Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 19
Pandit Shastri, rétttrúaður Brahmini, grúskar í „Bhrigu Sanhita“, bók sem heilagur maður á áttundu öld skrifaði og talið er að geymi vitneskju um framtíð allra manna. Vestur Þýzkaland, Túnis og Kongó. Og eins og þetta sé ekki nóg, þá spáir Ebertin náttúruham- förum í janúarlok og byrjun febrúar, um miðjan apríl og í apríl lok, í byrjun og um miðj- an maí og um miðjan júní. Og loks dynur eitthvað yfir um miðjan nóvember, eða í lok þess mánaðar. Bandaríkin: Til hugarhægðar öllum þeim, eem hlut eiga að máli eru spá- mennirnir ósammála. Ebertin heldur að Johnson forseti mæti slíku örðugleika- tímabili, sem hefst í nóvem- ber, að vel geti verið að hann sitji ekki út embættistíma sinn. Shastri segir að stjörnuafstöð- urnar séu ekki hliðhollar lífi Johnsons og Hoshu Sakai á þau varnaðarorð að „hann verði að vera mjög varkár í notkun hvers konar farartækja sjötta mánuð ársins, þar eð hann geti orðið fyrir slysi er dragi hann til dauða. Heilsu Johnsons mun óðum hraka frá jólum 1966 og á fyrsta mánuði ársins 1967 getur hann orðið hættulega veikur.“ Sakai bætir við: „Það á ekki fyrir Johnson að liggja að sitja tvö kjörtímabil. Hann er mjög viljasterkur maður og það mun leiða hann út í óvar- kárni, sem leiðir til falls hans. Næsti forseti verður á fimm- tugsaldri. Maður búinn miklum þokka og atgervi líkt og Kennedy. Hann verður úr and- stæðingaflokknum." Þar eð Humphrey varaforseti er auð- vitað demókrati og yrði forseti ef Johnson lyki ekki sínu tíma- bili, virðist Sakai vera á and- stæðri skoðun við Ebertin. Jafnvel enn ákveðnari heldur Keo Búddamunkurinn því fram, eftir að hafa séð Johnson í sjónvarpi, að „hann muni ljúka kjörtímabili sínu vegna þess að heppnin verður með. honum næstu fimm árin.“ Hann styðst einnig við ljós- myndir sem birzt hafa af for- setanum í tailenzkum blöðum. Waldner heldur að stjörnu- kort Johnssons „sé undir sér- lega góðum áhrifum næsta vor og sumar" og þó að hann muni eiga við heilsufarslega erfið- leika að stríða á tímabili frá byrjun febrúar til aprílloka og aftur á síðari helmingi októ- bermánaðar „mun stjórnmála- stefna hans vera ljós. Það mun auka vinsældir hans og hann mun halda áfram að máta and- stæðinga sína og vita hvernig hann á að veita þrótti og bjart- sýni í iðnaðinn,“ er gæti verið mikilvægt atriði, því að Ingrid Lind spáir Bandaríkjunum og Bretlandi efnahagslegum örð- ugleikum í febrúar, batnandi ástandi í apríl, tímabili falskr- ar öryggiskenndar í júlí og bakslagi í desember. Ojha er sannfærður um að „sagan muni greina frá pólitískri úrkynjun í utanríkisstefnu Bandaríkjanna á valdatímabili Johnsons,“ en Keo munkur segir hins vegar „að Bandaríkin og Bretland reki rétta stefnu nú...“ Og hann bætir við: „Árangurinn verður dásamlegur, en í fyrst- unni þrunginn hita og hreyf- ingu, sem reka löndin fram á brún örmögnunarinnar.“ Sakai er svo djarfur að spá því sérstaklega að Dean Rusk muni halda embætti utanríkis- ráðherra, að breytingar verði í varnarmálaráðuneytinu í maí og að merki um „eyðandi kreppu“ ættu að fara að koma í ljós í apríl með andstæðum áhrifum á hlutabréfamarkaðin- um. Hann spáir einnig „hræði- legum þurrkum“ í Vesturríkj- unum og versta fellibyl aldar- innar með tilheyrandi flóðum í norðaustur hlutanum. Að hinu leytinu segir Ojha að stjörnurnar séu Bandaríkjun- um hliðhollar allt til ársins 1980 og þau muni vinna sér- hvert það stríð, sem þau taka þátt í. Rauða Kína: Sakai segir að „mikilvæg persóna í ríkisstjórn Rauða Kína muni deyja í október" og Ojha lýsir því hreinlega yfir að „Mao Tse-tung muni falla í síðasta lagi í janúar 1968.“ Ebertin segir að því miður hafi hann ekki nægar upplýsingar til að bera stjörnukort Maos saman við kort annarra kín- verskra valdamanna, en segir að heilsa Maos verði svo slæm- í sumar að hann muni ganga í gegnum mjög hættulegt tíma- bil. Og Waldner, þó ekki sé víst að hann eigi við Mao, eða Kína yfirleitt, spáir „mjög mikilvægu, afdrifaríku og óvæntu dauðsfálli í nóvember.“ En í sérstakri spá fyrir Kína, segir Waldner ,,að síðari hluta ársins verði mikilvægar breyt- ingar á innanríkismálum, ann- aðhvort vegna dauðsfalls eða afdrifaríkra mannaskipta ...“ Tryggingafélag, sem hefði gef- ið út líftryggingu á nafn Maos hefði þannig gilda ástæðu til áhyggna, hvort sem það tryði á spámennina eða ekki. Waldner heldur að „Kína muni halda áfram að styðja skæruhernað, byltingahreyf- ingar og staðbundin átök, en reyna eftir sem áður að halda sig að tjaldabaki. í sumar verð- ur það samt sem áður að taka opinbera afstöðu. Það mun auka áróður sinn hvarvetna um heiminn, en ekki hafa árangur sem erfiði.“ Ingrid Lind sér fyrir „hættulegt út- þenslutímabil“ í febrúar. Keo setur fram spádóm fyr- ir langt tímabil: „Árið 1970 mun eitt fylkið í Kína finna af- leiðingarnar af hinni almennu mótspyrnu þannig: Það verða vegir, en engir til að ganga á þeim. Það verður matur, en enginn til að eta hann. Þetta á við um 20% af kínversku landsvæði. Sovétríkin: André Bárbault spáir að Sovétríkin muni ná stjórnmála- forystu í heiminum 1966, eins og áður hefur verið getið. Waldner heldur að Rússar muni taka aukinn þátt í allri alþjóðlegri samvinnu og auka efnahagsleg og menningarleg samskipti sín við V-Evrópu- þjóðir og reyna að halda sér sem mest utan við deilur milli austurs og vesturs, en Ojha segir, án þess þó að eiga sér- staklega við 1966, „að greini- legt sé að Bandaríkin og Sovétríkin muni sameinast um að ráða niðurlögum Rauða Kína.“ 1970? Ojha spáir því einnig af tals- verðri dirfsku að „hægt sé að sjá það fyrir að eftir fáein ár, muni Sovétríkin leysast upp í smærri einingar.“ Hvenær? Ef til vill er svarið að finna FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.