Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 11
ekki — gat ekki viðurkennt brot, sem ég hafði ekki framið? Hvar hafði hann haldið sig í tvö ár, maðurinn, sem ók bíln- lim? Hann gat ekki hafa meiðst mikið, þar sem honum tókst að Íyfta henni yfir í ekilssætið og hverfa siðan. Hann hafði komið Öllu haganlega fyrir — til þess að bjarga sjálfum sér! Hvílíkur heigull og samvizkulaus þorpari! Marianne fannst hún vera að kafna. Hún varð að fara út til að ná andanum. Ef hún flýtti sér, myndi hún geta farið í gönguferð niður að vatninu áður en timi væri til kominn að byrja aftur á skrifstofunni. Þegar hún var í þann veginn að beygja fyrir gaflinn á setrinu, opnaði einhver eldhúshurðina fyrir Tarzan. Marianne gat aðeins séð afturhluta hundsins með sveifl- andi rófuna. Framhlutinn var í hvarfi við eldhúshurðina, sem stóð upp á gátt. — Leiður ertu og ljótur, hund- kvikindi, þig hef ég fengið sem refsingu syndanna. Gagn að þú getur ekki sagt huldunni frá þessu hnossgæti, sem ég er að gefa þér. Þetta var rödd eldabuskunnar, full af einlægri viðkvæmni. Mari- anne hélt áfram. í dyragættinni sat Jannis Anna með handlegg- ína um háls Tarzans og jós yfir hann gælum og skammaryrðum. Hún var klædd eldhússlopp og hafði hvítan klút bundinn um höfuðið. Það brá fyrir hvössum glampa I augum hennar þegar hún sá Marianne. Hafði skrif- stofudaman heyrt hvað hún sagði? Myndi hún þvaðra um það? Hún sleppti Tarzan og stóð á fætur. — Það er veðrið til að ganga úti núna, sagði hún. — Já, ég hafði hugsað mér að hreyfa mig ofuriítið áður en ég settist aftur inn á skrifstofuna. Maturinn var svo góður, að ég hef áreiðanlega borðað yfir mig, svaraði Marianne brosandi. — Það gerir minnst til, meðan hún hefur matarlyst, sagði Anna snúðugt og sneri við inn í eld- húsið aftur. Hefur matarlyst? Hvað átti hún við? Marianne hristi höfuð- ið. Voru allir eitthvað skritnir i kollinum i dag? Fyrst Louise.. og nú Jannis Anna! Marianne lokkaði-Tarzan með sér og gekk niður trjágöngin. Fyrir neðan hana glitraði á is- bláan flöt Runn-vatnsins, með sólbliki í smáum gárum. Loftið var þrungið ilmi af björk og ný- laufguðum hlyni. Skammt frá landi vakti fiskur í vatninu. Á yfirborðinu mynduðust hringir, sem stækkuðu og dreifðust í all- ar áttir þar til þeir máðust út. Eftir fáeinar vikur myndi vatn- ið vera orðið svo hlýtt, að hún gæti hlaupið þangað og baðað sig á morgnana — og ef til vill í hádeginu og aftur eftír vinnu- tima! Hún settist á stein og horfði út yfir vatnið. Tarzan fleygði sér niður við hlið hennar og lá og mókti með lafandi tungu. Hún lagði hendina á breitt höfuð hans og lék sér að öðru eyranu á honum. Það var dásamlegt að hafa hund hjá sér. Það rak ein- manakenndina á flótta. — Finnst þér einnig að ég sé ókvenleg? spurði hún hundinn hálfglettnislegum rómi. Ef þú vissir nú hver ég er... Hljóðmerkið frá verksmiðj- unni sem stóð utar við vatnið, tætti loftið sundur. Marianne spratt á fætur. Klukkan var eitt. Það var kominn tími til að snúa aftur, til viðskiptabréfa, timbur- lista og Jansson. Hún lagði af stað upp brekkuna. Hátt fyrir ofan hana stóð herrasetrið. Það var nærri því fallegra að sjá frá vatninu en hinum megin frá. Grannar, ávalar súlurnar kring- um veröndina gáfu því virðulegt yfirbragð. Dyrnar að garðstof- unni stóðu opnar. Rétt fyrir innan þær en þó vel sýnileg, stóðu Ulf og Louise. Hann lagði handlegginn um herðar henni. Marianne vék í skyndi til hlið- að og faldi sig bak við sýrenu- trén, sem uxu báðum megin við gangstíginn. Hún ætti að hlaupa inn í skrifstofuna' en ekki standa hér eins og negld við jörðina og einblína á þau. En hún gat ekki hrært legg eða lið. Hún var forviða, vissi ekki sitt rjúkandi ráð ... Að það skyldi geta valdið henni þvílíkum sársauka að horfa á tvær hamingjusamar manneskjur! Hún þráði sjálf hamingju... hafði þráð hana ósegjanlega... allra heitast á tímabilinu eftir að slysið varð. En allir höfðu dæmt hana og dómurinn hafði útilokað hana frá lífinu og mannlegum félags- skap. Hjúin þarna uppi voru sólar- megin í iífinu. Henni virtist það mjög táknrænt, að hún skyldi sjálf standa þarna í skugganum, svo langt fyrir neðan þau, eins og hún væri á hafsbotni... Skyndilega hvarf henni lömun- in. Hún hljóp eins og hún ætti iífið að leysa til skrifstofunnar í hægri álmunni. ÞRIÐJI KAFLI. Nú lá Tarzan við hliðina á stól Marianne, þar sem Ulf var ekki heima Hann. hafði