Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Síða 23

Fálkinn - 16.05.1966, Síða 23
FRAMHALDSSAGA • # • eftir ERIK 1Í0RLAHDER Hoffmann án þess að fást um nálarstunguna frá Stenfeldt. Þau eru dáin fyrir löngu, en ég harma enn, að þau skyldu ekki lifa það að sjá óskadrauma sína um framtið einkasonarins ræt- ast. Stenfeldt fann til hálfgerðrar ógleði. Þessi angurværi formáli um uppfyllingu stórra drauma var ills viti. — Þau imynduðu sér mig sem héraðslækni heima. Það var það æðsta sem þau gátu hugsað sér. — Og svo varð þetta úr þér. Og prófessorsnafnbót í vændum eftir nokkur ár. — Stundum finnst mér, að allt hafi verið mér of auðvelt, sagði hann lágt. Ég er nú þegar á allt er litið ekki sænskur, jafnvel þótt talið sé að ég hafi málið alveg á valdi mínu og hafi haft, frá því ég byrjaði starf mitt hér. Það þurfa allir að hafa ósýni- legan þræl fyrir aftan sig á sig- urvagninum sem hvislar: Mundu að þú ert dauðlegur ... Hvaða andskotans sigurvagni, hugsaði Stenfeldt snöggt. — Eiginlega er það sorgar- saga, sagði Hoffmann rólega. Faðir minn var gistihúsvörður í Garmisch. Mamma vann við ræstingu á hótelherbergjum. Pabbi var sósíalisti. Hann hafði hljótt um sig i nokkur ár eftir að Hitler komst til valda, en þegar styrjöldin brautzt út, missti hann stjórn á sér. Mamma lézt þá skyndilega. Hún hafði þjáðst af alvarlegum hjarta- sjúkdómi enda þótt enginn hefði haft hugmynd um það. Hún hafði unnið og þrælað til þess að ég gæti lokið námi. Þegar mamma dó hafði ég stundað nám við háskólann í Munchen í þrjú ár og hafði þar að auki unnið töluvert á sjúkrahúsum. Þegar hún féll írá, varð pabbi örvílnaður og glataði allri dóm- greind. Hann útmálaði vitfirr- inguna í stjórnmálakenningum Hitlers fyrir hvern sem vildi ljá honum eyra. — Það gat aðeins farið á einn veg, sagði Stendfeldt. — Vitanlega. Einkum í Gar- misch. Litli bærinn okkar var orðinn að blómstrandi ferða- mannaþorpi eftir vetrarolympiu- leikana 1936. Allir trúðu á hið nýja Þýzkaland. Valdhafarnir hljóta að hafa litið á pabba sem nokkurs konar bæjarfávita, þar sem þeir létu honum haldast þetta uppi eins lengi og þeir gerðu. En í október 1939 tóku þeir hann. Siðan hef ég ekkert af honum frétt. — Og þú sjálfur? sagði Sten- feldt til að þreifa fyrir sér. — Ég var milli heims og helju, sagði Hoffmann og tæmdi koní- aksglasið í botn. En það bjarg- aði mér að mér tókst að halda jafnvægi á hnifsegginni. Ég vann eins og skepna og náði góðum prófum. Mér var tekið og eins og ástatt var — þetta var á fyrstu styrjaldarárunum — var fyrirsjáanleg gífurleg þörf fyrir lækna. Svo þeir létu mig í friði þar sem ekki var hægt að sanna á mig greinileg- ar sósíalistiskar tilhneigingar. — Gekkstu í flokkinn? Það hefði án efa gert þér auðveldara fyrir. — Nærri allir stúdentarnir gerðust meðlimir í nazistaflokkn- um. Slóðunum var það bein nauðsyn, því annars hefði þeim verið sparkað úr háskólanum. En við vorum nokkur stykki, sem tókst að komast af án þess að gerast flokksmeðlimir. — Og núna? — hvernig verð- ur þér við þegar þú heimsækir æskustöðvarnar? — Það geri ég aldrei, svaraði Hoffmann stuttaralega. Ég hef skorið á öll bönd. Gröf móður minnar er ekki lengur til — þar hefur nú verið lagður stein- steyptur vegur. Hvar faðir minn lauk ævi sinn veit enginn. Hvers vegna ætti ég að snúa aftur til staðar, sem hefur að geyma svo margar sársaukafullar minning- ar? — Nei, auðvitað, sagði Sten- feldt út i bláinn. En nú er klukk- an orðin margt og ég verð að þakka fvrir ánægjulegt kvöld. Hoffmann mótmælti kröftug- lega og Lars Stenfeldt sat kyrr enn um stund. Hoffmann, sem orðinn var töluvert drukkinn, upphóf ruglingslegt en hjart- næmt eintal um þann hóp manna, sem hann taldi sig til- heyra — flóttamennina, sem dreifðust um allar jarðir eftir að hafa hrökklazt burt frá heim- kynnum sinum og hafði aðeins í orði kveðnu tekizt að festa nýjar rætur. í innstu sálarfylgsn- um fvndist þeim ávallt sem þeir hefðu setzt á milli sæta, að þeir væru heimilislausir, án kjöl- festu. Allt var þetta mjög hjartnæmt og mótsagnakennt og Stenfeldt þráði að komast burt. En þá varð skyndileg kúvending i slitr- óttum hugsanaferli Hoffmanns: — Þessi kona, sem við höfðum á lækningastofunni fyrir nokkru — Rosenberg