Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 25
 iaufjitjsir: Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Reyndu að komast að því hvað veldur þvi að samstarfsmenn þínir eru ekki eins vin- g.iarnlegir og venjulega. Þú ættir að forðast að imynda þér allt hið versta frá þeirra hendi. Fréttir í Kegnum síma eða bréfa- skriftir koma illa við þig á einhvern hátt. Málningavörur í miklu úrvali: Gólfdúkur Gólfflísar Veggflísar Veggdúkur Amerískar KENTILE gólfflísar — GLÆSILEGIR LITIR — LITAVER sf. Grensásvegi 22. Sími 30280 — 32262. Sendum heim. Sendum gegn póstkröfu um allt land. uutjiijsir: Einsmannssvefnsófi, stœrð 145 cm lengist upp í 185 cm með púðunum, sœngurfata- geymsla undir, stólar fást í stíl við sófann. húsgagnaverzlun Hverfisgötu 50 — Sími 18830 NautiÖ, 21. avríl—21. maí: Varastu að flæk.ia þér í vandamál sem þér koma ekki við. Þú hefur nóg að gera við að glíma við þín eigin og koma starfi þínu á traustan grundvöll. Vertu vinsam- legur í garð þeirra sem yngri eru en þú og leita ráða h.iá þér. Tvíburarnir, 22. maí—21. júni: Þú munt komast að þvi í þessari viku að ef þú ætlar þér að ná frama í starfi Þínu og trygg.ia þér varanlega stöðu þá er heppi- legast að snúa sér beint til þeirrá sem mega sín mest í þvi sambandi. Krábbinn, 22. júní—23. iúlí: Þú munt verða þess greinilega var í þess- ari viku hve mörgum er hlýtt til þín og vil.ia gleð.ia þig. Jafnvel frá liarlægum stöðum berast þér góðar óskir. Ræddu f.iár- máiaatriðin við maka þinn eða félaga. Ljóniö, 2i. lúlí—23. áaúst: Þú ert dálítið á öndveröum meiði við þína nánustu og það ergir þig að þeir vilja ekki hlíta ráðum þinum. Til þess að svo megi verða verður þú að taka málin öðrum tökum. Varastu að minnast of mikið á f.iármálin. Meyjan, 2U. áaúst—23. sevt.: Þú ættir um fram allt að láta vera að gagnrýna þína nánustu. Þú ert einmitt í því skapi núna að þú ert vís til að finna að öllu sem þeir gera. Það gæti orðið til þess að þeir snerust óvænt gegn þér. Vomn, 2lt. sevt.—23. olct.: Þó annríkl þitt sé mikið um þessar mund- ir og þátttaka þín í félagslífi taki mikið af þínum tíma, þá máttu ekki láta h.iá líða að sinna málefnum fjölskyldunnar og taka til nánari athugunar tillögur hennar. Drekinn, 2U. okt.—22. nóv.: Afstöður plánetanna verka þannig á þig þessa viku að þú verður í óvenjulega góðu skapi og þig langar til að skemmta þér. Þu ættir einnig að vera þínum nánustu til skemmtunar, og taka tillit til óska Þeirra. BogmaÖurinn, 23. nóv.—21. des.: Þú ert reiðubúinn að hlusta á tillögur annarra um nýjar leiðir í fjármálum. Þú hefur einnig þínar tillögur fram að færa, en ekki er sama á hvern hátt þú kemur þeim á framfæri. Stutt ferðalag væri skemmtilegt. Steinaeitin, 22. des.—20. janúar: Þú ert reiðubúinn að íáta nágranna þína og ætting.ia heyra álit þitt á þeim, en farðu hægt i sakirnar, því ef þú hleypur á þig Þá skaðast enginn meir en þú sjálfur. Haltu áfram að glíma við fjármálin. Vatnsberinn, 21. ianúar—19. febrúar: Afstöðurnar eru þér ennþá i vil að Því er einkamál þin snertir. Þú færð tækifæri til að skemmta þér betur en áður, og vinir þínir hafa ánægiu af að hafa þig sér til skemmtunar. Fiskarnir, 20. febrúar—20. man: Þú færð gott tækifæri til að ná miklum framförum og ættir að láta til skarar skríða með að hrinda í framkvæmd þeim málefnum sem lengi hafa verið að vefjast fyrir þér og aðeins hefur vantað herzlu- muninn ti' að knma ' eane. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.