Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 39
Eitt og aimað með sveskjum SVESKJUSTÖNG OG 450 g hveiti 125 g smjörlíki 3 tsk. þurrger eða 35 g pressuger Ca. IV4 dl mjólk 4 msk. sykur 1 egg ÞRÍHYRNINGAR. 300 g sveskjur 1 msk. sykur 1 tsk. vanillusykur Safi úr Vz sítrónu 1 egg Mulinn molasykur Hrærið 1 msk. af sykri og vanillusykur saman í skál ásamt sítrónusafanum. Leggið sveskjurnar ofan á og hellið það miklu af vatni á að sveskjurnar séu í kafi. Látið bíða yfir nótt. Sveskjurnar teknar upp úr, steinarnir teknir úr og þær saxaðar gróft. Hveiti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við, gerið leyst upp í ylvolgri mjólkinni. Blandað í deigið ásamt sykri og eggi. Deigið hnoðað vel. Notið % hluta deigs- ins á stöngina og V3 hluta í þríhyrninga. Fletjið stærri hlutann út í þunna aflanga köku. Skerið í ská inn í hliðarnar, leggið sveskjurnar á miðjuna. Fléttið stöngina á þann hátt að leggja flipana til skiptis frá hvorri hlið yfir sveskjurnar. Látið lyfta sér á volgum stað í um 20 mínútur. Sveskjustöngin smurð með samanþeyttu eggi, grófum sykri stráð ofan á. Bakað ljósbrúnt við 275° í 15—20 mínútur. Hinn hluti deigsins flattur út í ferkantaða köku, sem skorin er með kleinujárni í ferhyrninga 8X8 cm. Látið um 1 msk. af sveskjum á hvern og brjótið þá saman í þríhyrning. Brúnunum þrýst vel saman. Smurt með eggi, sykri stráð á. Bakað eins og stöngin. 275 2 150 1 250 SVESKJUKAKA. g hveiti msk. sykur g smjörlíki cggjarauða g sveskjur 50 g sykur 1 tsk. vanillusykur Safi og börkur af 1 sítr ónu 2 msk. flórsykur. Sveskjurnar lagðar í bleyti yfir nótt. Steinarnir teknir úr sveskjunum, sem eru síðan soðnar í þykkt mauk ásamt rifn- um sítrónuberki, sítrónusafa, sykri og vanillusykri. Smjörlikið mulið sáman við hveitið. sykri og eggjarauðu blandað saman við, deigið hnoðað. Þekið lausbotna tertumót með % deigsins, sveskjumaukið sett í. V3 deigsins flattur út lagt sem lok yfir, köntunum þrýst vel saman með gaffli. Deigafgangar, sem skerast utan af, flattir út og skornir í litla hringi eða hjörtu, sem lögð eru ofan á lokið. Kakan smurð með eggi. Bökuð við 175° í nál. 30 mínútur. Flórsykri sáldrað yfir kökuna, þegar hún er orðin köld. SVESKJUÁBÆTIR. 250 g sveskjur 150 g sykur Sítrónubörkur, vatn VaniIIa, möndlur 3 egg 1/2 1 mjólk. Sveskjurnar lagðar í bleyti, soðnar þar til þær eru meyrar ásamt sítrónuberki og 2 msk. af sykri. Steinarnir teknir úr og er gott en þó alls ekki nauðsynlegt að setja Vi eða 1 flysjaða möndlu í staðinn. Sveskjurnar látnar í eldfast mót. Egg og sykur þeytt vel, mjólkinni og vanillu hrært saman við, þevtt. Hellt yfir sveskjurnar. Bakað við jafnan hita 200° 1 nál 45 mínútur eða þar til allt er hlaupið. Borið fram volgt eða kalt með þeyttum rjóma eða hrákremi. Hrákrem: 2 eggjarauður 1 dl þeyttur rjómi 1 eggjahvíta 2 tsk. vanillusykur. 3 msk. sykur Eggjarauðurnar hrærðar með sykri og vanillusykri. Eggja- hvítan stífþeytt, einnig rjóminn. Blandað varlega saman við eggjahræruna. Borið strax fram. SVESKJUFRAUÐ. 200 g stórar sveskj- 3,4-l dl sykur ur 4 eggjahvítur 4 dl vatn (möndlur). Sveskjurnar lagðar i bleyti, soðnar þar til þær eru meyrar, steinarnir teknir úr. Sveskjurnar skornar smátt, sykri bland- að saman við. Eggjahvíturnar stífþeyttar, þeyttar um stund. Ávöxtunum blandað varlega saman við og nokkuð af söxuð- um, flysjuðum möndlum ef vill. Sett í vel smurt eldfast mót. Bakað við 150° í um 45 mínútur. Ekki opna ofninn. Borið fram strax annars fellur brauðið. Gott er að bera þeyttan rjóma með. rf* ?f* ?f* ifr FÁLKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.