Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 33
• Aika Framh. af bls. 30. maðurinn við borðið, „er þetta mín pöntun? Ég bað ekki um chow mein.“ „Hæ,“ hrópaði hermaður í næsta bás, „það hlýtur að vera mín pöntun. Ég er búinn að bíða heilt ár.“ Aika bað rauðbirkna manninn afsökunar hálfvandræðaleg, og lagði matinn á borðið hjá her- manninum. „Chow mein kjúkl- ing?“ spurði hún. „Rétt er,“ sagði hermaðurinn,“ það er kominn tími til. Þið hljót- ið að hafa ungað honum út eftir að ég kom hingað.“ Svo leit hann upp og brosti. „Það er allt í lagi ungfrú, ég er ekkert að flýta mér.“ Aika baðst enn afsökunar og hneigði sig hæversklega en hrað- aði sér svo fram í eldhúsið og sótti te fyrir Chiang. Skref henn- ar virtust nú fjaðurmagnaðri en áður og göngulagið hressilegra. Þegar hún stóð við borð Chiangs, horfðu þau hvort á annað. Hvor- ugt þeirra mælti orð. Það var aftur kominn roði í andlit henn- ar; augu hennar, sem fyrir stuttri stundu höfðu verið rauna- leg og gljáalaus, Ijómuðu nú eins og stjörnur. Chiang horíði 1 þau, og las þar hugsanir henn- ar eins skýrt og hún hefði hróp- að þær til hans: „Þú ert kom- inn! Þú ert kominn til mín!“ Eitt tár var að byrja að læðast niður vanga hennar. „Það sama og venjulega, herra Chiang?" spurði hún. „Já, það sama og venjulega," sagði Chiang og brosti til henn- ar. C. Y. Lee. • Þegar konan Framh. af bls. 15. niður í hugsunarhætti barn- anna. Þú getur verið einmana innan um þína nánustu eða hæstánægð alein; það fer al- gerlega eftir því hvernig þú ert innréttuð andlega. Ég á tvær systur sem ég tala oft við og sand af vinum, en oft finnst mér bezt að vera ein heima þegar ég er ekki í vinnunni. Stundum skrepp ég á skíði um helgar, og það er alveg draum- ur, stundum ligg ég og hlusta á grammófóninn eða les í bók, og stundum mála ég.“ HÚN málar abstrakt myndir sem glóa og glitra af lita- gleði og hlustar á jazz. Áður var hún módel í útlöndum, en rekur núna sína eigin snyrti- stofu. Hún klæðir sig sam- kvæmt nýjustu tízku og þolir vel að hafa pilsfaldinn langt fyrir ofan hné. „Það getur auð- vitað hugsazt, að allt í einu hitti ég mann sem ég fell flöt fyrir,“ segir hún, „en mér ligg- ur við að vona ekki. Ég er hrædd um, að húsmóðurlífið passi ekki við mig. Bara að hugsa til þess að þurfa að búa til mat að minnsta kosti tvisvar á dag, upphugsa nýja og nýja rétti og eyða löngum tíma í hreingerningar og uppþvotta, fer alveg með mig. Að vera bundin heima yfir starfi sem manni dauðleiðist finnst mér hryllileg tilhugsun, og þurfa svo að biðja manninn sinn um hvern eyri sem maður þarf á að halda, jafnvel til gjafa handa honum sjálfum ... nei, það freistar mín ekki. En kona sem giftir sig og eignast börn getur ekki hlaupið frá öllu saman til að stunda þá vinnu sem henni fellur betur, þótt hún hafi efni á að borga fyrir húshjálp og barnagæzlu. Það er ætlazt til af henni, að hún sé óeigingjörn og aðlögunar- hæf, og þykir raunar sjálf- sagður hlutur, en það er stað- reynd, að margar menntaðar nútímastúlkur eiga afskaplega erfitt með að sætta sig við hjónabandið þegar út í það er komið.“ „Já, mörgum stúlkum finnst þær hafa það miklu betra með því að giftast ekki,“ segir Fjóla, „og þær hika við að fórna t. d. fjárhagslegu sjálfstæði sínu fyrir giftingarhringinn. En þess ber líka að gæta, að fá störf eru þannig, að konur verði ekki leiðar á að vera í þeim alla ævi. Það er öðruvísi fyrir karlmanninn sem reiknar með því frá byrjun að vera fyrir- vinnan og starfa utan heimilis- ins. Ég get hugsað mér, að lista- konur fái nóga fullnægingu í að sinna köllun sinni og þarfn- ist ekki eins félagsskapar karl- manns, en það þýðir ekki að bera á móti því, að fyrir venju- lega konu er það eðlilegra líf að giftast og eiga börn.“ „Ef hún eignast börn, já,“ segir Rósa. „En sé einlífið óeðli- legt, þá finnst mér barnlaus hjónabönd þó enn óeðlilegri. Og ekki er konan síður bundin ef hún á engin börn. Mörg barnlaus hjón verða óheyrileg- ir egóistar og binda allt í fastar skorður hjá sér, kýta sýknt og heilagt út af einhverjum smá- munum sem engu máli skipta og gleyma aðalatriðunum *" 'ir GÓLFTEPPI alls konar WILTON teppadreglar margir fallegir litir. Gangadregíar alls konar Teppafílt Teppadeildin ----1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetrí og íallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.