Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 7

Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 7
Ætla mætti eftir því mikla verðbólgutali, sem málgögn og frambjóðendur hér í Reykjavík hafa haft um hönd að undan- förnu. að Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, bæri persónulega ábyrgð á fiskprísunum. Þetta verðbólgutal við borgarstjórnar- kosningar og ýmislegt fleira, bendir til þess, að stjórnmála- mönnum finnist kominn tími til að takast alvarlega á í þjóð- málunum almennt. Enn verður ekki séð hvern árangur það ber að reka áróður gegn verðbólgu, þegar fólk ætlar sér í raun og veru að kjósa um malbik, barnaheimili, leikvelli, sjúkrahús, lóðir og skipulag. En það auðveldar ekki almenn- um kjósanda í Reykjavík valið, að öskra á hann að fiskurinn sé dýr, þegar hann er kannski að reyna að gera sér grein fyrir því hvern hann eigi að styðja til að fá leikvöll fyrir börnin sín. Nú er það tvennt ólíkt hvað stjórnmálamaðurinn vill láta kjósa um og hvað kjósandinn telur sig þurfa að kjósa um. Ætla mætti að því fjær sem kosningaáróðurinn er megin hugðarefnum kjósanda, því meiri möguleika hafi ráðamenn borgarinnar á því að komast að honum í kyrrþey. Undarlega fór vel saman að draga þing fram í maí með stórdeilum og láta Geir Hallgrímsson halda borgarafundi á meðan. Eflaust er þetta tilviljun en hún er óneitanlega hagstæð þeim aðila, sem vildi ræða borgarmálin við kjósendur. Ákallið i útvarp- ii u, sem Bjarni Benediktsson tók vel undir við, er kannski ekki til annars en halda uppi þjóðmálamúsíkinni á meðan Geir ræðir borgarmálin. Tíu uppréttar hendur SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM er alltaf ákaflega illa við allar skynsamlegar kosningaspár fyrir kosningar hér í Reykja- vík. Þetta stafar af því, að þegar dregur nær kosningum þurfa þeir að beita miklu átaki til að fá fólk til að vinna. Mig minnir að síðan ég fór að fylgjast að ráði með kosningum hér fyrir stríð, hafi Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið að missa meirihlutann tveimur til þremur dögum fyrir kosningar, og á kosningadaginn sjálfan, end^i hefur þessi tapskelfing alltaf verið ein helzta afsökun flokksins fyrir því að rífa fólk upp úr rúmunum seint á kvöldin og segja því að kjósa. í síðustu kosningum urðu kosningajálkarnir í flokknum hálf miður sín, þegar í ljós kom að þeir höfðu fengið níu menn kjörna, svo hroðalega höfðu þeir tapað kosningunum á kjördag. Undan- SVART HÖFÐI SEGIR farið hafa þeir leikið sér að því að hirða næstum alla fjölg- unarprósentuna í borginni. Svo mun enn fara. Ég spái því, að Sjálfstæðisflokkurinn fái nú tíu menn kjörna í borgarstjórn. Níu af þessum borgarfulltrúum sitja ekki í borgarstjórn til annars en rétta upp hendurnar, þegar þess þarf með. Fæstir þeirra þurfa yfirleitt nokkuð til málanna að leggja um stjórn borgarmálefna. Geir hefur góða stjórn á sinni hjörð og hefur yfirleitt sjálfur séð um hreinsanir á listanum í ár og valið nýja menn í staðinn. Þegar tíu uppréttar hendur blasa við fulltrúum minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, verður þeim kannski ljóst, að þjóðmálaslagurinn vannst ekki á þessum stað. Auðvitað verður Alþýðuflokknum sama, þótt hann hafi síður en svo á móti því að sýna aukningu atkvæða i borginni. Pólitík eða verkfræði FYRIR nokkru heyrðist kunnur maður segja við þá Geir Hallgrímsson og Gústav E. Pálsson, borgarverkfræðing, að minnihlutaflokkarnir gætu með einu móti unnið sigur í kosn- ingunum, og það væri með því að lýsa yfir, að þeir myndu ráða þá sem borgarstjóra og verkfræðing strax að kosningum lokn- um. Þetta hefur sjálfsagt verið sagt í gríni, en felur í sér nokk- urn sannleika. Framkvæmdir í borginni byggjast ekki á þvi að einir níu litlir íhaldsstrákar setjist á bekk hjá Geir til þess að greiða atkvæði með honum. Þær byggjast á borgarstjóranum og verkfræðingi hans. Geir skildi þetta í upphafi og Gústav hefur ekki brugðizt honum. Hann er sjálfsagt dýr maður, en þeir kunna að vinna saman og Geir kann að verja þennan verkfræðing sinn fyrir pólitískri frekju samflokksmanna sinna. Hann hefur því framkvæmdafrið. Það verða þessir tveir menn sem vinna kosningarnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Leitt er til þess að vita að þessi ágæta samvinna getur bráðum tekið enda, ef úr því verður að Geir taki við af Jóhanni Hafstein sem ráðherra. Þá er alveg eins víst að í borgarstjóraembættið veljist einhver kálfur, sem heldur að stjórn borgarmála sé eintóm pólitík en engin verkfræði. En á meðan þeir vinna saman munu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins komast að raun um að þá bíta engin vopn. samborgarana aur undir bví yfirskini að hann sé að skrifa greinar af fróðleik og þekkingu um stjórnmál dagsins sem okk- ur alla varðar. Sérstaklega þykir mér þetta lúalegt, þar sem maðurinn vegur úr laun- sátri nafnleysisins. Yðar einlægur. Bjarni. Föðurnafninu haldið leyndu að beiðni bréfritarans. Svar: SvarthöfOi er ekki laumu- lcommi né neitt annaO í póli- tískum formúlum og flokka- drœtti. Hann tœtur hvern liafa silt, og er ekki að undra ]>ó allir verói einhvern tíma óá- nœgir. Fálkinn er annars mjög ánægöur meO hve þessxr dálk- ar SvartliöfOa hafa vakiO mikla athygli, og væntir þess aO þeir vex'Oi til noklcurrar- upplýsing- ar fyrir lesendur, Hjálp til bágstaddra Kæri Fálki! Ég er stundum að hugsa um það að við á þessu landi búum á þessum árum við auðveld kjör. Mér finnst við eigum að leggja eitthvað af mörkum við þær þjóðir sem ekki hafa nóg. Eitthvað heyrist mér að ríkið geri fyrir önnur lönd sem illa eru stödd, en mér finnst ein- staklingar eiga að gera eitt- hvað líka. Getur þú, Fálki minn bent mér á einhverja stofnun sem er treystandi til að fara hyggilega með lítið fjár- framlag, sem lagt er fram til þess að sýna lit? Garnall þulur. Svar: Fálkinn vill benda gömlum þul á aO afhenda Rauöa krossi Islands féO. Þá er þaO í góöum höndum og fer til mannúöar- mála. Hann getur tekiO þaO fram aO fénu skuli variö til lijálpar bágstöddum löndum þar sem lifiO er erfitt, og eins og allir vita er lífiO erfitt í meiripartinum af heiminum. Þetta mál verOur ef til vill tek- iO fyrir liér í Fálkanum innan skamms. PC5ST HÖLP 1411 FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.