Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 22
1 „HEIMUR versnandi fer?" Eða er það nú víst? Um það er stundum rœtt að siðgœðinu sé að hraka, svör við þeirri spurningu hefur FÁLKINN lagt eftirfarandi spurningu fyrir nokkra þjóðkunna menn: ! svöruðu: Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, séra Einar Guðnason í Reykholti, Eiríkur Sigurðsson skólastjóri l. Svör þeirra við spurningunni fara hér á eftir: Aðalbjörg Sigurðardóttir. Til þess að svara þessari spurningu, verður fyrst að ókveða siðgæðismælikvarð- ann, sem miðað er við, því vitað er að ekki eru siðgæðis- kröfur hinar sömu í öllum löndum og heldur ekki á mismunandi tímabilum. T. d. myndi sparsemi ekki vera í dag talin sú höfuðdyggð sem hún hlaut að vera á hung- ursárum íslendinga. Ekki myndi heldur skilyrðislaus hlýðni við foreldra og yfir- boðara skipa eins háan sess á siðgæðismælikvarðanum og áður var. Sá mælikvarði, sem ég mun miða við, er tekinn úr trúarbók kristinna manna, Biblíunni, því fram að þessu hefur það verið svo, að sið- gæðishugmyndir þjóðanna hafa byggst á trúarbrögðum þeirra. Ein fyrsta saga Biblíunn- ar á eftir sköpun og synda- falli er sagan um Kain og Abel. Þegar Kain drepur Abel, bróður sinn, kallar guð hann til ábyrgðar og spyr um bróður hans en Kain svarar: „Á ég að gæta bróður míns“. í þessari sögu kemur bæði fram bróður- skyldan og tregðan að full- nægja henni. Alltaf hafa mennirnir afsakað slæma breytni sína hver gagnvart öðrum með því að aðrir komi þeim ekki við, þeir eigi ekki að gæta bróður síns, en alltaf er siðgæðis- krafan sú sama. „Þú átt að gæta bróður þíns“, og í dag er þó meira reynt að verða við þeirri kröfu, en nokkru sinni áður, samanber t. d. tryggingakerfi þjóðanna og alls konar samhjálp. En hvað segir þá höfund- ur vorra eigin trúarbragða, Kristur. Hann segir: „Það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra,“ og: „Það, sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér og mér gert“. Lengra verður tæplega gengið í kær- leiksboðuninni, og þá verð- ur það kærleikurinn, sem er undirstaða alls siðgæðis, hann sem miðað verður við fyrst og fremst. Þegar þessi mæiikvarði er lagður á siðgæði íslenzku þjóðarinnar fyrir 30 árum og svo í dag, þá held ég að það hafi að minnsta kosti ekki versnað. Enginn maður á íslandi myndi t. d. í dag viðurkenna réttmæti sveita- flutninga á fátæku fólki, en þeir áttu sér stað fram til ársins 1934. Meðferð mun- aðarleysingja, gamals fólks og ósjálfbjarga hefur stór- batnað og þjóðin viðurkenn- ir skyldu sína í þessu efni. Siðgæði þjóðfélagsins hefur sem sé batnað, og þó að telja megi fram ýmsa lesti ein- staklinganna, sem hafa færzt í aukana með batnandi af- komu og meira frelsi, þá er það vonandi stundar fyrir- bæri, sem vitur þjóð og trú kærleikshugsjóninni sigrast fljótlega á. Einar Guðnason. Ég var kennari við Reyk- holtsskóla frá 1931—1964, og ég þekki þar til enn, þótt kennslu sé lokið. Væri nú fyrir mig lagt að flokka nemendur Reyk- holtsskóla með tilliti til ofan- ritaðrar spurningar, þá tel ég ekki að einkunn síðari árganga yrði lægri einkunn hinna fyrri, er á allt væri litið. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Séra Einar Guðnason. Eiríkur Sigiuðsson. 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.