hét hún víst — hún er gott dæmi um það, sem ég er að tala um. Rifin upp með rótum — það er hættulegur jarð- vegur fyrir ímyndunarveiki og hvers kyns hugsýki. Nei, lags- maður, vertu ekki með neinar mótbárur. Ég er einnig sannfærð- ur um að hún trúir sjálf hverju orði sem hún segir. En ég er jafnviss um það, að hún getur ekki gert greinarmun á ímynd- un og raunveruleika. Lars Stenfeldt leyndi undrun sinni vel. Því það var sannar- lega undarlegt að Hoffmann skyldi, jafnvel þótt hann yæri drukkinn, vikja samtalinu enn einu sinni að konunni, sem virt- ist vera orðin að meinloku hjá honum, ehda þótt hann hefði aðeins talað við hana í örfáar minútur — er hún kom til sjúkrahússins í fyrsta skipti og féll í yfirlið á rannsóknarbekkn- um. — Mér geðjast ekki að henni, sagði Hoffmann sljór. Ég þoli ekki fólk sem gengur um og hreykir sér af fangabúðamerkj- um sínum eins og þau væru dýr- indis djásn. — Þau djásn eru ef til vill keypt dýru verði. — Hún vill láta vorkenna sér, það er allt og sumt, sagði Hoff- mann. Ég kannast við þá mann- tegund. Hann horfði á aðstoðarlækni sinn fljótandi augnaráði. — Varaðu þig á henni, Sten- feldt. Hún verður til að draga þig niður í svaðið ef þú ekki gætir þín vel! Stenfeldt hugsaði eldsnöggt. Hann var þess fullviss, að Hoff- mann var kunnugt um fund þeirra utan sjúkrahússins. En hvaða mótleikur var viturlegast- ur ef maður vildi halda and- rúmsloftinu bærilegu — og sam- timis komast að því hvaða spil mótleikarinn hefði á hendinni? — Reyndar borðaði ég með henni kvöldverð fyrir skömmu, sagði Stenfeldt eins sakleysislega og honum var unnt. Hoffmann virtist ekki undr- andi. Hann sat hljóður um stund og starói niður í koníaksglasið. — Varaðu þig á henni, endur- tók hann. Hún er eins og drukkn- andi maður og hún verður til að draga þig til botns með sér. Vegna hins góða samstarfs okk- ar — skaltu halda henni I hæfi- legri fjarlægð. Stenfeldt vildi ekki ganga of langt í leiknum. Hann stóð upp og sagðist verða að fara. Og Hoffmann hafði auðsjáanlega sagt það sem hann vildi sagt hafa i byrjun, því að hann gerði engar frekari tilraunir til þess að halda aftur af Stenfeldt. Þeir kvöddust kurteislega og fremur kuldalega. Klukkan var tólf þegar Sten- feldt kom heim til sín. Hann fór í slopp og kveikti í pípu. Síminn var seilingarlengd frá honum. Að hringja á morgun þýddi ef til vill það sama og hringja alls ekkert til hennar. Hann hafði ástæðu til að ganga ekki I ber- högg við Hoffmann. Hoffmann var honum til mikillar hjálpar í rannsóknum þeim, sem síðar áttu að verða efni i doktorsrit- gerð Stenfeldts. Grete væri sjálfsagt sofandi á þessum tíma sólarhrings. Hún myndi furða sig á hvað hefði komið honum til að hringja um miðja nótt... Nei, hann ætlaði ekki að hringja fyrr en annað kvöld, þegar samtalið við Hoff- mann væri honum ekki í eins fersku minni og hann sæi ofur- lítið skýrar. Eftir þennan ásetning rétti liann út höndina, tók heyrnar- tólið og valdi númer hennar. Jafnvel á meðan hann var að snúa talnaskífunni, vonaði hann að hún væri úti, eða hefði tekið simann úr sambandi. En — hvers vegna var hann annars að hringja? Vegna þess að hann langaði til að heyra rödd hennar? Já, en einnig til að leita sér upplýsinga um hið ósýni- lega band, sem virtist tengja þau Grete og Hoffmann. Það hringdi. einu sinni og á næsta augnabliki heyrði hann rödd hennar — stillilega og glað- vakandi — svara mjúklega: — Rosenberg ... Grete Rosenberg sat með te- bolla fyrir framan sig. Bókin, sem hún hafði verið að lesat lá opin. Hún leit á klukkuna — hana vantaði kortér í tólf. Henni brá við simahringing- una, en ekki mjög mikið. Hún svaraði, viðbúin að afsaka rangt númer. Og þá var það Lars Sten- feldt. — Þetta var sannarlega óvænt, sagði hún ringluð. — Þér verðið að fyrirgefa að tíminn er ekki vel valinn. Ég vona að ég hafi ekki vakið yður? Allt í einu var sem einhver dulin spenna læsti sig um allt i móttökustofu yfirlæknisins. Læknirinn starði eins og str'vgervingur á nokkra stafi sem voru tattóveraðir á handlegg hinnar meðvitundarlausu stúlku. Hann hafði komið frá Þýzkalandi rétt eftir stríðið og hann þekkti sjúklinginn. Hún hafði verið í fangabúðunum . . . FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.