Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 24
Mikil og geigvænleg áfengisnautn á mikinn þátt i að rifa niður siðgæði þjóð- arinnar. Áður fyrr var drykkja karla oft grói og ruddaleg, en nú eru konur og unglingar einnig orðm áfengisneytendur. Heimilin eru undirlögð af óreglunni. Margs konar ósiðsemi fylgir þessari miklu áfengisnautn, þótt ekki verði rakin hér. Flest gróf afbrot eru framin undir áhrifum áfengis. Hvað er að segja um villi- mannlegar útiskemmtanir unglinga með taumlausri áfengisnautn? Benda þær á gott siðferði með þjóðinni? En öllum er kunnugt, að þær hafa átt sér stað. Talið er að fleiri óskilget- in börn fæðist hér en með öðrum þjóðum, eða rúmlega fjórði hluti allra barna í landinu. Ekki hef ég tölur um hvernig þetta var fyrir 30 árum, en hygg þó að hér hafi sigið á ógæfuhlið. Talar það sínu máli um al- mennt siðgæði. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Ef ein- hverjum þykir þetta ljótur lestur, þá hefur þjóðin sjálf lagt til söguþráðinn. Það er þýðingarlaust að blekkja sjálfan sig með því, að ís- lenzka þjóðin sé vel á vegi stödd í siðgæðislegum efn- um nú á tímum. En þó að margt sé athuga- vert á þessu sviði, má þó benda á annað sem bjartara er yfir. Mannúð og hjálp- fýsi virðist hafa farið vax- andi, og kemur það bezt fram, þegar einhver hefur orðið fyrir slysi eða öðru tjóni, hve margir eru fúsir að rétta hjálparhönd. Sama gildir með að hjálpa þeim, sem skuggamegin hafa orð- ið í lífinu. Bendir þetta á kærleiksríkt og gott hjarta- lag þjóðarinnar. Guðbrandur Magnússon. Þér spyrjið hvort siðgæði á íslandi sé lakara nú en það var fyrir þrjátíu árum? Þessu svara ég afdráttar- laust neitandi! Á þessu tímabili höfum við íslendingar eignast nýja tegund að menningu — borg- armenningu! Og í dag þurfum við Reykvíkingar enga borg að öfunda! Ekki heldur af sið- ferði! í þessu efni hef ég oft hugsað um staðreyndina, „að umhverfið skapar manninn", og undrast hversu skamman tíma það tekur! Við sveitafólkið erum orð- ið að fyrirmyndar borgarbú- um — Reykjavík þolir að horfa framan í hvaða borg sem er, lika siðferðilega! Séra Gunnar Árnason. Það skal óðara sagt, að útilokað er að gefa ákveðið svar við höfuðspurningunni, né á þann veg að það væri almennt tekið gilt. Stafar það m. a. af því að engin algild útlistun er til á orðinu siðgæði, enda uppi ýmsar siðgæðisstefnur, bæði hér á landi og um heim allan. Mér hefur nýlega borist norsk bók: Mennesket i sam- funnet (Maðurinn og sam- félagið) 1 b. Höfundurinn, Tor Aukrust leitast þar við að grafast fyrir um grunn siðgæðiskröfunnar, er hann heldur fram að sé í eðli sínu alfeðm og algjör (abso- lut). Síðan ræðir hann hlut- verk kirkjunnar í siðgæðis- málum og gerir beinan og óbeinan samanburð á krist- inni siðfræði og húmaníst- iskri — og marxístiskri sið- fræði. Mér finnst þetta næsta gagnleg bók og nokk- ur ástæða til að nefna hana hér. Þótt flestir muni ganga út frá því sem gefnu, að átt sé við kristilegt siðgæði með ofangreindri spurningu, eru allmargir í landinu, sem telja sig marxista og eins húmanista og legðu að sjálf- sögðu mat á málið út frá sínum sjónarmiðum. Ég hygg þess vegna að okkur íslendingum væri þörf á að kynnast fræðilegum saman- burði af þessu tagi. Lang- flestir munu — eftir því sem oftast heyrist — halda að hér sé raunar um harla lítinn mun að ræða: siðgæð- ið sé óháð trú og heimspeki og haldist í líku horfi, hvaða mynd sem þær taki. Slíkt ætla ég fjarri lagi. Þá er ég hræddur um að það kunni að rugla suma í ríminu í sambandi við siðgæðishug- myndirnar að kalla húman- ismann mannúðarstefnu á íslenzku, alveg að honum ólöstuðum. Orðið mannúð táknar fyrst og fremst mann- gæzku og bróðurkærleika í hugum okkar. Og það er vægast sagt ekki unnt að slá því föstu að óathuguðu og órökstuddu máli, að þetta hvort tveggja