verið fjarverandi í marga daga til þess að vera viðstaddur skógar- uppboð. Dyrnar að innri skrif- stofunni stóðu opnar og autt herbergið blasti við þeim. Mari- anne glamraði á ritvélina til þess að yfirgnæfa þögnina. Verk- stjórinn I verksmiðjunni var ný- búinn að skila vinnuskýrslum sínum og Jansson var nú að kenna henni að reikna út vinnu- laun verkamannanna. Tímar, teningsmetrar, dýrtíðaruppbót, prósentur og ákvæðisvinnutext- ar hringsnerust í höfðinu á henni. Hún sló álnalangar talna- raðir í reiknivélina, lagði saman, reiknaði aftur og aftur... — Hvernig fer skógaruppboð fram? spurði hún allt í einu. — Varan er stimpluð og selzt á rót, svaraði Jansson. í sama bili hnerraði hann svo gríðar- lega, að Marianne lyftist upp úr sætinu. Tarzan hrökk upp af svefninum og sendi honum að- varandi augnaráð. — Fara þeir þá út í skóginn og seija trén? spurði hún og renndi langri talnaræmu milli fingranna. Hún sneri baki í Jans- son og sá þess vegna ekki, að axlir hans hristust. — Einmitt, sagði hann graf- alvariegur. Hrr! Venjulega koma mörg hundruð manns á þessi uppboð og þeir ganga tré frá tré og bjóða í og yfirbjóða. — Er það, já. Það er þess vegna, sem það tekur svona langan tíma, sagði Marianne í- hugandi. Hve lengi mundi Ulf eiginlega verða að heiman? — Oft margar vikur, fullyrti Jansson. Hvað ertu að reyna að telja aumingja stúlkunni trú um? spurði Ulf Stigman, sem hafði komið inn svo hvorugt þeirra heyrði. — Hrrm! Hún trúði mér, sagði Jansson. Hann tók upp köflóttan vasaklút og snýtti sér. Marianne sneri sér við og horfði á mennina báða. Ulf hall- aði sér upp að dyrastafnum og skellihló. Tennur hans lýstu mjallhvítar í sólbrenndu andlit- inu og augun Ijómuðu. Ef til vill var hann búinn að koma við í aðalhúsinu og hitta Louise — og kyssa hana — áður en hann færi til skrifstofunnar. Mari- anne fann til ákafrar óbeitar og hana sveið í hjartað. Ulf líktist mest skógarguði, svo áberandi karlmannlegur... — Var það ekki satt, að þið færuð út í skóginn og selduð trén? spurði hún. Ulf varð skyndilega alvarleg- ur á svip. Nú voru aftur komn- ir þessir þjáningardrættir í fölt andlit hennar — nákvæmlega eins og þegar hann sá hana fyrst — og augnaráðið var fullt af mótþróa. Einkennileg stúlka! Varð hún svona vegna þess að Jansson gerði að gamni sínu við hana? Þóttasvipurinn gerði and- lit hennar fráhrindandi á ný. Ef hann aðeins gæti komið henni til að hlæja! En eins og á stóð dirfðist hann ekki að glettast við hana. Það var eins og það ætti ekki við þegar þessi svipur var í augum hennar. — Nei, Jansson lýgur eins og hann er langur til. Þú verður að launa honum lambið gráa og segja honum einhverja trölla- sögu seinna, sagði hann vin- gjarnlega. — Ég get ekki sagt neinar tröllasögur. Fólk trúir mér ekki einu sinni, þegar ég segi satt! sagði Marianne án þess að hugsa sig um. Hún hefði getað bitið úr sér tunguna, þegar henni varð ljóst, hvað hún hafði sagt. — Ég á við, að ég hef ekki nægi- legt hugmyndaflug til þess. — Fyrir alla muni, taktu ekki allt svona skrambi alvarlega! Hefurðu enga kímnigáfu? hraut út úr Ulf. Hann rétti sig upp frá dyrastafnum með rykk, gekk inn í innri skrifstofuna og lét aftur hurðina á eftir sér. Honum fannst flibbinn þrengja að hálsinum á sér, enda þótt hann væri fráhnepptur. Þessir aflöngu augnskjáir voru ... þau komu honum I uppnám. Hann gat ekki afborið þau. Sjálfstjórn hennar var eins og brynja utan um einhverja ósýnilega sorg; það var ærandi ósamræmi. Ef til vill hafði hún I raun og veru orðið fyrir einhverri ástarsorg. Sá, sem hefði svikið hana var áreiðanlega snarvitlaus, hugsaði hann. Hvað var það, sem Louise hafði sagt? Að Marianne gæti orðið ástfangin í honum — Ulf Stigman. Bull og þvaður! Ekki Marianne... hann væri nú lík- lega enginn Don Juan heldur! Gremja hans magnaðist og varð að reiði. — Hvern fjandann sjálfan er ég að hugsa um Marianne? Taut- aði hann. Ég ætla að kvænast Louise, strax og ... Þau ættu þó að minnsta kosti að láta líða hálft ár — helzt eitt ár — áður en þau giftu sig. Hann dirfðist ekki að viður- Framh. á bls. 36. HÚN HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HÚN NOKK- URN TÍMA FINNA HINN ÓÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKIJGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVI AÐ HÚN FENGI ALDREI MANNINN SEM HÚN ELSKAÐI? FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.