Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 41
Það var mikil þátttaka í 2. umferð, og nú komust margir réttilega upp í háar tölur. Verðlaunin: 1. verðlaun, 500,00 hlýtur Þuríður Indriðadóttir, Giljá, Vatnsdal, A-Hún. 700 stig. Lausn Þuríðar: andsnúni — nandúinn — dúnninn — sanninn — nandúinn — únsan — innsnúna — nandúinn — nandúinn. 2. verðlaun, 200,00 hlýtur Helga Laxdal, Túnsbergi, Svalbarðsströnd, S-Þing. 656 stig. Lausn Helgu: andsnúln — núandinn — dansinn — sand- núin — núandinn — únsan, — innsnúin — núandinn — núandinn. 3. verðlaun verða að þessu sinni að skiptast á milli Davíðs Haraldssonar, Gleráreyrum 14, Akureyri og Sigurð- ar Magnússonar Hverfisgötu 14 Hafnarfirði. Þeir sendu nákvæmlega eins lausn og hlutu báðir 655 stig. Lausn Davíðs og Sigurðar: andsnúin — nandúinn — dúnninn — sanninn — nandúinn — únsan — innan — nandúinn — nandúinn. Næsta þraut Næsta lykilorð er AFARKOSTIR. Nýjum þátttakendum skal bent á að aðalreglan er sú að aðeins má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi réttritunarreglum. Samtais: Nafn: ....................................... Heimilisfang: ............................... Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500,00, 200,00 og 100,00. Ef margir ná sama stigafjölda verður dregið um verðlaunin Frestur til að skila lausnum er þrjár vikur, Merkið umslagið ORÐ AF ORÐI 6. Utanáskriftin er: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411. • Ég er saklaus Framh. af bls. 37. virðist manni hann vitrari en annað fólk, og ef ég væri minnstu ögn hjátrúarfullur, þá myndi ég segja að hann væri skygn. — Nú, það var ískyggilegt, sagði Marianne. Ef svo væri ætlaði hún að vona, að hann sæi aðeins fram en ekki aftur í timann og gæti þvi ekki orðið neins áskynja um fortíð hennar. Lengra uppi í berginu var stór Pallur festur upp innan í tröll- auknum gíg og voru botn og Veggir gígsins úr mjallhvítum steini. — Er þetta marmari? spurði Marianne forviða. — Nei, þá væri ég orðinn milljóneri, sagði Ulf hlæjandi. Því miður er þetta aðeins kvarz og sú tegund er ekkert nálægt því jafn verðmæt og marmari. En hún er falleg samt. Finnst þér það ekki? — Jú, til hvers er það notað? — Til járnvinnslu. Eigum við að fara niður? Marianne fór út úr bílnum. Loftið hér uppi í skóginum var kyrrt og mollulegt. Himininn var orðinn grár og þungbúinn. Ulf klifraði á undan Marianne út á mjótt einstigi, sem lá í bugðum niður í botn gígsins. Einhvers staðar í fjarska hvað við spreng- ing í berginu. Steinnáman var eins og djúp- ur, drifhvítur brunnur, um hálf- ur kílómeter i þvermál. Á brunn- barminum uxu há grenitré, tein- rétt eins og varðmenn. Botninn var fullur af grjótflögum og stórum klettum. Ulf leiddi hana áleiðis að miðjum gígnum og tók sér síðan stöðu aftan við hana. — Líttu nú á, sagði hann og sneri henni i hring eftir þvi, sem hann benti. Þarna — og þarna — og þarna! Frá þessum kringl- ótta gíg standa geislar í allar áttir. Öll kvarznáman er eins og risastór, hvít stjarna, að vísu ekki alveg regluleg, en það er þó all sérkennilegt. — Hvernig getur slík jarð- myndun átt sér stað? spurði Marianne undrandi. — Það hefur ef til vill verið komið að jólum, þegar Skapar- inn vann að þessu bergi, sagði Ulf og hló. Eigum við að fara inn í fremsta geislann? — Já, það gæti verið gaman. Úr kringlóttum gígnum komu þau inn i djúpa, snjóhvíta gjá, en innst i henni unnu nokkrir verkamenn að því að hlaða sundursprengdu kvarzi á lítinn vagn, sem ók á teinum. Allt í einu heyrðist druna, svo undir tók i berginu. Veggir gjárinnar voru baðaðir í fjólubláu ljósi. — Hvað var þetta? Önnur sprenging? — Nei, það var þruma. Hún var að visu langt í burtu í þetta skipti, en við getum samt farið að leggja af stað upp að bíln- um. Hér er ekkert meira að sjá, og... Eldingin og þrumugnýrinn komu samhliða og stórir regn- dropar skullu á hvitum stein- botninum. Á tveim minútum var skýfallið í algleymingi. Steinarn- ir urðu hálir. Marianne hrasaði, rann, féll við nokkrum sinnum og hruflaði sig á hnjánum. Hún beit saman tönnunum. Þrumu- skellir og hvitfyssandi eldinga- leiftur gengu hvert á fætur öðru. Ulf greip um handlegg hennar og hálf dró hana með sér. — Vertu ekki hrædd, sagði hann. Þetta verður bráðum búið. Nú skulum við bara klifra upp. Getui’ðu komizt sjáif núna? 41 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.