Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 13
Ólafur Halldórsson cand. mag. BOKAGER Á ÍSLANDI Á FYRRI ÖLDUM SÍÐARI ÁRUM hefur skotið upp í ís- lenzku orðinu fjölmiðlunartseki; orðið er einkum notað um dagblöð, útvarp og sjónvarp og er svo ungt, að það hefur ekki komizt inn í orðabók Menningar- sjóðs. sem kom út 1963 (íslenzk orða- bók handa skólum og almenningi. Rit- stjóri Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1963). Orðið er ekki fallegt, en sælt er sameiginlegt skipbrot: á dönsku er orðið massekom- munikationsmiddel stundum notað í sömu merkingu. Frá örófi alda hafa verið til menn sem hafa haft svo mikið álit á gáfum sínum og fróðleik að þeir hafa ekki látið sér nægja að þylja yfir þeim sem nenntu að hlusta á þá, heldur hafa þeir reynt að finna ráð til að orð þeirra mættu dreifast um heimsbyggðina og varðveitast með óbornum kynslóðum. Talað orð hljómar meðan það er sagt; sá sem hlustar á er ef til vill svo minnugur að hann geti haft rétt eftir setningu sem snillingur hefur lengi velt fyrir sér í huga sínum áður en honum tókst að móta hana eins og honum líkaði, en minni marína er þó ekki sérlega traustur varðveizlustaður. En til að hjálpa upp á minnið hefur mannkindin fundið upp á því að raða orðum og velja þau eftir sérstökum reglum: raða orðunum þannig að í setningum væri reglubundin hrynj- andi (rytmi), láta orð eða atkvæði með sérstakri áherzlu hefjast á sama hljóði (stuðla) og nota atkvæði með sömu eða svipuðum hljóðum með ákveðnu millibili (hendingar, rím). Þetta halda sumir menn að sé upphaf Ijóðagerðar. En á vorum dögum þurfa þeir sem hafa merkilega hluti að segja ekki að treysta á minni manna sem varðveizlustað spekinnar, og mun það vera tímanna tákn, að nú eru skáld sem óðast að leggja niður þau ráð sem forverar þeirra hafa fundið upp á þúsundum ára til að tryggja varðveizlu verka sinna í stopulu minni mannkindarinnar. Minnugir menn verða fróðir, en þegar fróðleiksmaðurinn deyr er fróðleikur hans einnig búinn að vera, ef ekki hefur verið beitt þeim ráðum til að varðveita hann, sem hugvits- menn hafa fundið upp á þúsundum ára. Maðurinn er gerður úr forgengilegu efni, en aftur á móti finnast i náttúrunni hlutir sem varðveitast um aldir. Fróðleiksmönnum hlaut því að detta í hug þetta snjallræði: Segðu steininum. Snjallir menn fundu upp á því að búa til merki.eða eins konar myndir sem táknuðu orð, og klöppuðu þessi merki í stein, og þannig höfðu menn fundið varðveizlustað sem miklu var traustari en minni fólks. Síðar fundu menn þá aðferð, að greina sundur hljóð þau sem orðin eru mynduð úr og gera sérstakt tákn fyrir hvert hljóð; þar með var fundið stafróf, og er ein mesta bylting sem orðið hefur í fjölmiðlunartækni frá upphafi heims- byggðarinnar. Þess eru dæmi, að fróðleikur hefur varðveitzt á steinum um þúsundir ára; elztu rúnasteinar á Norðurlöndum eru frá því um 400 e. Kr. en miklu eldri áletranir eru til annars staðar í heiminum. En þótt steinninn varðveiti vel það sem á hann er skx-áð, er hann ekki sérlega viðræðugóður og heldur seinlegt að tala við hann, svo að mönnum hefur ekki tekizt að koma fyrir miklu andríki með þessu móti. Menn hafa því snemma fundið önnur fjölmiðlunartæki áhrifameiri, og verður sú saga ekki rakin hér, enda skortir mig lærdóm til þess. Eitt elzta menningarsamfélag veraldar sem sögur fara af var í Egyptalandi. Fornegyptar bjuggu til eins konar bækur; þeir ristu stöngla papyrusjurtarinnar niður í lengjur, en jurt þessi vei'ður allt að þriggja metra há með stöngul sem getur orðið sver eins og mannshandleggur. Lengjurnar voru lagðar FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.