Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 26
Julie Andrews AÐ var Julie Andrews að að þakka að hún komst inn á leiklistarbrautina. Hún stóð á leiksviði í fyrsta skipti, í London 1948. Julie var þá aðeins 12 ára gömul og lék í söngleiknum „Starlight Roof“ og hámark hans var litli söngurinn hennar Julie „Mignon“. Þegar Julie byrjaði að syngja varð dauðakyrrt í salnum, en þegar seinasti tónn- inn dó út hófust fagnaðarlæti áheyrenda. Þetta endurtók sig kvöld eftir kvöld. Þegar Julie varð 18 ára hafði hún leikið í fjölmörgum lát- bragðs- og söngleikjum og hafði meðal annars verið kynnt fyrir ensku konungsfjölskyldunni. Hún var þá þegar þekkt og vinsæl listakona í London, en engan og allra sízt hana sjálfa hafði dreymt um að nokkrum árum seinna yrði hún heimsþekkt stjarna. Hinn raunverulegi frægðarfer- ill hennar byrjaði á því að hún fékk tilboð frá Ameríku um að leika í „Boy Friend“. Julie afþakkaði fyrst í stað því hinn ameríski leikstjóri setti það skilyrði að hún skrifaði undir tveggja ára samning. Julie sem aldrei hafði ferðast utan Englands og aldrei verið í burtu frá foreldrum sínum, gat ekki hugsað sér að vera að heiman nema í mesta lagi í eitt ár. Að síðustu féllust þeir amerísku á eins árs samning. Það er þessum samningi að þakka að Julie fékk lífs síns gullna tækifæri, því að í lok þessa árs byrjuðu leikstjórarn- ir Lerner og Loewe að leita að stúlku í hlutverk Elizu í My Fair Lady. Kvöld eitt sáu Lerner og Loewe, Julie á Broadway. Julie fékk hlutverk- ið sem Elíza og þar með sitt stærsta leiksviðstækifæri, en einnig sín mestu kvikmynda- vonbrigði. í um það bil fjögur ár lék Julie hlutverkið sem Elíz.a Doolittle, til skiptis á Broadway og í West End leik- húsi í London. Þegar svo kvikmynda átti leikritið, biðu allir — og einnig Julie eftir að hún fengi hlut- verkið á hvita tjaldinu. En Jack Warner, sem gera átti kvikmyndina, hafði aðrar áætl- anir. Frá hans sjónarmiði séð var Julie ekki nógu stórt númer. En það var Audrey Hepurn aftur á móti. Að vísu gat hún ekki sungið en hug- vitsemi leikstjórans bjargaði því við. Ég talaði við Julie Andrews litlu síðar að þetta gerðist. Hún. tók á móti mér í íbúð sinni í London,bauð mér til tedrykkju og lét álit sitt í ljós á þessa leið: Ég varð mjög vonsvikin þegar Jack Warner gekk fram- hjá mér með aðalhlutverkið. Ég hafði ákveðið reiknað með því. Elíza Doolittle var orðin eins og tvíburasystir mín, og ég vildi svo gjarnan fara með hlutverkið í kvikmynd. Ég hefði orðið græn af öfund ef einhver önnur en Audrey Hepurn, sem ég dáist mjög að, hefði fengið þetta hlutverk. Ef til vill varð þessi ósigur til þess að Julie náði eins langt og raun ber vitni í leik sínum sem Mary Poppins, hlutverk sem Walt Disney bauð henni eftir vonbrigðin með Jack Warner. Fyrir leik sinn í þeirri mynd tók Julie á móti Oskars- verðlaununum 1965, — en þar með hafði hún sigrað keppinaut sinn Audrey Hepurn. Jvdie Andrews hefur nef sem oft er líkt við skíðabrekku, skarplegt andlit og glæsilega fótleggi. Hún er oftast klædd síðbuxum, og eins og hún hafi alltaf á tilfinningunni að fólk horfi á fæturna á henni, situr hún samanhnipruð í sófanum. Hún notar lítið eitt af andlits- púðri, engan varalit, en mikla augnskugga sem fá dökkblá augun til að njóta sín til fulls. Hún er kvenleg og hlédræg, en veit augljóslega hvað hún vill. Hún er ekki ímynd hinnar draumlyndu Mary Poppins, þvert á móti er hún í sínum þröngu síðbuxum, með tak- markaðan, andlitsfarðann, ein- kennandi dæmi hinnar fram- gjörnu, duglegu nútímakonu. hún brosir leiksviðsvön, en tal- ar mjög varlega. Hún virðist vera dálítið fjarlæg og maður hefur á tilfinningunni að hún sé á verði gagnvart einhverju. Ef til vill er hún hrædd við blaðamenn. Hún hugsar sig vel um, svar- ar mjög nákvæmlega og gætir þess að allt sé rétt skrifað 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.