Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1966, Page 12

Fálkinn - 14.02.1966, Page 12
ÞAU óku heim úr samkvæminu í þögn, þrúgandi, kæfandi þögn, sem aðskildi þau eins og tvö andstæð skaut í segulsviðinu og þrýsti þeim, hvoru út að sinni hlið í framsætinu á bíl Johns. Þögn sem þessi, var síður en svo nein nýjung á-milli þeirra, en hafði aldrei verið jafn óheillavænleg og nú, Þegar þau komu heim í íbúðina, stóð Jane kyrr meðan John opnaði dyrnar. Varir hennar herptust saman í mjótt strik, meðan hann fálmaði eftir lyklinum og tók bakföll. Þegar hann var búinn að opna, gekk hún rakleitt inn í svefnherbergið, fór úr kjólnum og settist við snyx-tiborðið til að hreinsa farðann af andlitinu. í speglinum sá hún að John stóð að baki hennar, óstöðugur á fótun- um sem fyrr og óneitanlega meir en lítið drukkinn, sem fyrr. FJARSKA — Jæja, þá! brauzt út úr John, — segðu það! Þú segir eitt- hvað fyrr eða seinna, svo hvers vegna ekki að byrja strax? Hann settist á rúmbríkina og kveikti sér í vindlingi. — Ég hafði ekki hugsað mér að segja neitt, sagði Jane með kveljandi rósemi. — Jú, það hafðirðu. Hvenær hefur það svo sem átt sér stað, að þú hafir ekkert sagt? Komdu nú með það, svo við getum lokið 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.