sé meira bund- ið við húmanisma en kristin- dóm. Eftir þessa aðgæzlu á að hafa vaðið fyrir neðan mig, legg ég í að svara spurning- unni ögn nánar. Fyrir þrjátíu árum var heimstyrjöld nýlega umgarð gengin og önnur að hefjast. Engum dylst að þær ollu gjörbyltingu svo að segja á öllum sviðum um víða ver- öld. Það væri óhugsandi að halda því fram að sú bylt- ing hafi ekki náð til siðgæð- issviðsins. Þýzkaland naz- ismans er eflaust kunnasta og augljósasta dæmið um hið gagnstæða. En flóðalda styrjaldartímanna skall líka hér að strönd og fleytti mörgu á land: Nýrri tækni, vaxandi veraldlegri vel- gengni, erlendum her, nýj- um stefnum í listum — og vafalaust ýmsum nýjum sið- gæðisskoðunum. Ég er alls ekki að fullyrða, að þær hafi allar verið vondar. Sennilega gætir hér nú meira frjálslyndis og að sumu leyti andlegs víðsýnis en áður. Mannúðin hefur líka farið vaxandi að vissu leyti. Vöxtur og viðgangur almennra trygginga er t. d. merki þess. Við skiljum öll betur en áður að við búum í samfélagi allra þjóða. Ég get hins vegar nefnt annað, sem mér finnst mega fullyrða, að sé lakara í sið gæðislegu tilliti en fyrir 30 árum. Það er drukkið miklu meira af áfengi og almenn- ar af ungum og gömlum en þá. f sambandi við það hef- ur virðingunni fyrir manns- lífunum hrakað. Það er oft afsakað með skýrskotun til áfengisneyzlu ef valdið er slysum eða unglingar tældir til siðferðisbrota. Ástin hefur að mínum dómi fengið nokkuð annan hljóm í málinu, verið mikið útþynnt og þó um leið gerð að nokkurs konar kínalífs- elexir. Margar bækur, kvik- myndir og samtöl bera þess glögg merki — tala því máli. Mig uggir að við séum enn fjær því en áður, að hlýðn- ast boði postulans: Látið ekkert svívirðilegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem gott er til uppbygg- ingar. Og ef marka má það, sem sagt er manna á milli og skrifað í blöðunum, þá hef- ur þjóðinni farið aftur með þegnskap á vissum sviðum svo sem ýmiss konar trúr mennsku. Hér er ekki rúm til að ræða þetta frekar. Aðeins þessi athugasemd að end- ingu. Ég er í flokki þeirra manna, sem telja að siðgæð- ið sé álíka háð trú og lífs- skoðunum og ávextirnir trénu. En þótt hér séu nú engir vortímar í trúarlegu tilliti er það engin sönnun þess að allt hljóti að fará síversnandi. Flóðið, sem ég minntist á er enn ólgandi, en skóli reynzlunnar segir alltaf til sín. Ég vona að þrátt fyrir allar blikur á lofti og óneit- anlegt óáran að sumu leyti í okkur mannfólkinu mun- um við gæta endurheimts sjálfstæðis og vera vaxandj þjóð og batnandi. Og að kristnin muni eiga gildan þátt í því. Jóhanncs úr Kötlum. ..... -4 Fyrir þrjátíu árum var það kreþpan — nú er það viðreisnin. Þá var það at- vinnuleysið — nú er það yfirvinnan. Þá var það skort- urinn — nú eru það alls- nægtirnar. Þá voru það fúl- ar kjallaraholur — nú eru það ilmandi veizlusalir. Þá var það göturáp skóleys- ingja — nú er það span í lúxusbílum. Þá var það heiðursfátækt — nú er það verðbólguspilling. Þá voru það félagsleg markmið — nú er það gróðabrall einstakl- inga. Þá var það vakandi gagnrýni — nú er það sljótt umburðarlyndi. Þá var það byltingarástríðan — nú er það atómmartröðin. Þá var það draumurinn um fram- tíðina — nú er það sefjun dátasjónvarpsins. Þá var ljóminn yfir alþingishátíð- inni í fersku minni — nú eru heitstrengingar lýð- veldishátíðarinnar fallnar í gleymsku. Þá voru Mývetn- ingar ljóðræn náttúrubörn — nú er verið að steypa þeim í kísilgúrleðjuna. Þá var frumstæð öreigaþjóð staðráðin í að þræða hinn mjóa veg hlutleysis gagn- vart blóðþyrstum vopnaveld- um — nú er tæknivæddur stríðsgróðalýður búinn að leggja breiða veginn til er- lendrar herstöðvar á Mið- nesheiði og erlendrar stór- iðju við Straum. Enda þótt slíkur saman- • • • • Framh. á bls. 42. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.