafa nein teljandi áhrif á stjórnar- far Satos. Fulltrúadeild þings- ins verður rofin í haust og í kosningunum sem fylgja í kjöl- farið munu bæði frjálslyndir demókratar og lýðræðis jafn- aðarmenn tapa þingsætum til Hreinstjórnarflokks Komeitos. Sósíalistaflokkurinn mun halda þingsætafjölda sínum og kommúnistar munu því sem næst þurrkast út. f utanríkismálunum mun Japan gegna mikilvægu hlut- verki sem sáttasemjari milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, en mun ekki skipta sér af deilum Kínverja og Sovét- manna, eða Kínverja og Banda- ríkjamanna. Ferð sú, sem Sato áætlar til Moskvu í maí, verð- ur farin einhvern tíma á árinu. Sakai spáir hvorki alvarleg- um kuldaköstum, eða þurrki á árinu, en fjórum miklum hvirfilvindum. Þéir múnú geysa á litlu éýjunum' súður af strönd Honshu, en taká síðan stefnúná á meginlandið í áttina til Tókíó og skilja mikla eyði- leggingu eftir að baki sér. Það verða einnig fjórir meiriháttar jarðskjálftar og einn þeirra leiðir hörmungar yfir þjóðiná. Dauði tveggja fyrrverandi stjórnarherra verður tregaður af þjóðinni. Ingrid Lind skrifar um stjörnu- speki. Hún fékk áhuga á þeim fræðum af kynnum við frænku sína ógifta. Hún hefur stundað spádóma síðan 1953. Indland — Pakistan: Stríð milli Indlands og Pak- istan er næstum öruggt og tak- markað stríð milli Indlands og Kína getur brotist út milli febrúar og maí, segir Shastri. Kína mun ná á sitt vald ein- hverjum indverskum land- svæðum. Leynisamningur milli Kínverja og Pakistana geta orðið í ágúst, september, en með hjálp vinveittra ríkja mun Indland að lokum bera sigur úr býtum. Munkurinn Keo heldur líka að vandræðin í sambúð Kína og Indlands haldi áfram, en trúir ekki að upp úr sjóði. „Vandamál Indlands og Pakistan er hægt að leysa,“ segir hann. „En grundvelli að samkomulagi er ekki hægt að ná fyrr en eftir ár hér frá (miðað við desember 1965) og fullnaðarsættir takast ekki fyrr en 1970.“ Keo tímasetur hugs- anlegt samkomulag í Kínversk- Indversku deilunni um sama leyti. Sambúð Indverja og Nepal mun batna á meðan, að því er Shastri segir. Fæðuskorturinn mun sitja við sama, segir Shastri, en al- mennt séð mun efnahagurinn batna og einnig verzíunarjafn- vægið. Indland fær aðstoð frá Bandaríkjamönnum, Sovétríkj- unum og Þýzkalandi en á tíma- bilinu milli 15. öktóber og 12. nóvember getúr hallæri gengið ýfir Keralá ög önnur Suður- ríki Indlands. Á stjórnmála- sviðinú mun Mörarji Desai ná mikilvægri stöðu, ■ það verða ráðherráskipti og ríkisleiðtogi mun deyja óvænt. Þrír aðrir þjóðarleiðtogar og leiðtögar í Gujrat og Bengal munu einnig hverfa af sviðinu. í Pakistan spáir Shastri vin- 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.