Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.02.1966, Blaðsíða 10
RÓMAXTÍSK .MTÍMASAÍ.A FRÁ HERRAGARÐI 1 DÖLIJM 1 SVÉÞJÓÐ — Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá þessu? Ég... ég myndi hafa reynt að tala um fyrir henni, sagði hann að lokum. Louise yppti öxlum í uppgjöf. — Hvernig átti ég að geta það? Það hefði verið sama og að bregðast trúnaði hennar. Þar að auki ert þú alltaf svo önnum kafinn. Ég vildi ekki íþyngja þér með fleiri áhyggjum. En ég kvaldist! Því hún kom mér í skilning um, að það er talað um okkur i sveitinni. Og það eru engin gæluorð, sem það hefur um ástkonur hérna í Dölunum, sagði Louise, beizklega. — Hvernig í fjáranum getur það vitað, að ... Augu Louise fylltust tárum. — Það veit það, hvíslaði hún. — En hvað getum við gert? Sagði Ulf og lyfti höndum. — Það er ekki einu sinni hálft ár síðan maðurinn þinn dó. Louise hneigði höfuðið og þurrkaði varlega af sér tárin. — Það væri betra, ef við ... trúlofuðum okkur, sagði hún hljóðlega. Þá þyrfti mér ekki að finnast ég vera eins og ómerki- legur útlánsgripur... Hún komst ekki lengra fyrir ekka. Hann gekk til hennar og lagði handlegginn um herðar henni. — Ef þér er þannig farið, þá 10 FÁLKINN tilkynnum við auðvitað trúlof- un okkar eins og sanngjarnt má teljast. En Anders, maðurinn þinn, var nú einu sinni gamall vinur minn. Mér fyndist í hæsta máta óviðeigandi af mér að ganga að eiga konu hans svo skömmu eftir dauða hans. Ennþá meira óviðeigandi var það, að gera eiginkonu hans að 2. HLUTI frillu sinni, hugsaði hann allt í einu. Hvernig í herrans nafni hafði þetta eiginlega atvikast? Louise hafði vissulega verið að- framkomin af sorg, þegar hún kom til Malingfors. Aðframkom- in... en átakanlega hugrökk og aðdáunarverð ... Skyndilega los- aði hann takið um axlir henn- ar og hraðaði sér út úr herberg- inu. Louise neri hendur sínar. Hann hafði ekki tekið hana í faðm sér. Ekki kysst hana. Hún neri hend- urnar. Hve lengi átti minningin um eiginmann hennar að stía henni og Ulf í sundur? Hún hafði leikið þennan litla þátt sinn til einskis. Ulf hafði frestað opinberun trúlofuninnar um áó- kveðinn tima, þrátt fyrir það, að hún hafði svo að segja höfðað. til heiðurs hans. En hann skyldi kvænast henni... hið bráðasta! Hún varð að finna sig örugga um hann. En einhvern veginn gekk hann henni sífellt úr greip- um — eins og skógarandi. Um eitt skeið hafði hún haldið að hann væri að fá áhuga á Britu Eliasson. Honum hafði fundizt hún „hressandi" og þá stundum orðið óþolandi gagnvart Louise. Bros var að myndast á vörum Louise Heiner. Það hafði reynzt auðveldara en hún ætlaði, að losna við Britu Eliasson. En nú var Marianne komin í hennar stað — taugaveikluð, ljót, sérvit- ur og hrifandi á einhvern undar- legan hátt. Hættulegri en ef hún hefði verið falleg. Þessi óbifan- lega ytri sjálfstjórn hlaut að vera hverjum karlmanni hvatn- ing til að rannsaka hvað á bak við hana leyndist. Það var eins og mann grunaði einhvern fal- inn eld... Louise hristi höfuðið. Það hefði verið betra að láta Britu Eliasson vera. Hún var venju- legri en Marianne. Nú varð hún að telja Ulf á að tilkynna trú- lofun þeirra hið fyrsta, hversu óviðeigandi, sem það kunni að vera. Louise gretti sig. Fólk myndi að sjálfsögðu tala — en það myndi einnig fljótlega gleyma. Og hverju skipti smá hneyksli? Þegar hún væri orðin húsfreyja á Malingfors, yrði það hún sjálf, sem stjórnaði almenn- ingsálitinu. Marianne hljóp yfir húsagarð- inn og fór inn i vinstri álmuna. Hún elskaði hina gamaltízku- legu íbúð sína. Fremra herberg- ið, sem samsvaraði skrifstof- unni, þar sem hún og Jansson sátu i hægri álmunni, var búið sem dagstofa, með perlugráum átjándualdar sófa, kringlóttu borði og fagurlega útskornum stólum. Gamalt skatthol, með niðurfelldri skrifplötu og raðir af litlum skúffum, virtist brosa með sjálfu sér yfir minningum um viðkvæm einkamál og rósa- ilmandi bréf, skrifuðu á hæ- verzku máli með skrautlegum bókstöfum. Breið furuborðin í gólfinu virtust á einhvern hátt lifandi. Hver brúnleit æð í snjó- hvítum viðnum hafði frá atburði að segja úr ævi trésins, sem óx þarna í skóginum fyrir tvö hundruð árum síðan. Þröskuldurinn milli herbergj- anna var svo hár, að hún hafði hrasað um hann hvað eftir ann- að. Innra herbergið var svefn- staður hennar. Rúmið var eins og sófi, sem hægt var að draga út og breikka, búið snúnum stöf- um með uppmjóum kúlum. Það vantaði einungis sængurhimin- með fellingatjöldum. Létt, hvít gluggatjöld og fallegt snyrti- borð gerðu herbergið sérlega kvenlegt og freistandi. Ef til vill var það þessi bjarta andstæða, sem gerði það að verkum, að henni varð oft hugsað til þeirrar staðreyndar, að í hinni álmunni var það skrifstofa Uifs, sem samsvaraði þessu herbergi. Fallegasti munurinn í herberg- inu var lítið saumaborð á hörpu- löguðum fæti, og var í borðplöt- una innlagt rósamynstur úr ljósri trjátegund. Marianne hafði flutt það út að öðrum gluggan- um til þess að það stæði afsíðis og yrði siður fyrir skakkaföll- um. Vitanlega hefði Louise hæft þessari yndislegu íbúð betur. Fallega framúrskarandi Louise! — Kvenleg! sagði Marianne upphátt við sjálfa sig. Ég á bezt heima við ritvélina, ekki meðal rósa og blúndukraga og gullin- lokka. En það kemur ekki mál við mig... ef ég aðeins get losnað við að vera minnt á yfirheyrzlur, lögreglurannsókn, dóm ... Hvers vegna trúði mér enginn? Heldur rufu allt sam- band við mig og lögðu á flótta, eins og Hákon gerði. Hefði Ulf einnig iitið á mig sem gallharðan lygara, vegna þess að ég vildi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.