Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 30
/ Ef þcr viijjiö vvitu yötBV oy yvsiunt yöuv úrvals múliíöir. fuliÍiantnu þjjúnetsiu ny hlíleyi utnhverfi þú vcljjiö þcr öruyyleytt V i111STIÐ þá. Chiang sianK pennigunum í vasann. „Góða nótt Aika,“ sagði hann og hraðaði sér út. Þegar hann var kominn niður á neðsta dyraþrepið, heyrði hann að Aika kallaði til hans. „Chi- ang.“ Hann sneri sér við og leit upp. Aika stóð á veröndinni og hélt með báðum höndum um tré- handriðið, eins og hún þyrfti að styðja sig. 1 daufum bjarman- um frá götuljóskerinu sýndist hún lítil og veikbyggð og brjóst- umkennanleg; nærri gegnsæ. „Ef þú vilt ennþá hitta mig, Chiang, þá verð ég í Tókíógarðinum annað kvöld.“ „Góða nótt, Aika," sagði Chi- ang aftur og gaf henni högg- stað á sér. Hann gekk hratt yfir götuna, fór inn í bílinn og ók af stað. Hann var nú ekki lengur í skapi til að leika mahj- ong við Wei-hjónin og gesti þeirra, heldur fór hann beint heim í gistihúsið, hringdi til herra Wei og afsakaði sig, tók tvo svefnskammta, sem hann keypti i lyfjaverzlun á leiðinni og háttaði. Þrátt fyrir svefnskammtana varð honum lítið svefnsamt um nóttina og morguninn eftir gerði hugarrót hans það að verkum, að þeir nemendur, sem lögðu stund á mandarin-kínversku, hlutu lélegasta tilsögn i öllum skólanum. Eftir hádegið tók hí>nn sér fri frá störfum og ók 30 FÁLKINN tii Carmel. Þar lá hann í hvit- um sandinum á ströndinni og vonaði að gjálfrið í öldunum og salt sjávarloftið myndu hreinsa huga hans. Hann horfði á fjar- lægar þrýstiloftsvélar draga hvíta hringi á bláan himininn og einmana gamm, sem renndi sér hljóðlaust og án takmarks um loftið, án þess að skeyta hið minnsta um risamálmfuglana og gný þeirra fyrir ofan hann. Chiang leitaði athvarfs í ta-tso aðferð Búddhatrúarmannanna og reyndi að tæma hug sinn af allri hugsun, til þess að geta svo með auknu innsæi, byggt hugarheim sinn frá grunni. Honum til undrunar hvarf honum nú óróinn smátt og smátt. Hann fór að reyna að gera sér grein fyrir, hvers vegna endurfundurinn við Aiku hafði fengið svo á hann. Var það vegna þess, að tilfinningar hans og rökræn skynsemi áttu í si- felldri baráttu í undirvit.und hans. Var hann hræddur? Já, hann hafði verið hræddur um að sagan endurtæki sig. Hann þjáðist af sama óttanum og Aika, óttanum við að tilfinn- ingar hans yrðu særðar. Eini munurinn á þeim var sá, að Aika óttaðist fleira en hann. Hún hafði óttast fjárhagslegt öryggisleysi, óttast ástina, sjálfa sig, hún hafði jafnvel kosið að svifta sjálfa sig lífi. Hann vissi nú, að hún elskaði hann; með kossinum á St Mary torginu hafði hún reynt að segja honum það, en hún hafði verið svo viss um, að hin þunga framfærslu- byrði, sem á henni hvildi og samband hennar við John Lar- son myndi ávallt verða óyfir- stíganlegur veggur á milli þeirra. Hún hafði ekki getað trúað því að ást hans væri nógu sterk til að brúa þetta bil. Hann sá Aiku greinilega fyrir sér, þar sem hún stóð á verönd- inni við hús herra Tanaka og hélt sér i handriðið, þreytt kona, veikbyggð og einmana, og kall- aði á eftir honum. Hann skildi nú orð hennar; vissi að í þeim var falin hina sama bæn og hún hafði áður þurft að bera fram við tvo menn, en í bæði skiptin verið grimmilega svikin: „Ef þú vilt eiga mig ennþá, Chiang, ef þú elskar mig ennþá — komdu þá aftur innan sólarhrings." Hin angurværa mynd vakti með hon- um svo heitar tilfinningar, að honum vöknaði um augu. Hann lá kyrr í sandinum þar til sólin var gengin til viðar og síðustu geislar hennar bræddu gull um himin og haf... Hann kom í Tókíó-garðinn klukkan níu um kvöldið. Herra Tanaka, sem sat við peninga- kassann, stóð upp, hneigði sig fyrir honum og brosti. Þegar þeir höfðu skiptst á kveðjum, gekk Chiang að básnum, sem hann hafði alltaf setið í áður fyrr og snætt sukiyaki og drukk- ið japanskt te, en sukiyaki hafði hann nú ekki bragðað í heilt ár. Það var nú ár siðan hann hafði komið í Tókíó-garðinn; veitinga- stofan virtist eldri, en ilmurinn af japönskum réttum, sem lagði innan úr eldhúsinu og hin hljóm- þýða, japanska tónlist voru enn hin sömu. Matsalurinn var að- eins hálfsetinn. Eftir dálitla stund birtist Aika í eldhúsdyrunum í skrautlegum japönskum slopp og með matar- bakka í höndunum. Við bjart Ijósið í matsalnum sýndist hún hafa elzt um fimm, sex ár. Göngulag hennar var ekki eins hvatlegt og mjaðmasveiflur hennar, sem dregið höfðu marg- an manninn að þessu litla, jap- anska veitingahúsi fyrir ári síðan, voru nú lítt áberandi. Allt við hana bar vott um sorg og erfiðleika hins liðna árs, sem hafði verið langt og miskunnar- laust. Það hafði breytt henni mjög. Þegar hún nálgaðist borð Chi- angs, kom hún auga á hann. Það birti yfir andliti hennar eins og af innra ljósi. Ósjálfrátt ætlaði hún að ganga til hans og heilsa honum, en tók sig fljótlega á. Hún sneri við, nam staðar við borðið á móti Chiang og lagði matarbakkann á það. „Fyrirgefðu," sagði rauðbirkni Framh. á bls. 33.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.