Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 13
þessu af. Ég er leiður á að bíða eftir gosinu, sem ég veit að kemur fyrr eða síðar. Jane fleygði frá sér hárburstanum á snyrtiborðið. og stóð upp. — Fyrst þú krefst þess, þá þætti mér gaman að vita, hvort þér er ómögulegt að taka þátt í samkvæmi eitt einasta skipti án þess að drekka of mikið. — Ég var ekki einn um það. Og ég drakk ekkert að ráði. En hana- stélin, sem Hewitthjónin brugga manni, eru nú ekkert blávatn, ef til vill hefur þú sjálf orðið þess vör? — Ég veit aðeins, að þú lagðist til sunds strax í byrjun og hélzt því áfram það sem eftir var kvölds- ins. Það er ekkert nýtt. Og þegar ég hugsa mig um, þá er ekki langt síðan angaði af þér áfengislykt þegar þú komst heim úr vinnunni á daginn. — Æi, Jane í guðanna bænum! Þú veizt að þetta eru hroðalegar ýkjur. Hann hnaut ofurlítið um orð- in. — Ef viðskiptavinir mínir vilja skála fyrir lokinni samningsgerð, þá get ég ekki skorast undan því. Það verða allir að taka þátt í félagslífi að vissu marki. Ég man heldur ekki betur en ég hafi þurft að snúast hér og elda kvöldmat við og við, þegar þú hefur verið úti í Guð má vita hvers konar erindum með hin- um og þessum sjónvarpsmönnum. Snöggir drættir fóru um andlit Jane, en siðan varð það rólegt og slétt eins og gríma. — Ég fæ ekki séð hvers vegna þú ættir ekki að taka á þig nokkuð af heimilisstörfunum endrum og eins. Þú ert sannarlega sá eini, sem ég þekki, sem getur steikt meyrustu kjötsneiðar þannig að þær verði eins og skóbætur á bragðið, en mér finnst ekki réttlátt af þér að ætlast til að ég vinni ein öll störf heimilisins. At- vinna mín er jafn erfið og þín, ef til vill sýnu erfiðari. Þér var ljóst, þegar við giftum okkur, að ég myndi ekki segja upp stöðu minni. Ég bar ekki í brjósti 'neina metnaðargirni varðandi húsmóðurhlutverkið og verkefni þess. Og allavega___ Augu Johns urðu að mjóum rifum, en það var öruggt merki um, að hann gat misst stjórn á sér þá og þegar. — Jane, ef þú svo mikið sem vík- ur að því einu sinni enn, að starf þitt sé mikilvægara, skemmtilegra og betur launað en mitt, þá skal ég löðrunga þig svo þú vitir ekki þitt rjúkandi ráð! Hún sneri sér að honum. Hún svar- aði engu en augnaráð hennar var hvasst og ögrandi. Þú gætir bara reynt það, sagði augnaráðið, gerðu það ef þú þorir og sjáðu hvað skeð- ur. John stóð í dyrunum og hendur hans héngu ráðleysislega niður með hliðumun. Svo kreppti hann allt í einu hnefana, snerist á hæli og fór út úr herberginu. — John! hrópaði Jane. — Ef þú ferð niður og heldur áfram að drekka núna, þá geturðu leitað þér að öðr- um svefnstað í nótt. Hann kom aftur og virti hana fyr- ir sér um stund. — Legubekkurinn í stofunni er ekki eins kaldur og þú, sagði hann stuttur í spuna og fór aftur niður. Jane settist aftur við snyrtiborðið og horfði lengi á andlit sitt í spegl- inum. Svo afklæddi hún sig hljóð- lega og lagðist í rúmið. Henni gekk illa að sofna og hún var með krampa- drætti í fótleggjunum. Það var ör- uggt merki um, að hún hefði einnig drukkið helzt til mikið. Hvernig í ósköpunum, hugsaði hún, höfðu þau John komizt að þeirri niðurstöðu, að hjónaband yrði þeim gæfuríkasta úrlausnin? Þau höfðu