Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 21

Fálkinn - 16.05.1966, Qupperneq 21
með ákveðnu millibili alla nótt- ina. Morguninn eftir mundi enginn þeirra eftir hvísllexí- unni, sem þeir höfðu fengið um nóttina. En þegar kennarinn tók efnið til meðferðar, ræddi um það við nemendurna og sagði þeim síðan að skrifa niður það helzta sem hann hefði sagt, þá skiluðu svefnfræddu nem- endurnir betri úrlausnum en hinir, sem annars stóðu sig yfirleitt betur í skólanum. Árangur sá, sem rússneskir og bandarískir vísindamenn telja sig hafa náð á þessu sviði, er mjög í sama dúr og árang- ur Frakkans. Nemendur, sem höfðu hlustað á málfræðibeyg- ingar á erlendu tungumáli í svefni, tóku mun hraðari fram- förum í vöku, þegar þessi orð og beygingar voru tekin til meðferðar, en hinir nemendurn- ir, sem höfðu sofið ótruflaðir. Vísindamenn sem hafa stund- að þessar rannsóknir eru sam- mála um, að árangur svefn- fræðslunnar sé fyrst og fremst sá, að hægt sé að létta fólki utanbókarlærdóm, staglið verði auðveldara viðureignar. Við nokkrar tilraunir hefur einnig komið í ljós, að sefjandi áhrif sem fylgdu beitingu þess- arar aðferðar við nám, urðu til þess að skerpa athyglisgáfu nemandans í vöku. f sambandi við svefnfræðsluna er rödd sú sem talar til hins sofandi Hún sefur í þágu vísindanna. Heilalínuritinn sýnir heiiastarf- semi hennar me'ðan hún sefur. * manns mjög þýðingarmikið at- riði. í mörgum tilfellum virð- ist fræðslan því aðeins ná til mannsins, að það sé hans eigin rödd sem talar til hans af plötu eða segulbandi. Leonid Blisintsenko við úkra- insku akademíuna í Kiev beitti svefnfræðslu við átta Rússa, sem höfðu sótt 112 kennslu- stundir í ensku með gamla laginu og verið gefnir upp á A Spænska að nóttu til. Hvísl- lexía á þeim tíma sem óskað er. Sjálfvirkur kennari við rúm- stokkinn. bátinn — talið vonlaust að þeir gætu lært málið. Eftir svefnfræðslu í 19 nætur gátu þessir sömu átta menn leyst Framh. á bls. 44. Hreinsar loftið á svipstundu Heildsölubirgðir Kristján Ó. Skagfjörð Sími 24120 \v.;' PANTIÐ STIMPLANA HJÁ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE SPlTALASTlG 10 v.ÖÐINSTORG SIMI 11640 FALKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.