Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 4
FYRIR UNGA FÓLKID * THE BEATLES 1 ( AVI II\ KllliM M Það byrjaði allt í Cavern klúbbnum í Liverpool. Þar komu The Beatles fram og léku kvöld og kvöld við góðar undirtektir. Síðan kom Brian Epstein til sögunnar. Nú, framhaldið þekkja táningarn- ir betur en nokkurt atriði í mann- kynssögunni. Myndin er tekin í umræddum klúbb og eins og sjá má, hafa Bítlarnir ekki verið tekn- ir til við að safna hári, enda var Ringo ekki kominn til sögunnar. Blökkumanninn kann ég ekki að nefna, en allt um það, fer auð- sýnilega vel á með þeim félögum. ☆ BENEDIKT YIGGÓSSON SKRIFAR Peter og Gordon Um tíma leit út fyrir að þeir yrðu að hœtta að syngja. Hér er um að ræða tvo unga Breta, Peter Asther, 21 árs og Gordon Walker, 20 ára. Á fyrstu plötu þeirra var titillagið A world without love, en það var samið af þeim Lennon og MacCartney. Lagið komst í fyrsta sæti bæði í U. S. A. og Bretlandi. Frægðarferill þeirra var hafinn eða svo héldu menn. En er plata nr. 2 kom út, gerðist það einkennilega, að hún náði sama og engri sölu í Bretlandi. Þannig fór einnig um næstu plötur. Vonleysið gagntók Peter og Gordon og þeir létu hafa eftir sér, að ef næsta plata kæmist ekki á TOPP 20. listann, þá myndu þeir ekki syngja inn á fleiri hljómplötur. Að vísu gengu plötur þeirra vel í U. S. A., en þeim varð að sjálfsögðu mest umhugað að endurheimta vinsældir sínar í föðurlandi sínu. Á næstu plötu þeirra var gamalt lag í nýrri útsendingu, True love ways, og viti menn, það rauk strax upp fyrir 10 á vinsældalistanum og var þar vikum saman. Nú birti yfir sviðinu og félagarnir fylgdu þessum óvænta, en gleðilega sigri fast eftir og nú var það hið fallega og ógleymanlega lag To know you is to Iove you, sem varð fyrir valinu og þá beindist sviðsljósið svo um munaði að brezku piltunum, því þetta lag náði gífurlegum vinsældum um heim allan. Síðar rak hver platan aðra og hugmyndin um að hætta söngnum var rokin út í veður og vind. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.