Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 8
MILL J ARÐ ABRÚÐUR Þau giftu sig í Jóhannesarborg í S-Afríku fyrir skemmstu. Nöfn hinna lukkulegu eru Mary Oppenheimer og George Wandell, hún er dóttir demantakóngsins Ernest Oppenheimers, sem dó fyrir 17 árum og lét dóttur sinni eftir u. þ. b. 4,8 milljarða króna, svo ekki ættu ungu hjónin að þurfa að horfa í peninginn í framtíðinni. Brúðkaupsveizlan var heldur ekki af verri endanum. Ekki færri en 4000 af ríkustu mönnum heims hafi verið þar meðal boðsgesta. Brúðguminn er hinsvegar venjulegur brezkur „rugby“ leikari og ekki vitum við hvort jafnræði er með þeim hjónum peningalega séð. inm ,\ o« YFIRBOT Brezki kvikmyndaleikarinn Peter O’Toole gat sér mikið orð fyrir frammistöðu sína í kvik- myndinni um Arabíu-Lárus, en hún var sýnd í Háskólabíói í fyrra. Nú er hann að leika í mynd, sem gerð er eftir skáldsögu Josheps Conrad, Lord Jim. Tarna er heldur skrítinn náungi, sem vill komast til metorða í Austurlöndum. Hann elskar meðbræður sína, en svíkur þá þegar mest ríður á til að bjarga eigin skinni. Þar með hefur hann eyðilagt hluta af sínum betri manni og samvizkan nagar hann sí og æ og hann eyðir því sem eftir er ævinnar til að reyna að bæta fyrir brot sitt. Fangar ng manniíðarmál Anna María er 17 ára gömul, en örlögin hafa slegið hana þeim hryllilega sjúkdómi er blóðkrabbi nefnist (leukæmi). Hún væri að líkindum löngu dáin, ef fangarnir í ríkis- fangelsinu í Indiana ríki hefðu ekki komið sér saman um að sjá henni fyrir öllu því blóði, sem hún þarf á að halda. Til þessa dags hefur hún fengið um 80 litra af blóði úr fangelsinu og hér á myndinni sést hún (önnur frá vinstri) koma út úr fangelsinu eftir að hafa þakkað föngunum blóð- og líf- gjöfina. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.