verið nógu ástfangin fyrir þrem ár- um til þess að finnast það góð hug- mynd, skynsamleg ráðstöfun, rök- ræn úrlausn. Lífið átti að verða óbreytt eftir sem áður, aðeins betra, með varnarvegg gegn einmanaleik- anum, bættum efnahag og sparifé á vöxtum í bankanum. Óskadraumur- inn hafði verið hús, einhvers staðar í nágrenninu, þar sem grösugt væri og gróðursælt með litskrúðuga garð- flöt fyrir framan og stóra verönd, þar sem hægt væri að halda sam- kvæmi á sumrin. Bíl áttu þau bæði, hennar var Anglia, sem kominn var af léttasta skeiði, John átti Austin fjölskyldubíl, traustan í útliti, til þess að vera í samræmi við traust verzlunarfyrirtæki. En hvað var orðið úr hjónaband- inu eftir þrjú ár? O-o hún vissi svo sem hvar skórinn kreppti. Hugmynd- ir Johns um hina fullkomnu eigin- konu voru eitthvað í átt við litla, sæta húsfreyju með rósótta svuntu og eplakökur og annað lostæti sem sérgrein. Það var ekkert athugavert við þessa fyrirmynd, en hann hefði frá upphafi átt að gera sér ljóst að hún myndi ekki hæfa því hlutverki. Ef til vill hafði hann vonað, að hún myndi breytast. Karlmenn voru þannig. Þeir ímynduðu sér allir, að það eitt að vera gift, væri konunni nóg. Þeir hugsuðu ekki um öll árin, sem fara í að olnboga sig áfram, áður en konan — í stöðugri baráttu gegn fordómum karlmannanna — er orðinn forstjóri sjónvarpsdeildar hjá risafyrirtæki eins og Sarleys. Mér líður hörmulega, hugsaði Jane. Það getur ekki verið að kenna áfenginu einu saman. Ég reyndi að takmarka drykkjuna eins og mögu- legt var vegna félagslegs velsæmis. SMÁSAGA EFTIR ■ Ég held helzt að ég sé að veikjast af inflúenzu. Hún fékk aftur krampadrætti í fæturna og sparkaði frá sér til að losna við þá. Að lokum tókst henni að sofna. Morgunverkin á heimili Jane og John Halstead voru í föstum skorð- um. Sá, sem fyrstur vaknaði, byrj- aði á að matreiða morguverðinn. John varð fyrstur á fætur þennan morgun. Hann fór í steypibað meðan kaffið hitnaði. Hann var þegar búinn að hella í fyrsta bollann, þegar Jane kom fram í eldhúsið. Hún var með dynjandi höfuðverk og sat aðeins og fitlaði við matinn. Hinum megin við borðið sagði John: — Nú er því lokið, er það ekki, Jane? Hún leit upp, undrandi. — Rifrildinu áttu við? Upp á síð- kastið hafði óvináttan haldizt a. m. k. þangað til síðdegis, stundum nokkra daga, já jafnvel heila viku. — Nei, hjónabandinu. Hún fann til sársauka innra með sér, ekki aðallega vegna þess sem í orðunum fólst, heldur hinu, að henni hafði flogið það sama í hug og henni fannst að hún, sem var þolandinn, hefði einkarétt á að brydda upp á því. En hún hélt áfram að pota í matinn og sagði með uppgerðarkæru- leysi í röddinni: — Já, ég geri ráð fyrir því. — Ég hef ekki minnst á það við þig áður, en mér hefur verið boðin fulltrúastaða fyrir norðan. Og þar sem samkomulagið er ekki lengur með neinum ágætum hjá okkur, þá hefur þú líklega ekkert við það að athuga, að ég taki boðinu? — Alls ekkert. Henni var brenn- heitt á höfðinu, en hendurnar ískald- ar og röddin sömuleiðis, þegar hún sagði: — Viltu fá skilnað? — Ekki nema þú óskir eftir því. Ekki fyrst um sinn að minnsta kosti. Framh. á bls. 31. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.